Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 37, 1940 sem lifði aðeins í þrjá daga. Eliza sá um jarðarförina. Jack reikaði frávita af sorg inn á krá eina á þeim slóðum, þar sem hann hafði verið tíður gestur á sjómanns- árum sínum. Hann var með dagblaða- pakka undir handleggnum, og Muldowney, eigandi krárinnar, bar það á hann, að hann ætlaði að hengja upp auglýsingar á vegg- ina. Han réðigt á Jack og veitti honum slæma áverka. Jack lét taka hann fastan, en dómarinn vísaði málinu frá með þeim ummælum, að þetta hefðu verið áflog í ölæði. Réttarritararnir sendu þessi ummæli um „áflog í ölæði“ til allra blaða landsins, sem réðust ákaft að Jack fyrir að drekka sig fullan á meðan konan hans lægi á spítala og bamið hans væri nýdáið. Þegar nokkrir vinveittir menn skrifuðu honum, að fyrrnefndur dómari ætti lóðina, sem krá Muldowneys stæði á, skrifaði Jack dómaranum bituryrt skammarbréf, sem hann sendi fréttastofunum afrit af. Hann rakti gang málsins í bréfinu og endaði á þessum orðum: „Ég skal ná mér niðri á yður einhvern tíma, einhvers staðar, með einhverju móti, og reka yður í gegn með sverði laganna.“ Hann setti auglýsingu í öll blöð á Kyrrahafsströndinni, þar sem hann ósk- aði eftir upplýsingum um mútur, annað hvort pólitísks eða réttarfarslegs eðlis, sem þessi dómari kynni að hafa þáð ein- hverntíma. Hinar röngu ásakanir um „áflog í ölæði“, sem bornar höfðu verið á hann, voru síður en svo skemmtilegar, en þegar bréf hans til dómarans var birt í öllum blöðum Ameríku, hristu menn höf- uðið brosandi og sögðu, að hann væri stór drengur, sem aldrei hefið orðið fullorðinn. Eina hefndin, sem hann fékk, var hin eilífa hefnd skáldsins: hann skrifaði smásöguna „Óðal efans“, þar sem dómarinn fékk sín maklegu málagjöld og seldi hana „Satur- day Evening Post“ fyrir 750 dollara. Svo fór hann til Reno, blár og bólginn, til þess að vera viðstaddur hnefaleikamót sem fréttaritari „New York Herald“. Hann hafði yndi af slíkum kappleikjum, og á þeim tíu dögum, sem mótið stóð yfir, tókst honum að gleyma sorg sinni yfir barns- missinum. I fyrsta skipti fékk hann nú hugboð um, að hann mundi deyja áður en honum auðnaðist að eignast son og honum fannst líf sitt vera autt og ófrjótt, — og þó hafði hann gefið heiminum tuttugu og f jórar bækur. Undir eins og hann kom aftur til Oak- land notaði hann peningana, sem hann hafði unnið sér inn, til að kaupa sér fjórða seglbátinn, sem hann gaf nafnið „Flakk- arinn“. Undir eins og Charmian var orðin frísk fóru þau í langa skemmtiferð á bátn- um. Aðalánægja hans var samt að fylgjast með byggingu „Ulfahússins“, og hann gladdist yfir því, að verkamönnunum fór að þykja eins vænt um húsið og honum sjálfum, af því að þeir fundu, að þeir voru þátttakendur í sköpun mikils listaverks. Forni, sem sá um byggingu hússins, segir: „Jack var sá bezti maður, sem ég hefi nokkurn tíma þekkt. Hann var vin- gjarnlegur við alla og ég sá hann aldrei geðvondan á vinnustaðnum. Hann var sannur lýðræðissinni — heilsteyptur og ær- legur maður, sem hafði heimilislífið og vinnuna í hávegum. Aldrei hafði hann orð á því, að við værum óvandvirkir eða sein- virkir í þau fjögur ár, sem byggingin stóð yfir.“ Eftir því sem móðir Jacks eltist varð hún sérvitrari og erfiðari viðfangs. Þó að hann hefði keypt handa henni hús, fengið Jenny gömlu til að annast um hana og sent henni fimmtíu og fimm dollara ávís- un á hverjum mánuði, gekk hún á milli ná- grannanna í Oakland og sagði þeim, að Jack hjálpaði sér ekkert, og spurði þá, hvort þeir vildu nú ekki kaupa af henni heimabakað brauð, svo að hún hefði eitt- hvað til að lifa af. Sagan barst fljótt út og mönnum ofbauð þessi meðferð. Jack tók sér mjög nærri, þegar hann frétti þetta, og skrifaði henni bréf, sem sýnir vel hvað hann gat verið nærgætinn og þolinmóður. „Elsku mamma," skrifaði hann. „Ég vil aðeins koma þér í skilning um það, hvernig því er varið með gróð- ann af bra'uðsölunni þinni. Þegar bezt hefir gengið, hefirðu selt fyrir 7,50 dollara á mánuði. Bakarofninn kostaði 26 dollara. Ef þú notaðir nú allan gróðann, 7,50 doll- ara, í þrjá mánuði, til að borga með ofn- inn, þá hefðir þú sjálf unnið kauplaust í þessa þrjá mánuði og auk þess orðið að kaupa vinnu við hússtörfin, þar eð þú segir sjálf, að þú getir ekki annað hvoru tveggja, en það hlýtur að kosta þig minnst 7,50 dollara.“ Hann þekkti móður sína of vel til þess að reyna að skírskota til göfuglyndis henn- ar með því að segja, að hún eyðilegði mannorð hans í Oakland. Aðeins með því að skírskota til þess, sem hún sjálf áleit vera fjármálavit sitt, gat hann fengið hana ofan af áformi sínu. Bréfið hafði tilætluð áhrif. Flóra hætti að baka. En þá gaf hún í skyn, að hún ætl- aði að opna tízkuverzlun. Það gat Jack þó komið í veg fyrir nógu snemma. En svo fóru að streyma til hans reikningar fyrir alls konar dót, sem Flóra hafði keypt og hafði engin not fyrir, þar á meðal gim- steinar fyrir 600 dollara. Jack var alltaf nærgætinn við hana. I hvert skipti sem ný bók kom út eftir hann, sendi hann henni eintak með ástúðlegri áletrun. Aldrei lét hann á því bera, að hún særði hann með sérvizku sinni, en hann lifði í sífeldum ótta við hvaða tiltæki kynnu að fæðast næst á bak við litlu, stingandi augun og stál- römmuðu gleraugun hennar. Sú hugsun var farin að ásækja hann, hvort móðir hans hefði í raun og veru nokkurn tíma verið með fullu viti. En svo marghliða er manneskjan, að fóstursonur hennar, Johnny Miller, minnist hennar sem beztu konunnar, sem hann kynntist á lífsleiðinni, góðrar og ástríkrar móður og vinar, og fólk, sem um þær mundir naut píanó- kennslu hennar, minnist hennar sem gæf- lyndrar og elskulegrar eldri konu. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að hvíta kynstofninum f jölgar um helming á hverj- um áttatíu árum, þeim gula á sextíu og þeim svarta á fjörutíu. * I Bandaríkjunum hefir maður nokkur fundið upp riffiltegund, sem hann hefir boðið hernaðaryfirvöldunum einkarétt á. Hann er þannig gerður, að hlaupið er bogið svo að hermaðurinn getur skotið yfir brún skotgrafarinnar án þess að eiga á hættu að sjást, einnig er hægt að skjóta fyrir horn með honum. Jack London skoðar teikningar af „Úlfahúsinu" — höll framtíðarinnar. Hann hafði sjálfur ná- kvæmt eftirlit með byggingunni og sparaði ekkert til að gera það sem fullkomnast á allan hátt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.