Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 37, 1940 15 Frímerkjapakkar Irá Norðurlöndum (Daiimörk, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð). 100 mismunandi tegundir kr. 2.25 200 ---- -------- — 4.50 300 ---- ------- — 6.50 Sent gegn póstkröfu. GlSLI SIGURBJÖRNSSON, Kvík. — P. O. Box 702. Lausn á 54. krössgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Radíósenditækin. — 12. Ýsa. - 13. Fæð. — 14. Áta — 15. Y. Y. — 17. Asi. — 19. Slí. — 20. Ös. — 21. Klóraði. — 24. Lögðust. — 26. Eg-o. — 27. Rullaði. — 29. Nár. — 30. Ljós. — 32. Njáll. — 33. Fanö. — 34. S. A. — 35. kæna. Verðlag á kartöllum er ákveðið þannig á tímabilinu 15. september til 31. októ- ber 1940: Heildsöluverð Grænmetisverzlunar ríkisins skal vera kr. 34,00 pr. 100 kg. — Smásöluálagning — við sölu í lausri vigt — má ekki vera hærri en 35% miðað við heildsöluverð Grænmetisverzlunar ríkisins. Verðið er miðað við 1. fiokks vöru. Það er ákveðið svo til ætlast, að framleið- endur, eða þeir aðilar er annast sölu fyrir þá, selji ekki 1. flokks kartöflur undir hinu ákveðna verði, krónur 34,00 hver 100 kíló. 4. september 1940. Verðlagsnefnd Grænmetisverzlunar ríkisins. gerandi betra tafl. 12. —,,— Ke8—e7. 13. b2—b4!! Kemur á óvart. Tilgangurinn með þessum leik er sá, að þvinga algerð yfir- ráð yfir reitnum (e5). Ef t. d. Rxb4, þá 14. B—g3! Eða Dxb4. 14. R—d5f! Svart á því varla um annað að velja en flýja. 13. — Da5—f5. 14. Bh4—g3, Df5 x f6. 15. b4—b5, Bf8—g7. 16. b5xc6, b7Xc6. 17. Bg3—e5, Df6—g6. 18. Ddlxd4, Ke7 —f8. 19. Hal—bl, Kf8—g8. 20. Hbl—b7, Bg7Xe5. 21. Rf3xe5, Dg6xc2. 22. Hb7 x c7, Hh8—h7. 23. Re5 x c6, Dc2 x a2. 24. Rc6—e7f, Kg8—f8. 25. Dd4—e4! Gefið. Ó. Kinnmark varð skákmeistari Gauta- borgar 1940. Óli Valdimarsson. SKÁK Prússneski leikurinn. Qautaborg 1940 Hvitt: O. Kinnmark. — 37. Lama. — 39. An. — 40. Rut. — 41. Róa. — 43. Önd. — 45. Búnta. — 46. Agnar. — 48. Ida. — 49. Skó. — 51. Ust. — 53. Rb. — 55. Arna. — 57. Gert. — 59. He. — 60. Maur. — 62. Ágeng. — 64. Unir. — 66. Ann. — 67. Smalans. — 69. Óla. — 70. Fauskur. — 72. Rindill. — 74. Ar. — 75. Kar. — 77. Rúa. — 78. A. D. — 79. Far. — 80. Óar. — 82. 111. — 84. Spákaupmennskan. Lóðrétt: 1. Reykelsi. — 2. Dý. — 3. Isar. — 4. Oasar. — 5. Ef. — 6. Næm. — 7. D. Ð. — 8. Tálgi. — 9. Ætíð. — 10. K. A. — 11. Náströnd. — 16. Ylgja. — 18. Iðunn. — 19. Söðla. — 20. Ósána. — 22. Ó. Ó. Ó. — 23. Iljar. — 24. Lalla. — 25. Una. — 28. Lá. — 31. Skundar. — 33. Fannst. — 36. Ættar. — 38. Mögvr. — 40. Rúi. — 42. Ósk. — 44. Dat. — 47. Ormafans. — 49. Sagar. — 50. Ógnar. — 52. Beraldin. — 54. Banar. — 56. Nám- ur. — 58. Egnir. — 59. Hilla. — 61. Unu. — 63. El. — 65. Nói. — 67. Skara. — 68. Snúinn. — 71. Skak. — 73. Dals. — 76. Ham. — 79. Fá. — 80. Öp. — 81. Re. — 83. L. K. Svart: Ragnar Gustavson. 1. e2—e4, e7—e5. 2. Rgl—f3, Rb8—c6. 3. d2—d4, e5 x d4. 4. Bfl—c4, Rg8—f6. 5. 0—0! Rf6 x e4. 6. Hfl—el, d7—d5. 7. Bc4 x d5, Dd8xd5. 8. Rbl—c3, Dd5—a5. 9. Rc3 x e4, Bc8—e6. 10. Bcl—g5. Venju- legt áframhald er: 10. Re4—g5, 0—0—0. 11. RXe6, f xe6. 12. Hxe6, D—f5. 13. D—e2, h7—h6. 14. a2—a3, g7—g5 og svart hefir að minnsta kosti jafn gott tafl. 10. — h7—h6. 11. Bg5—h4, g7—g5? Bezt er 11. —Bf8—b4! 12. Re4—f6f! Upphaf að heiftugri árás! í skákinni Ols- son-Bogoljubow varð áframhaldið þannig: 12. Bh4—g3, 0—0—0 og svart hefir af- Barnabálkur. VlTRA DROTTMIMfilN. ÆVINTÝRI EINU SINNI fyrir fjölmörgum ár- um var ung stúlka, sem bjó ein síns liðs í jaðrinum á skógi nokkrum. Hún var bláfátæk, en svo var hún vitur, að menn komu langar leiðir til hennar, til þess að leita ráða. Þá bar svo til, að hirðmaður nokkur sagði konunginum frá henni. Konungurinn var ungur og ókvæntur. ,,Er það satt, að hún sé svona vitur?“ spurði'kon- ungur. ,,Já,“ svaraði hirðmaðurinn, ,,hún er jafn vitur og hún er fögur.“ „Er hún líka fögur?“ spurði konung- ur forvitnislega. „Já, hún er fríðasta stúlkan í ríkinu.“ „Segðu henni," sagði konungurinn, „að ég skuli gera hana drottningu mína, ef hún getur gert það, sem ég set henni fyrir. Hún á að koma hingað til hallarinn- ar, en hvorki má hún ríða, ganga né aka og hún má hvorki vera nakin né klædd." Þegar ungu stúlkunni komu þessi boð, fór hún úr fötunum, leysti hárið, sem var bæði mikið og fagurt og vafði utan um sig neti. Hún var þá í engum fötum, en þó ekki nakin. Því næst batt hún netið í kýrrófu og kýrin dró hana upp að höllinni. Hún reið þvi hvorki né ók eða gekk. Kon- ungi fannst svo til um fegurð hennar og viturleik, að hann gekk þegar í stað að eiga hana. Þau unnust mjög og voru hamingjusöm. — Nokkru síð- ar var markaður haldinn í borginni. Bændur komu til markaðsins með kýr sínar og hesta. Bóndi nokltur hafði meðal annars komið með fol- aldsmeri. Honum þótti mjög vænt um folaldið, en þegar hann litlu síðar fór að gá að því, var það horfið. Hann leitaði þar til hann fann það milli tveggja kúa, sem nágranni hans átti. En er hann ætlaði að fara með fol- aldið, setti granni hans þvert bann fyrir. Hann sagði, að önnur kýrin sín hefði átt það. Þeir fóru nú að rífast um þetta og lauk svo, að þeir lentu i áflogum. Þá komu varðmennirnir að og leiddu þá fyrir konung, er dæmdi öll mál, manna. Eigandi fol- aldsins hugði auðvitað, að konungur myndi dæma sér það aftur. Hann varð því mjög hissa og hræddur, er dómur konungs féll á þá leið, að eig- andi kúnna,, sem folaldið var hjj., skyldi líka eiga folaldið. Aumingja maðurinn varð að fara heirri folalds- laus. Þetta fékk svo mikið á hann, að hann varð hálfringlaður. Þá réði kona hans honum, að hann skyldi fara til hallarinnar og segja drottn- ingu frá málavöxtum. Hann gerði sem kona hans sagði, og drottningin lagði ráðin á, hvernig hann skyldi fara að. — Morguninn eftir reið kon- ungur út, eins og vandi hans var. Þá sá hann fyrir framan höllina mann með stórt net, er hann dró eftir göt- unni, eins og hann væri að reyna að veiða í það. „Hvað ertu að gera?“ spurði konungur. „Ég er áð veiða," svaraði maðurinn. „Fíflið þitt! “ kall- aði konungur, „ætlarðu að þú getir veitt á götunni?" ,,Já,“ svaraði mað- urinn. „Þegar þau undur koma fyrir, að kýr bera folöld, hvi skyldu menn þá ekki geta veitt fisk á götunum?" „Nú skil ég,“ kallaði konungur reiði- lega. „Ég heyri að þú hefir farið á fund drottningarinnar og spurt hana ráða. Þér hefði aldrei dottið þetta í hug sjálfum. Játaðu strax, að drottn- ingin hafi ráðið þér þetta.“ Maður- inn þorði ekki annað en játa það, og konungur sneri þegar aftur til hall- arinnar. Drottningin varð mjög skelkuð, er hún sá reiðisvipinn á kon- ungi. „Þú hefir svikið mig,“ kallaði konungur. „Þú gengur í lið með ókunnum mönnum til þess að hafa mig að háði og spotti!“ „Nei, en ég vildi að þú sæir fram á, að þú hafir dæmt rangan dóm.“ „Konungar dæma ekki ranga dóma,“ svaraði konungur reiðilega. „Ég vil ekki eiga þig lengur sem drottningu. Þú getur farið heim í kofann, sem þú áttir heima i áður. Þú mátt þó fara með það með þér, sem þér þykir vænst um.“ Drottningin fór að gráta og sagði: „Herra konungur. Viltu ekki drekka með mér skilnaðarskál vegna ástar þeirrar, sem þú hefir borið til mín?“ Konungur játaði þessu og drottning lét koma með vín. Hún lét i laumi svefnduft i glas ltonungs, og hann steinsofnaði, þegar hann hafði drukkið úr glasinu. Því næst skipaði drottning þjónum sínum að bera kon- ung út í kofann sinn, og er konungur vaknaði, undraðist hann að vera í litlu og fátæklegu herbergi og að drottningin skyldi sitja á rúmstokkn- um. „Hvað er þetta?“ spurði hann hissa. „Hvar er ég?“ „Þú ert hjá mér, elsku vinur,“ svaraði drottning- in. „Þú leyfðir mér að fara með það, sem mér þætti vænst um — og mér þykir vænst um þig!“ Konungur komst svo við, að honum rann reiðin. Hann faðmaði drottninguna og ltyssti og bað hana fyrirgefningar. Þau fóm síðan til hallarinnar og rétti eigandi folaldsins var kallaður fyrir konung. Hann fékk aftur folaldið sitt og mik- ið fé í skaðabætur, en hinum var varpað í fangelsi fyrir að hafa logið þvi, að kýr hans hefði borið folald. — Og eftir þetta leitaði konungur jafnan ráða hjá drottningu og iðrað- ist þess aldrei, þvi að hún var bæði mild og góð og réttlát.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.