Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 7
t VIKAN, nr. 37, 1940 7 Hið nýja andrúmsloft kafaranna Síðustu áratugina hafa verkfræðingar og vísindamenn átt í stöðugri glímu við tvö þýðingarmikil viðfangsefni: aðferð til að útiloka brunahættu í loft- skipum og aðferð, sem gerir köfurum kleift að vinna störf sín óhindraðir á miklu dýpi. Helium varð, þótt undarlegt megi virð- ast, lausnarorð þessara ólíku viðfangsefna. Helium er lofttegund, sem er sjö sinnum léttari en andrúmsloftið og getur ekki brunnið. Kafanir hafa tíðkazt allt frá upphafi vega — að minnsta kosti allt frá þeim tíma, að Kleopatra lét kafara kafa til þess að hengja fisk á krókinn hjá Marcusi Antoniusi til að þóknast honum, — en þan- þol lungnanna er takmörkum háð og jafn- vel beztu sundkafarar geta ekki verið nema eina mínútu neðansjávar og það aðeins skammt undir yfirborði. Svo fundu menn upp kafarabúninginn. Það er vatnsheldur alklæðnaður og kopar- hjálmur, sem dælt er í lofti til að vega upp á móti þrýstingi vatnsins. I honum gátu kafararnir komizt allmiklu dýpra og verið lengur niðri. Á þessu var þó sá hængur, að þegar kafararnir komu upp af 25 til 30 metra dýpi, veiktust þeir af mjög dularfullum sjúkdómi, sem annað hvort leiddi til dauða eða ævilangrar lömunar. Frakkinn Berth uppgötvaði, að sjúkdóm- urinn stafaði af því, að kafararnir flýta sér að lokinni vinnu upp á yfirborðið og verða þá fyrir svo snöggum breytingum á loftþrýstingi, að líkami þeirra — lungu, hjarta og taugakerfi — þola það ekki. Berth ráðlagði því að fara hægt upp á yfirborðið og það dugði. Skýring Berths var sú, að hið eitraða köfnunarefni í andrúmsloftinu, sem menn anda frá sér undir venjulegum kringum- stæðum, þrýstist ásamt súrefninu inn í blóðið og þaðan inn í hjarta og taugakerfi, vegna hins mikla þrýstings, sem er inni í kafarabúningnum. Þegar þrýstingurinn minnkar of ört, vegna þess að kafarinn fer of fljótt upp á yfirborðið, kemur köfn- unarefnið aftur út í blóðið í bólum — alveg eins og kolsýrubólur myndast, þegar þrýst- ingurinn er minnkaður í sodavatnsflösku með því að taka tappann úr henni. Ef mikið af köfnunarefnisbólum berst með blóðinu til hjartans, deyr kafarinn, en ef þær sitja fastar í taugamiðstöðvunum, or- sakar það kvalarfulla lömun. En ef kaf- arinn fer nógu hægt upp, seytlar köfnun- arefnið út í örsmáum bólum og veldur ekki verulegu tjóni. Kafaraútbúnaðurinn var stöðugt endur- bættur og kafararnir gátu orðið komizt niður á 100 metra dýpi sér að skaðlausu, en því fylgdi alltaf sá ókostur, að kafar- Með aðstoð heliums hafa menn komizt niður á 125 metra dýpi. arnir urðu ,,ölvaðir“ af áhrifum köfnunar- efnisins 'og misstu oft meðvitund na. Fyrir skömmu fann svo amerískur sjó- liðsforingi, C. B. Momsen að nafni, upp á því, að blanda andrúmsloft kafarans með helium, en taka burtu köfnunarefnið. Heli- um er 7,03 sinnum léttara en köfnunarefni og er svo tregt, að það gengur ekki í sam- band við nokkurt annað efni, og kenning Momsens var sú, að það mundi hverfa fyrr úr líkamanum en köfnunarefnið og því ekki valda veikindum eða ,,ölæði“. Tilraunir, sem gerðar voru á köfurum í stórum vatnsgeymum, gáfu ágætan árangur og sýndu, að kafarar, sem verið höfðu niðri á 100 metra dýpi, fundu ekki til neinna óþæginda, þegar þeir komu upp og höfðu aldrei misst meðvitundina á með- an þeir unnu niður við botninn. Eini gallinn á helium er sá, að það er töluvert betri hitaleiðari en andrúmsloftið, svo að kuldinn ásótti kafarana meira en áður. Momsen klæddi því kafara sína í þykk, rafhituð nærföt og sendi þá svo niður í djúp hafsins. Bezti kafari hans heitir Badders. Hann hefir komizt niður á 405 feta dýpi — eða um 125 metra, — þar sem hitinn var að- eins 2 gráður og þrýstingur vatasins 195 tonn. Hann gat unnið störf sín óhindraður án þess að kuldinn eða þrýstingurinn háði honum nokkuð. Momsen og dr. Behnke aðstoðarmaður hans eru sannfærðir um, að með smávægi- legum breytingum á kafarabúningnum muni kafararnir geta komizt niður á 250 metra dýpi. Keratin er eitthvert merkilegasta efnið, sem myndast í líkömum manna og dýra. Það er aðalefnið, ekki einungis í því, sem mjúkt er, svo sem ull, húð, hári og fiðri, heldur einnig í hörðum efnum, eins og hornum, hófum, nöglum, klóm og hreistri. # Þjóðverjar búa til benzín og smurnings- olíu úr kolum, og úr einu úrgangsefninu, sem kemur fram við þá vinnslu, framleiða þeir nægilegt fituefni í alla sápufram- leiðslu landsins. Einnig í þessum kafarabúningi, sem þolir þrýsting vatnsins á 500 metra dýpi, er notað helium.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.