Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 37, 1940 13 frumstæðu list og þá menningu, sem hún er sprottin upp af. Listin er alltaf nátengd því þjóðskipulagi, sem hún býr við, stíll listaverksins og tilfinningar listamannsins mótast óhjákvæmilega af því, enda sjáum vér, að form þau, er frumstæðir lista- menn velja verkum sínum, . eru breyt- ingum tímans undir- orpin. Hugmynda- heimur hins frum- stæða listamanns er margbreytilegur og hugsanagangur hans byggður á allt öðrum forsendum en okkar. Lítið dæmi nægir til að skýra þetta. Ástralíunegri að nafni Neckberry var skírður um af kaþólskum presti og gefið nafnið Charlie. Á föstu- daginn langa heim- sótti presturinn svo Charlie, sem þá var nýskírður, og sá þá, að hann var að háma í sig steikt kengúrukjöt. Prest- urinn minnti hann á, að kirkjan bann- aði kjötát á þessum degi. En það hafði engin áhrif á Char- lie, sem hélt því fram, að hann væri að borða fisk. Þeg- ar presturinn ávít- aði hann fyrir þessi ósannindi, sagði Charlie: ,,Já, en þetta er fiskur. Ég var Neekberry, svo skvettir þú vatni á mig, Trémynd frá Nikobar í A.-Indlandi: Junglending- ur með hitabeltishjálm, notaður sem þjófahræða. og síðan hefi ég verið Charlie. Þetta var kjöt — ég skvetti vatni á það, og nú er það fiskur.“ Charlie sagði þetta ekki af því að hann væri að gera gys að prestinum, heldur af því að þetta var rökrétt samkvæmt hugs- anagangi hans. Annað dæmi um það hve hugsanagang- ur frumstæðra þjóða er frábreyttur okkar, höfum við frá Kenya. Hinir innfæddu þar vilja heldur geyma sparípeninga sína hjá indverskum fésýslumanni og borga honum fyrir geymsluna, en að leggja þá í enskan banka og fá rentur af þeim, af því að þeir geta ekki skilið hvernig bankinn geti borg- að fyrir að geyma fyrir þá peningana. Hjá indverska fésýslumanninum geta þeir feng- ið að sjá peningana sína á hverjum degi. Fyrstu kynni frumstæðra þjóða af hvít- um mönnum voru skipin, sem komu sigl- andi upp að ströndinni, og upp úr skipun- um flykktist hópur eins klæddra manna; það voru hermennirnir. Hvað er það sem einkennir hermennina? Riffillinn og ein- kennisbúningurinn, svo og það, að þeir koma alltaf í hópum. Hermaðurinn er því sjaldan teiknaður sem einstaklingur, held- ur sem þáttur úr heild og riffillinn og ein- kennisbúningurinn eru hinir áberandi eiginleikar hans. I skurðmyndum frá Afríku má undir eins þekkja Englending- a*c,.._________________ - o Victoría drottning. Trémynd gerð af negra í Vestur-Afríku. Hann hefir aðeins sett eitt brjóst á myndina og fæturnir eru svo litlir, að listamað- urinn hefir sýnilega verið í vafa um að slíkar kvenverur hefðu fætur. inn, Frakkann og Þjóðverjann, sérkenni þeirra koma svo greinilega í ljós. Hvort sem listamaðurinn skar myndina í bronze, tré, jade eða kalk, eru þessir eiginleikar hinn áberandi þáttur, sem öll myndin er sköpuð um. Tveir fætur með legghlífum, og ofan á þá settur agnarsmár bolur og höfuð — og Englendingurinn er kominn ljóslifandi. Hitabeltishjálmur og undir honum grimmilegt andlit með gapandi gini — annað þarf ekki til að skapa hinn hvíta lögregluþjón, auk þess er skurðmyndin ágæt sem þjófahræða. — Ekkert duldist skarpskygni hins frumstæða listamanns :— allt var miskunnarlaust afhjúpað. Á eftir hermönnunum kom látlaus straumur af hvítum mönnum, sem ekki voru í einkennisbúningum. Þeir gengu með kaskeiti, hatta eða hjálma, sátu oftast í stólum, höfðu bækur og flöskur undir hendinni og gengu við staf. Það voru margar tegundir af þessum mönnum, en þeir höfðu sameiginleg einkenni: ljósa húð jakka, buxur og alls konar höfuðföt. Það var úr nógu að velja fyrir listamanninn; en þó urðu myndirnar sjaldan af ákveðn- um mönnum, þær báru einkenni hinna ýmsu tegunda, sem hver um sig var full- trúi fyrir hinn hvíta kynstofn. En samtímis gat listamaðurinn ekki komist hjá því, að tilfinningar hans gagn- vart fyrirmyndinni endurspegluðust í verki hans. Ef maðurinn var óvinsæll meðal hinna innfæddu, var hann gerður að krypp- lingi á myndinni, því að á þann hátt gat hann ekkert mein gert þeim. Þeir gerðu hin gömlu skurðgoð sín enn voldugri með því að láta þau fá stráhatta, flöskur og stóla. Á þann hátt jókst skurðgoðadýrkunin við komu hvítra manna. Gríma, sem á að tákna hvítan trúboða. Það fer óneitanlega meira fyrir strangleikanum en föð- urmildinni í svipnum þeim arna!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.