Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 37, 1940 11 Hriii,»keml Innn jQ Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE Rétt á eftir skall hurðin í á hæla honum og hún lagði handleggina fram á borðið, grúfði sig niður og brast í ákafan grát. Ástin hafði i sannleika vaknað í brjósti Elsie Marion, hún hafði laumast inn í líf hennar, en með hamingjunni fylgdi skuggi sorgarinnar. 11. KAPlTULI. Konan, sem óttaðist um líf sitt. „Hvert ætlarðu í kvöld, Vera?“ Það var harka í rödd Hermanns Zeberlieff, þegar hann ávarpaði ungu konuna við gluggann. Sígaretta glóði á milli vara hennar og það var mjúk fjarhygli i starandi, bláum augunum. Hún sneri sér snöggt að hálfbróður sínum, og um leið og hann endurtók spurninguna, lyfti hún spyrj- andi augnabrúnunum. Hún var í látlausum ltjól, úr svörtu flaueli, sem féll þétt að grannvöxnum, fögrum líkama hennar. Hinn bjarti fölvi andlits- ins ,var í óvæntu ósamræmi við bústnar, rauðar varirnar. „Hvert ég ætla í kvöld?“ endurtók hún. „Það var óvænt spuming, Hermann, — þú ert ekki vanur að skipta þér af mér og minum málum.“ „Eg á von á gestum í kvöld,“ sagði hann kæru- leysislega. „Þú þekkir einhverja af þeim, Leete er einn þeirra.“ Hún gretti sig. „Viðbjóðsleg persóna," sagði hún. „Þú átt yfir- leitt þann undarlegasta vinahóp, sem ég hefi nokkurn tima séð.“ Hann gaut augunum til hennar. Hann bar að mörgu leyti virðingu fyrir þessari hálfsystur sinni með hina mjúku, suðrænu rödd. Hún hafði sér- stakt lag á að rjúfa þann kæruleysishjúp, sem hann sveipaði sig og særa hið takmarkalausa sjálfsálit hans. Þau höfðu aldrei verið góðir vinir, það voru aðeins fyrirmælin í erfðaskrá föður þeirra, sem hafði knúð þau til að vera saman svona lengi. Fredrick gamli Zeberlieff hafði skipt auðæfum sínum í tvo hluta. Öðrum átti að skipta jafnt milli sonar hans — bams konunnar hans sálugu — og dóttur, sem hafði misst móður sína fáum klukkutímum eftir að hún sá dagsins ljós. Hinum hlutanum átti iíka að skipta á milli bamanna, „með því skilyrði, að þau búi saman í fimm ár eftir dauða minn, og hvorugt þeirra gifti sig á þeim tíma. Því að það er ósk min, að þau kynnist hvort öðru betur og hið slæma sam- komulag, sem verið hefir á milli þeirra, hverfi við nánari kynni af kostum hvors um sig.“ Ýms fleiri ákvæði voru í erfðaskránni. Það var erfðaskráin, sem Vera Zeberlieff var að hugsa um, þegar hún gekk yfir að arninum og sló öskuna af sígarettunni. „Sambúð okkar getur, samkvæmt erfðaskránni, lokið eftir einn mánuð,“ sagði hún. Hann kink- aði kolli. „Ég hlakka til að fá peningana," viðurkenndi hann, „og kvið heldur ekki fyrir — —“ „Að sjá mig ekki framar,“ bætti hún við. „Hið síðara erum við víst eins sammála mn og hið fyrra.“ Hann svaraði engu. Hann beið alltaf lægra hlut í þessum orðasennum, og hún hélt áfram að reykja i þögulli hugsun. „Ég ætla upp í verkfræðiháskóla til að úthluta verðlaunum," sagði hún og beið eftir hinum venju- legu hásyrðum. „Southwood-skólann ? “ Það, sem skeð hefir liingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. Á bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig ,,L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin i London. En hann á sina and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, herra Leete. Kerry hefir gert til- boð í Gouldingsverzlunina, sem Leete er einnig eigandi að, en hann vill ekki ganga að því. Elsie býr hjá frú Gritter í Smith Street og dóttur hennar, sem er drykkju- ræfill. Þar býr einnig Gordon Bray, sem ætlar að verða húsameistari. Dóttir frú Gritters finnst myrt í rúmi Elsiear. Kerry hefir trúað Elsie fyrir því, að hann hati Zeberlieff af því að hann hafi hagað sér svívirðilega gagnvart konu. Hún kinkaði kolli. „Þú virðist vera orðin háttsett meðal forustu- manna góðgerðarstarfseminnar,“ sagði hann og brosti hæðnislega, „ég yrði ekkert undrandi, þó að ég heyrði einn góðan veðurdag, að þú værir gengin í klaustur." „Ég veit um annan, sem mundi verða undr- andi,“ sagði hún. „Hvern?“ spurði hann snögglega. „Mig,“ svaraði Vera kuldalega. Það rumdi i honum og hann lét fallast niður í stólinn aftur. „Það er sannarlega óheppni fyrir þig, að ég skuli ekki giftast," hélt hún áfram. „Ef ég gerði það áður en tíminn væri liðinn, mundir þú fá allan arfmn!“ „Ég kæri mig ekkert um, að þú giftir þig,“ hreytti hann út úr sér. Hún brosti um leið og hún bar sígarettuna upp að vörunum. „Veslingurinn!“ sagði hún stríðnislega. Svo bætti hún við alvarlegri: „Hermann, það ganga hroðalegar sögur um þig á daginn." Hann leit kuldalega á hana. „Hvað er það, og hverjir segja það?“ spurði hann. „Blaðamenn og alls konar fólk, sem maður rekst á. Þeir segja, að þú sért viðriðinn — —“ Hún þagnaði og leit á hann. Hann mætti augna- ráði hennar án þess að hvika. „Nú ?“ „Grimmilegt morð í Southwark.“ „Slúður," sagði hann hlæjandi. „Þeir gætu eins grunað erkibiskupinn af Kantaraborg. Það er allt- of bjánalegt.“ „Ég veit það ekki,“ sagði Vera. „Stundum er ég beinlínis hrædd við þig. Þér er trúandi til alls, ef peningar og völd eru í aðra hönd.“ „Eins og til dæmis hvers?“ „Að drýgja morð og annað þess konar," sagði hún. „Það er mikið af ósviknu, tékknesku blóði í okkur, Hermann, já, stundum ferðu svo i taug- arnar á mér, að ég gæti drepið þig.“ Hann ók sér órólega á stólnum. „Hafðu hurðina þína læsta,“ sagði hann og klemmdi saman varirnar. „Ég geri það alltaf,“ svaraði hún, „og ég hefi alltaf litla skammbyssu undir koddanum, þegar ég sef.“ Hann tautaði eitthvað um barnaskap og hélt áfram að lesa í blaðinu. „Þú veizt,“ sagði hún hugsandi, „að það mundi skipta afarmiklu máli fyrir þig, ef ég dæi allt i einu af eitrun — eða hvers konar sjúkdómar það eru nú, sem fólk deyr af — eða ef ég gengi i svefni og dytti út um gluggann.“ „Talaðu ekki svona ljótt," sagði hann. „Það mundi gera þig sjö milljónum ríkari, borga öll töp þin og gera þér fært að halda áfram baráttunni við hinn laglega, gráhærða King Kerry." Hann stóð á fætur og dauft bros lék um var- ir hans. „Ef þú heldur áfram þessu þvaðri, þá fer ég,“ sagði hann, „þú ættir að giftast, það er farinn að koma piparkerlingartónn í þig.“ Hún kastaði til höfðinu og hló dátt. „Af hverju krækirðu þér ekki í einn af stúdentunum þínum?“ sagði hann hæðnislega. „Gifstu honum — gerðu hann hamingjusaman, þú getur komið því i kring.á einum mánuði. Með iðninni gætir þú sjálfsagt kennt honum að tala sæmilega óbjagað." Hún hætti að hlæja og horfði á hann, þar sem hann stóð við hálf opna hurðina. „Þú ert meinfyndinn," sagði hún. „Veslings pabbi fann það víst aldrei eins greinilega og ég. Þú hefir það sennilega úr móðurættinni." „Láttu ætt móður minnar i friði," sagði hann æfareiður. „Já, það skal ég gjarnan gera,“ sagði hún. „Ef yfirvöld Bandaríkjanna hefðu einnig látið hana í friði, mundu margir af ættingjum þinum hafa dáið eðlilegum dauðdaga." Hann skellti á eftir sér hurðinni áður en hún hafði lokið við setninguna. Um leið og hurðin var skollin aftur, hvarf hæðnisbrosið af vörum hennar og hún varð áhyggjufull á svipinn. Hún fleygði frá sér sígarettunni og gekk yfir gólfið að litlu skrifborði á milli glugganna. Þar sat hún stundarkorn með penna í hönd og blað fyrir framan sig. Hún var á báðum áttum. Ef hún skrifaði, mundi hún bregðast hálfbróður sínum. En hún hafði engar skyldur gagnvart honum. Á bak við hina djúpu fyrirlitningu hennar leynd- ist stöðugur ótti, ótti, sem stundum varð að hams- lausri skelfingu. Ekki einu sinni, heldur oft og mörgum sinnum síðasta árið, hafði hún séð svo kuldalegan og lymskulegan svip í augum hans, svo eitrað augnatillit, að það fyllti hana hryll- ingi. Hún hugsaði um allar þær lymskulegu til- raunir, sem hann hafði gert til að gifta hana, mennina, sem hann hafði komið henni i kynni við og þá hneykslanlegu aðstöðu, sem hann hafði hvað eftir annaö reynt að koma henni í. Á þvi augnabliki, sem hún var gift, var hún sama og dauð hvað arfinum viðvék, og ef hún yrði ekki gift fyrir 30. þessa mánaðar, mundi hún þá vera i lifenda tölu? Hún vissi, að það hafði borið á geðveiki í móð- urætt Hermanns. Móðir hans hafði dáið á geð- veikrahæli. Tveir af nánustu ættingjum hennar höfðu endað ævina í rafmagnsstólnum og annar frændi hennar hafði vakið hrylling allra í San Francisco með hrottalegu mörði. Hún hafði fulla ástæðu til að trúa því, að Hermann hefði verið viðriðinn eitthvert sóðamál í New York, og að einungis með því að borga fórnardýrinu og ætt- ingjum þess mörg hundruð þúsund dollara, hefði liann sloppið hjá opinberu hneyksli. Svo var það málið með Sadie Mars, hina ungu, fallegu bánka- stjóradóttur frá Boston. Það gátu engir peniijgar þaggað niður, en ættarstolt og staða fjölskyld- unnar í þjóðfélaginu hjálpuðu Hermanni í þetta sinn. Hann fór til útlanda og ungu stúlkunni varð á að táka full stóran skammt af svefnlyfi. 1 fótspor hans fylgdu sorg og óhamingja. Allt, sem hann gerði, var illt og ljótt. Hann rétti lífsins drykk að hinum saklausu vörum, og það var eitur og ólyfjan. Allt þetta hugsaði hún, svo byrjaði hún að skrifa, hún þakkti hverja örkina á fætur annarri með fíngerðu rithöndinni sinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.