Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 37, 1940 3 áttaskil,“ sagði Arnhildur um leið og hún kveikti á Ijósakrónunni í stofunni sinni. Öll ljós loguðu þar nú. Öðru vísi var áður fyrr, þegar litli ilm- vatnslampinn hennar eða kertislöguðu smálamparnir sitt hvoru megin við vegg- spegilinn voru einir um að brúa djúpið milli myrkurs og ljóss í þessari stofu, þess- um hlýja, húmaða heimi, sem geymdi svo margar minningar. Snöggvast lagði hún lófann yfir augun, óvön þessari geislandi birtu. Það var eins og hún væri stödd á ókunnugum stað, og þyrfti að átta sig á umhverfinu. Myndir og húsbúnaður glamp- aði ögrandi í ljóshafinu. Hún horfði á þetta með öryggisleysi feimins gests. Brátt hvarf þessi ókunnugleikakennd og jafnframt henni draumaró rökkursins. Arnhildur gekk að veggspeglinum og lauk snyrtingu sinni með liprum höndum. I tilefni þess að hún ætlaði í leikhúsið með unnusta sínum hafði hún klæðzt dökkum silkikjól, en ef til vill gerði hann fölva hennar of áberandi. Hún neri ögn af rauðu dufti um vangana, það mundi blekkja Jó- hannes, hann sæi sæld og hamingju þar, sem aðeins væru tálrósir. — Hún hafði játast Jóhannesi fyrir fáum dögum og óskað þess, að þau gerðu trúlofun sína opinbera á tilteknum degi, það var í gær. Nú horfði hún á glampandi einbauginn á fingri sér, rólega en fagnaðarlaust. „Þáttaskil,“ hafði hún sagt og kveikt öll ljós. Leik lífsins var ekki lokið enn, nýr þáttur átti að hef jast, í þeim þætti ætlaði hún að sýna þroskaðri og virðulegri leik en áður, sýna það með allri framkomu sinni, að hún væri kona, sem kynni að meta sjálfa sig, gera kröfur og fá þeim fullnægt. Hún ætlaði ekki lengur að hylja líf sitt bak við hálfgagnsæ húmtjöldin. Héðan í frá ætlaði hún að ganga eftir geislabraut. Hún lagði men um háls sér, gjöf frá unnustanum. Það fór hryllingur um hana, þegar það snart háls hennar og barm — ískalt. Hún hreyfði sig ofurlítið til þess að sjá, hvernig ljósið brotnaði í steinum mensins. „Svalt og bjart,“ sagði hún upphátt, gekk um stofuna og slökkti ljósin þar til aðeins eitt var eftir, við skyn þess ætlaði hún að bíða unnustans. --------Þótt hún yrði öll að hlust, sem skynjaði og aðgreindi sérhvert hljóð í skarkala strætisins gat hún þó ekki heyrt súg aldanna, þegar stefni skipsins klauf þær og þær féllu hvítfreyðandi frá súðum þess, og þó . . . . heyrði hún hann samt? Nei, það var blóð hennar sjálfrar, sem átti þennan þyt. — Mundi það valda hon- um miklum vonbrigðum að sjá hana ekki, þegar skip hans kæmi að landi ? I þr jú löng ár hafði hún beðið hans í skugga, beðið þess að hann kæmi til hennar eins og frjáls maður. Nei, hún hafði ekki beðið, hún hafði ekki gert kröfur til frelsis og hamingju fyrir sjálfa sig, aðeins verið til hans vegna. Hans vegna? Ójá, henni hafði oft virzt að svo væri það. En var það fylli- lega rétt? Hafði henni ekki verið það dýr- mætt að eiga vináttu hans — ást hans? --------Þegar hún missti manninn leika. Til hennar kom hann þreyttur og hryggur, hvíldist og tók aftur gleði sína. í þann hlýja, húmaða heim, þar sem þau áttu fundi, sótti hann styrk til að reynast öðrum vel, en hennar hamingja var eins og bros í gegnum tár. Hún gaf án eftir- sjár, þaggaði niður allar eigingirniskröfur og gaf eins og sá, sem veit, að auðæfi hans þrjóta aldrei. En þrátt fyrir fórnarlund, þrátt fyrir einlægan vilja til að afmá eigin óskir, sínar persónulegu kröfur, barðist hugur hennar á löngum andvökunóttum við örðug úrlausnarefni. Henn fannst, að hún hefði lagt líf sitt að fótum Hlöðves, hverja tilfinningu hjartang. En hvað gaf hann henni aftur? Ást, sem enga raun hafði þurft að standast hennar vegna. Hver þekkti dýpt og varanleik slíkrar ást- Hlýtt og húmað. Saga eftir Dórunni Magnúsdóttur. ....... sinn eftir fárra ára sambúð, hafði henni fundizt sér lokast allar leiðir til hamingju. Hann var fyrsti maðurinn, sem hún hafði unnað, og þrátt fyrir það þótt sambúð þeirra hefði oft verið erfið átti hún þó margar ljúfar minningar frá þeim tíma. Þau höfðu verið ung og óreynd, þegar þau felldu hugi saman, eigingjörn og óstýrilát. Hinn minnsti ágreiningur kom róti á til- finningalíf þeirra, afskipti nánustu ætt- ingja höfðu heldur ekki alltaf reynzt til heilla. En samvistir þeirra kenndu þeim mikið, það voru horfur á, að hjónaband þeirra yrði farsælt og ást þeirra sigraðist á þeim torfærum, sem ólíkar skapgerðir leiddu þau út í, en þá hreif dauðinn hann burt frá henni. Henni varð harmurinn sár- ari fyrir það, að henni fannst að þeim hefði loksins, loksins tekizt að finna hvort annað og skapa skilyrði fyrir hamingju- samri sambúð, á hinu leitinu voru minn- ingar um þrályndi og barnaskap, sem hafði valdið báðum sársauka. Ef henni hefði að- eins unnizt tími til að bæta fyrir það, sem hún hafði misgert, örfá ár til viðbótar, aðeins örfá ár, bað hún í draumum sín- um og óttaðist að vakna til þeirrar vit- neskju, að fresturinn væri útrunninn. Aldrei, aldrei framar gæti hún látið blítt að honum og hvíslað eins og lítið barn: ,,Ég vil vera sátt og góð.“ — Með árunum lægði harm hennar. IJr fjarlægð tímans gat hún skoðað samlíf þeirra í ljósi skynseminnar og jafnvel bros- að með umburðarlyndi að þeim smámun- um, sem höfðu hleypt ólgu í skapsmunina og valdið sennum og sáttum. — ---------Hún var sannfærð um að ást- in væri liðinn þáttur í lífi hennar, þegar hún kynntist Hlöðver og batt við hann vin- áttu, en hún komst .að raun um, að svo var ekki. Hann var einmana eins og hún, en þó á annan veg, hann átti heimili, fjöl- skyldu, en saknaði þó samúðar og kær- ar? Góð og óeigingjörn hafði hún viljað vera, en hvers var það metið? Var það ekki eðli karlmannsins að berjast og vinna harðsótta sigra? Hvers virði var honum það, sem gafst án baráttu? Stundum hugs- aði hún með sárri beiskju: Honum finnst ekki vandgert við mig. Hann spyr ekki, hvort ég eigi þrár, sem ekki verði fullnægt með stolnum sælustundum og ást, sem hefir vináttu að yfirvarpi. Hann spyr ekki, hvort ég þrái ljósið og frelsið þar sem engu þarf að leyna. — Svo varð breyting. Bæði vissu, að hún var í aðsigi, en hvorugt minntist á, að sú breyting hlyti að drepa þau úr dróma. Hlöðver var þungbúinn og þreyttur um þessar mundir, en þó rótt í skapi sem endranær. Það var þetta jafnvægi hans, sem æfinlega umvafði hana friði og sátt, þegar þau voru saman. Á þessum tímamótum leitaðist hún við að vera honum félaginn, sem aldrei brást, sem hlustaði, skildi og fann.til, vafði hann samúð og ástúð, sem allt vildi bæta og græða og spurði þó sjálfan sig án afláts þeirrar spurningar, hvort ekki væri meira, sem unnt væri að gefa. Hún reyndi að lifa sig inn í hans hugsanir, sjá með hans augum, gleyma sjálfri sér, en hugrenning- arnar voru eins og litlir, málugir englar, sem umkringdu hana og hvísluðu að henni fögrum vonum, sem nú gátu ræzt. „Arnhildur,“ sagði hún aðvarandi. ---------Dag einn kom hann til að kveðja, hann ætlaði í langa ferð. Mánuðir mundu líða þar til þau sæjust næst. Hún var þögul þessa kveðjustund, ætlaði hon- um að tala, þráði að heyra hann segja það, að nú væri vegur þeirra bjartur og beinn, • ekkert gæti skilið þau að framar. Hvers vegna skildi hann hana eftir án þess að segja orðin, sem hún þráði að heyra? „Þökk, Arnhildur, þökk fyrir allt,“ sagði hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.