Vikan - 12.09.1940, Síða 4
4
VIKAN, nr. 37, 1940
Hvers vegna þakkaði hann nú, eins og
þau væru að skilja að fullu. Hann talaði
ekki um heimkomu. Ef til vill bjó meira
í hug hans en hann gerði uppskátt. Hún
sat eftir hrygg og sár, þegar hann var
farinn. Þetta sama kvöld kom Jóhannes
til hennar. Hann var ekki heillandi maður,
en drengilegur og staðfastur. Hann unni
henni og það var henni uppreisn nú, þegar
henni fannst, að hún hefði verið yfirgefin.
Hún beið með óþreyju eftir bréfi frá
Hlöðver. Það kom eins fljótt og nokkur
sanngirni var að vænta þess. Gott, hlýlegt
og hressandi bréf, sem fjallaði um ferð
hans, hún þrílas það, og lagði það frá sér
vonsvikin. Hin' næstu bréf voru í sama
anda, engin upprif jun á endurminningum
þeirra, engar framtíðaráætlanir, sem
snertu þau bæði. Ef óvissa, uggur og særð-
ur sjálfsmetnaður hefðu ekki níst hjarta
hennar, hefði hún notið þess, hve hann
lýsti ferðalagi sínu og daglegum háttum
af mikilli hreinskilni. Það var að vísu gott
og blessað, en það fullnægði henni ekki.
Hana þyrsti eftir ástúð, langaði framar
öllu öðru til að lesa um það í bréfum hans,
að hvert, sem leið hans lægi leitaði hug-
urinn alltaf til hennar. Og heimkoman og
endurfundir þeirra væri ljúfasta takmark
þessarar ferðar. Og þegar hann kæmi
heim — — —. En það var ekkert um
þetta. Henni fannst hann vera gagntekinn
af ferð sinni og viðfangsefnum og frásagn-
arþörf hans og frásagnargleði fengi út-
rás í þessum bréfum til hennar, sem ávallt
hafði hlýtt á hann fús og fagnað þeim
trúnaði, sem hann sýndi henni. Sjálfs sín
vegna hafði hann tjáð henni trúnaðarmál.
Sjálfs sín vegna hafði hann haldið vin-
áttu við hana í þrjú ár. Hún hafði verið
honum hentug, hljóðlát og hlédræg um sín-
ar óskir, alltaf tekið fyllsta tillit til hans
og aðstöðu hans. Nú var aðstaða hans
breytt, en hann var samur og áður. Enn
sem fyrri mundi hann líta á kærleika henn-
ar sem sjálfsagða fórn og finnast að hún
gæti beðið, hennar vegna þyrfti hann ekki
að vinda bráðan bug að neinni ákvörðun.
Ef til vill mundi hann aldrei kjósa hana
sér til langfylgdar. Verða menn ekki leiðir
á konum, sem alltaf leitast við að verða
þeim til geðs? spurði hún sjálfa sig í
angist.
Hún var óendanlega óhamingjusöm
þessa vetrarmánuði. Henni fannst hún
hafa óvirt sjálfa sig, og bæri því sjálf sök
á tómlæti Hlöðvers. Sennilega mundi hug-
ur hans hneigjast til annarrar konu, sem
hefði heitara skap og sterkari vilja, konu,
sem fengi vald yfir honum og beitti því.
--------Annars hugar hlustaði hún á
ástarjátningu Jóhannesar og óskaði þess,
að Hlöðver sæti hjá henni í hans stað, en
við þessar heitu þrár, sem beindust að
henni, var þó eins og hún vaknaði til fyllri
meðvitundar um sína eigin verðleika og
metnaði hennar yxi afl. Aldrei framar
skyldi hún hylja líf sitt bak við hálfgagn-
sæ húmtjöldin, héðan í frá ætlaði hún að
ganga eftir geislabraut.
,,Ég vildi geta varðað veg þinn ljósi,“
sagði Jóhannes.
,,... Enn eigum við eftir að hittast í
húminu —“ las hún í bréfi frá Hlöðver.
Hann ráðgerði heimkomu tiltekinn dag,
síðan þessi orð: ,,Enn eigum við eftir að
hittast í húminu.“ Ef til vill sveigðust orð
hans aðeins að árstíðinni, en þau snurtu
hana óþægilega. Ekkert um framtíð þeirra,
ástir þeirra, aðeins fundur í húminu.
Hún hafði setið á tali við Jóhannes, eða
öllu heldur hlýtt á tal hans, þegar póstur-
inn bar henni bréfið. Hún opnaði það
óstyrk af eftirvæntingu og stakk umslag-
inu eins og í leiðslu inn á milli bréfa í borð-
skúffu.
„Afsakaðu mig andartak,“ sagði hún við
Jóhannes, og sneri sér undan til að lesa
bréfið. Ekkert svar við þrám hennar, henni
kólnaði um hjartað.
„Sittu ekki þarna í skugganum, flyttu
þig í ljósið, vina mín,“ sagði Jóhannes.
Ákvörðun hennar var tekin. Hún skyldi
sýna Hlöðver, að hún væri ekki eins og
dauður hlutur, sem hann gæti lagt frá sér,
þegar honum hentaði og gengið að vísum,
þegar honum þóknaðist. Þetta kvöld ját-
aðist hún Jóhannesi. í gær opinberuðu þau
trúlofun sína, í dag kom fregnin um hana
í blöðunum. Hún hafði hagað þessu þannig
til þess að Hlöðver vissi jafnskjótt og
hann kæmi heim, að hann hefði misst hana.
Það mundi áreiðanlega særa hann á ein-
hvern hátt og þá hefði hún fengið hefnd.
Hefnd! Það var svo óumræðilega fánýtt
nú, þegar hún sat og beið unnustans, en
hefði þó þúsund sinnum heldur kosið að
fagna Hlöðver um leið og hann stigi á land.
En beiskjan í sál hennar hafði krafizt upp-
reisnar, hvort sem sú uppreisn hét hefnd
eða eitthvað annað, og fyrir þessa upp-
reisn hafði hún fórnað frelsi sínu. Hún
mundi aldrei þurfa að fela neitt framar,
það yrði virðuleg kona, sem heimurinn sæi
í hinum nýja þætti lífs hennar. En yrði
skarð hamingjunnar fyllt? Hún hristi höf-
uðið dapurlega. Það var eins og nafnið
Viftið þér það?
1. Hvað hét franski byltingamaður-
inn, sem myrtur var í baðkeri?
2. Hver nam Hornafjörð?
3. Hvaða franski stjórnmálamaður
var kallaður „tígrisdýrið"?
4. Hvaða ás var guð gróðurs og
vaxtar ?
5. Hvað hét fyrsti forseti Banda-
ríkja Norður-Ameríku ?
6. Hver er þingmaður Borgfirð-
inga?
7. Hvaðan eru tómatarnir komnir?
8. Hve breitt er Gibraltarsund, þar
sem það er þrengst?
9. Hver er forseti Fiskifélags Is-
lands ?
10. Hvaðan er álitið að Zigaunarnir
séu upprunnir?
Sjá svör á bls. 14.
Hlöðver væri leikið án afláts á grátklökkv-
an streng, þannig hljómaði það í huga
hennar. Nú var hann að koma heim, og hér
sat hún, heitbundin öðrum manni, horfði
á glampandi einbauginn á fingri sér og
fannst hann þyngja hönd sína.
Það var orðið um seinan að snúa við,
þótt hún kysi hinn hlýja, húmaða heim.
I fallegu skríni í læstum skáp geymdi
hún bréfin frá Hlöðver, hún ætlaði ekki
að lesa þau núna, hana langaði aðeins til
að sjá skriftina hans, þessa rólegu, fögru
pennadrætti. Allt í einu mundi hún eftir
umslaginu, sem hún hafði stungið ofan í
. borðskúffuna, leitaði milli bréfa og blaða-
úrklippa og fann það. I flýtinum, þegar
hún stakk því ofan í skúffuna, hafði hún
ekki athugað það nægilega, nú fann hún
ofurlítinn miða, sem hafði verið stungið
inn undir fóður umslagsins, hún sléttaði
úr honum og las:
Vina mín.
Undanfarin ár hefi ég átt ljúfustu
stundir lífs míns á laun með þér. Nú
breytist þetta, þá vissu eigum við ef-
laust bæði. Þú mátt trúa því, að ég
fagna framtíð bkkar beggja, og þó
skilst ég með söknuði við liðna tím-
ann og legg þessar línur í felur til
að minnast hans. H.
Arnhildur starði fram undan sér snjó-
föl, jafnvel tálrósirnar á vöngum hennar
virtust hafa bliknað.
„Of seint, of seint,“ stundi hún. Of seint
komu þessi ástarorð, sem hjarta hennar
hafði saknað svo sárt, þráð sér til ómæl-
anlegrar kvalar og örvænt um. Hvors sök
var þyngri, hennar, sem í örvæntingu sinni
og særðum sjálfsmetnaði hafði kastað
hamingju þeirra beggja á glæ, eða hans,
sem hafði þagað hjartadraum hennar í
hel?
Þrír fjórðu hlutar af silfurframleiðslu
heimsins fást úr úrgangsefnum þeim, sem
koma fram við vinnslu á kopar, zinki og
blýi. Aðeins fjórði hlutinn er úr sérstök-
um silfurnámum.
*
Algerlega saltlaus fæða — ef hún væri
til — mundi vera hverjum manni lífs-
hættuleg. Að margar milljónir manna, já,
jafnvel heilir kynflokkar, eins og til dæmis
Eskimóar, geta lifað góðu lífi, án þess að
setja nokkurn tíma salt í fæðuna, stafar
af því, að náttúran hefir séð fyrir nægi-
legu salti í fæðutegundum þeim, sem þeir
lifa af.
Ensk sjúkrahús hafa gert ráðstafanir
til þess, að radiumforði þeirra sundrist
ekki út í veður og vind við sprengjuárásir
og geti þannig orðið hættulegur lífi og
heilsu manna. Þau hafa látið búa til sér-
stök rör, sem ganga fimmtán metra niður
í jörðina, og þangað er radiumforðinn lát-
inn í hvert skipti sem merki er gefið um
loftárás.