Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 37, 1940 1 svona kofa situr hinn svarti listamaður í S.-Afríku og mótar hugsanir sínar í furðulegar myndir. Líttu í ^kvh.ii hvíti maður! Framhald af forsíðu. það, sem ekki verður dulið, er það, hvernig Evrópumaðurinn endurspeglast í myndlist hinna innfæddu. Þegar við skoðum þessar myndir og sjáum, hve skarpskyggni hins óspillta náttúrubarns er mikil, hljótum við að blygðast okkar. Það er furðulegt, hvað þeir eru fundvísir á veikleika okkar og sér- kenni, og á hve áhrifaríkan hátt þeir túlka það í list sinni, sem oft er svo ýkt, að hún nálgast skopstælingu. Listamaðurinn leggur ekki áherzlu á að fá fyrst og fremst fram það, sem við köll- um hina nákvæmu eftirlíkingu, byggingar- lag, fjarvídd, stærðarhlutföll og annað þess konar. Viðleitni hans gengur mest út á það, að lýsa því, sem í hans augum eru aðalséreinkenni hins hvíta manns. Þess vegna sjáum við, að hlutir eins og stólar, reiðhjól, hitabeltishjálmar, einglyrni og gleraugu, sem okkur finnast sjálfsagðir hlutir, eru framandi í augum hans og hann setur í samband við hinn óþekkta, f jarlæga heim. Það er því ekki að undra, að víða gæti misskilnings, en einmitt það gef’ur okkur bendingu um, hvernig menning Vesturlanda endurspeglast í meðvitund hinna frumstæðu þjóða. Þegar hvítir menn komust fyrst í kynni við frumstæðar þjóðir, var tilgangur þeirra aðeins að svala æfintýraþrá sinni og drottnunargirni; og til þess að halda sam- vizkunni hreinni, neituðu þeir því að líta á þetta fólk sem mannlegar verur. Það var ekki fyrr en eftir tilskipun Páls páfa þriðja 1537, að farið var að skoða þá sem menn, en ekki sem dýr eða djöfla. Það er aug- Ijóst, að á landafundatímabilinu voru ekki nein skilyrði til að rannsaka menningu hinna innfæddu á vísindalegum grundvelli. Það eina, sem hugur sigurvegaranna girnt- ist, voru dýrir málmar, og umfram allt Hermaðurinn var fyrsti hviti maðurinn, sem hin- ar frumstæðu þjóðir sáu. Hér er mynd frá Benin í V.-Afríku: Portúgalskur hermaður frá 16. öld. gull. Því að það var gullþorsti, en ekki löngunin til að kynnast ókunnum þjóðum, sem hvatti Spánverja og Portúgali til að leita nýrra landa. 16. og 17. öldin voru tímar hinna pólitísku styrjalda og afstaða Evrópuþjóðanna til frumþjóðanna var alltof heimsveldissinnuð til þess að nokk- ur dýpri könnun á þessari nýfundnu menn- ingu væri hugsanleg. Það er ekki fyrr en á átjándu öld, að grundvöllur skapast fyrir þessar rann- sóknir. En fyrst á nítjándu öldinni vaknar áhuginn verulega, og hin frumstæða menn- ing verður þá sá brennipunktur, sem hinn vísindalegi áhugi hvítra manna beinist að. Allt öðru máli var að gegna með hinn frumstæða mann, hann gat ekki komizt hjá því, að verða fyrir áhrifum af þessari nýju menningu, að túlka þau í list sinni og leggja með því dóm sinn á hinn hvíta sig- urvegara. Fyrsta skipti, sem hinn hvíti maður birtist á slóðúm ættflokksins, vakti hann furðu, alveg sömu tilfinninguna og vér mundum finna, ef vér sæjum allt í einu íbúa frá Mars mitt á meðal vor. I augum margra frumstæðra ættflokka hefir hvíti maðurinn verið hetja flokksins eða guð, aðrir hafa skoðað hann sem einn af þeirra hópi, sem kominn væri aftur úr ríki hinna dauðu; enn aðrir sáu í honum persónu- gerving hins illa, sjálfan djöfulinn. En jafnvel yfirnáttúrlegar verur dæma menn ósjálfrátt. Hvað hugsuðu villimenn- irnir innst inni, í fyrsta skipti sem þeir mættu hvítum manni? Af því að þessar þjóðir hafa engar bókmenntir, verðum við eingöngu að styðjast við myndlist þeirra, þar sem þeir lýsa hvítum mönnum og menningu þeirra. En til þess að svara þessari spurningu verðum við að bregða okkur andartak burt frá Evrópu og reyna að skilja, að á bak við hina frumstæðu list er hugmyndaheim- ur, sem er gjörólíkur okkar hugmynda- heimi. Það er í rauninni alveg út í bláinn að bera saman vestræna og frumstæða list. Til dæmis málaði einu sinni listamaður frá Evrópu mynd af manni frá Nýja Sjá- landi og spurði hann svo, hvort myndin væri af honum. „Nei,“ sagði Ný-Sjálend- ingurinn og tók pappírsblað og teiknaði ,,tatoverings“-merki sitt á það, „þetta er ég“. Það er ekki hægt að skilja í sundur hina Teikningar af hermönnum skomar í bambus af sýna, að hermennirnir eru franskir. manni frá Nýju Kaledoníu. Hinar háu húfur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.