Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 37, 1940 5 rlÖLL Framtíðarinnar. Jack London ræðst í að byggja stórhýsi, sem á að standa í aldaraðir, og afkomendur hans eiga að búa í, — en hann varð aftur fyrir vonbrigðum, Charmian fæddi honum dóttur, sem aðeins lifði í þrjá daga. Jack London náði brátt aftur sínum fyrri vinsældum, og samtímis fékk hann þær gleðifregnir, að Charmian ætti von á barni. Það varð honum hvatn- ing til að gera enn einn af sínum stóru draumum að veruleika. Hann fór að undir- búa byggingu á húsinu, sem hann ætlaði að búa í það sem eftir var ævinnar. Stað fyrir það hafði hann valið í fallegu dal- verpi á Hills Ranch, umgirt vínekrum, plómu- og manzanitatrjám. I húsinu átti að vera rúm fyrir einkabókasafn hans, sem var 4000 bindi, fyrir heila hlaða af hvít- um pappaöskjum, þar sem hann geymdi stjórnarskýrslur, pólitísk skjöl, blaðaúr- klippur, nöfn, lýsingar á þjóðsiðum og mállýzkum, ásamt kvæðum þeim, sem hann stöðugt batt inn í rauðar kápur. Þar átti líka að vera rúm fyrir bréfamöppur hans, sem voru fullar af verzlunarbréfum og einkabréfum, fyrir þrjátíu háa hlaða af svörtum kössum, sem hann geymdi í minjagripi frá flökkulífi sínu, frá Alaska, Kóreu og Suðurhafseyjunum, og þar sem hann geymdi líka öll leikföngin sín, gátur, spil, vatnsbyssur, slegna peninga, sem voru eins báðu megin, og önnur leikföng. Hann ætlaði að hafa stórt leikherbergi í kjallaranum, aðeins fyrir karlmenn, enn- fremur fallegt hljómlistaherbergi, þar sem Charmian og hinir mörgu söngelsku vinir þeirra gátu spilað og sungið, borðstofu, þar sem fimmtíu manns gátu setið að borðum, svefnherbergi handa sjálfum hon- um, þiljað með rauðvið með haganlega út- búnu náttborði við höfðalagið, þar sem hægt var að koma fyrir öllu því, sem Nakata birgði húsbóndann upp með fyrir nóttina. Þar gæti hann loksins fengið við- unandi vinnustofu með innbyggðum hljóð- ritara og rúmi fyrir einkaritara. Indíánar Alaska höfðu kallað hinn sig- ursæla, hvíta mann „Úlf“, og það orð hafði haft mikla þýðingu fyrir Jack, því að hann skoðaði sjálfan sig alltaf sem hinn sigur- sæla úlf. Hann notaði það í bókaheitum eins og í ,,Úlfhundurinn“ og „Úlfur Lar- sen“, og sjálfur skrifaði hann oft „Úlfur“ undir bréf til nánustu vina sinna, og nú var hann að byggja „Úlfahús“ hins mikla hvíta höfðingja. Hann vonaði heitt, að Charmian fæddi honum son, svo að hann gæti orðið forfaðir að mikilli ætt, sem um aldir sæti á hinu mikla óðali „Úlfahúsinu". Það átti að verða fallegasta og sérkenni- legasta heimilið í Ameríku. Húsið átti að byggja úr hinum stóru, rauðu steinum, sem svo mikið var til af í Mánadalnum. Hin þúsund ára gömlu, kanadísku rauðtré áttu að vera innviðurinn. Hann fékk húsameist- ara frá San Francisco, og í Santa Rosa fann hann ítalskan múrara, Forni að nafni, sem hann réði til sín til að sjá um bygging- una. Hvern stein í húsið átti að þvo og bursta með stálbursta, það átti að nota meira sement og minna kalk, svo að vegg- irnir gætu staðið til eilífðar. Einn af verka- mönnunum gerði ekkert annað en að sjá um, að veggirnir væru votir, svo að steyp- an þornaði ekki of fljótt; tvöf öld og sums staðar þreföld gólf áttu að vera á milli hæðanna. Innveggirnir áttu að vera úr timbri, og kopar í öllum þakrennum og rörum. Einstaklingshyggjan, sem var sterkur þáttur í eðli hans, krafðist þess, að húsið hans yrði stærsta höll Norður-Ameríku. Hinn sósíalistiski hugsunarháttur hans sýndi sig í því, að hann vildi borga verka- mönnum sínum góð laun og láta innrétta helming af herbergjum hússins sem gesta- herbergi. Hann lét Forni setja þrjátíu menn í vinnu við húsið. Vorið 1910 bauð hann Elizu London Shephard stjúpsystur sinni til sín og fékk hana til að standa fyrir búskapnum. Frú Shephard var fjörutíu og þriggja ára og nýskilin við mann sinn. Hún hafði orðið að þola mikið mótlæti síðan hún yfirgaf heimili Johns London í Livermore. En hún hafði ekkert breytzt. Dugnaður hennar var sá sami, og tryggð hennar við Jack hafði haldizt óbreytt í öll þessi ár. Hún elskaði hann eins og sinn eiginn son. Skömmu eftir að hún hafði tekið við bústjórninni, keypti Jack vínekrur Koh- lers, sem Ninetta Eames hafði svo oft hvatt hann til, þegar hann var í ferð sinni með „Snarken", og torveldaði með því mjög starfið fyrir Elizu. Ekrurnar kost- uðu 30,000 dollara, en þá átti hann alls ekki til, því að „Úlfahúsið" var í smiðum og átti samkvæmt útreikningum að kosta 30,000 dollara. Enga skynsamlega skýr- ingu er hægt að gefa á þessum kaupum. Jack London langaði til þess — og þá gerði hann það. Charmian fór til Oakland til að búa sig undir fæðingu barnsins. Jack lét hóp verkamanna ganga í að gera reiðveg, sem átti að liggja um jarðir hans og heim að „Úlfahúsinu“. Það átti að koma Charmian að óvörum, þegar hún kæmi heim með son- inn, því að í þetta skipti var hann viss um, að hann mundi eignast son. Hann dreymdi um þá stóru stund, þegar hann gæti sett son sinn á hestbak og riðið við hlið hans um þær 800 tunnur lands, sem hann átti að erfa í framtíðinni. Þann 19. júní fæddi Charmian dóttur,' Jack hafði yndi af að aka með Charmian langarleiðir i vagni, stundum með fjórum hesturn fyrir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.