Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 37, 1940 Heimilið Prjónninn og lykkjan. Hver prjónaði fyrstu lykkjuna? — A 12. öld notuðu menn prjónaða hanzka í Frakklandi. — Kristján IV Danakon- ungur bannaði óbreyttum almúgakon- um að ganga í prjónuðum soltkum. Af öllu fínu í Frakklandi á 16 öld, var það fínast, að ungir menn létu kærustur sínar ganga dálítið í hinum nýprjónuðu silkisokkum sínum, áður en þeir færu sjálfir í þá. Það hefir sjálfsagt verið gert til þess að gera þær ennþá eftirsókn- arverðari, og það hefir hlotið að vera stúlkunum uppfylling á leyndum draumi, því að silkisokkar voru þá svo dýrir og sjaldgæfir, að aðeins karl- menn gátu leyft sér að ganga í þeim. Þegar við sitjúm og prjónum peysu á manninn okkar eða barnið, dettur okkur oft margt í hug. Eins og til dæmis það, hverjum skyldi nú hafa fyrst dottið í hug að vinda og hnýta garni um tvo prjóna þannig, að eitthvað nýtilegt yrði úr þvi. Spurningin skýtur upp kollinum í hvert skipti, sem við tökum okkur prjóna í hönd. Hver hefir fundið upp þessa róandi, nytsömu og skemmti- legu handavinnu? Það veit enginn. Elzta prjónavara, sem við þekkjum, er frá hinum kristnu Egyptum frá því um árið 1000. Þaðan hefir hún flutzt til Evrópu, en menn vita ekki, hvort það hefir verið til Frakk- lands, Italíu eða Spánar. Á tólftu öld notuðu menn prjónaða hanzka í Frakklandi, og fyrstu prjónuðu sokkarnir, sem sagan getur um, voru búnir til á Spáni, handa Hinriki VIII. Sonur Ját- varðar VI átti líka prjónaða sokka, sem komið höfðu frá Spáni. Áður notuðu menn leðursokka. Elísabet Englandsdrottning var fyrsta konan, sem gekk í prjónuðum sokkum, og hún fékk svo mikinn áhuga fyrir prjónaskap, að hún innleiddi hann í Englandi og gerði hann að sérstakri kven- iðju. Áður höfðu það sem sé aðeins verið karl- menn, sem feng'ust við prjónaskap, eins og út- saumur hafði upprunalega verið karlmannsverk. Elisabet fékk því til leiðar komið, að prjóna- skapur varð sérstarf kvenna, og að undirlagi hennar var farið að prjóna úr ullargami. Áður hafði aðeins verið prjónað úr silki, sem í þá daga var óhemju dýrt. En auðvitað skaut slangan upp kollinum í prjóna-paradís konunnar. Slangan var magister William Lee frá Cambridge. Hann fann upp prjónastól til að prjóna í sokka árið 1589. Drottn- ingin og stjórnin urðu flemtri slegin við tilhugs- unina um það, að þetta göfuga starf konunnar yrði nú eyðilagt með uppfinningu þessa ótætis náunga, og þau gerðu honum svo erfitt fyrir, að hann varð að hrökklast yfir til Norður-Frakk- lands, sem siðan varð miðstöð sokkaframleiðsl- unnar í Evrópu. En jafnvel á þeim tímum var tízkan ekki lengi að breiðast út, og strax þrem árum eftir að Hin- rik II Frakkakonungur fyrst lét sjá sig í prjón- uðum silkisokkum við veizluhöld árið 1559, út- vegaði Eiríkur XIV Svíakonungur sér eina sokka. Það var sem sé 1562, og að því er menn bezt vita, eru það fyrstu sokkarnir, sem flytjast til Norðúrlanda. Þeir voru óhemju dýrir, en komust þó í stjórnartíð Eiríks niður í 60 krónur. Ullarsokkar fluttust til Norðurlanda um svipað leyti og silkisokkar. En undir eins og einhver hlutur er orðinn almenningseign, er hann ekki lengur fínn. Við gerum því suma hluti að mun- aðarvörum, sem aðeins hinir útvöldu geta veitt sér. Kristján IV Danakonungur gaf út tilskipun árið 1636, þar sem íbúum hertogadæmanna er bannað að ganga i prjónuðum sokkum. Hann skipaði svo fyrir, að framvegis mættu engar kon- ur nema af aðalstétt ganga í silkisokkum. Eigin- konur og dætur borgarstjóra og borgarráðsmanna fengu sérstakt leyfi til að ganga í ullarsokkum. En þrátt fyrir boð og bönn breiddist prjóna- skapurinn út og varð brátt almenningseign um öll lönd. Og hvernig hann síðan hefir þróast og orðið að voldugri iðngrein, vitum við öll. Þó að vélprjónuð peysa geti verið svo falleg, að sér- fræðingurinn verði að setja upp gleraugu, til þess að geta séð, að hún sé vélprjónuð, þá er og verður handprjónað þó alltaf fallegast. Þess vegna setjumst við þolinmóðar með granna prjóna i hönd og vindum og hnýtum um þá mjúku, fallegu gami, þar til úr því verður hlý og snotur flík, og látum á meðan hugann reika aftur i tímann, til hins ókunna manns, sem prjónaði fyrstu lykkjuna. Matseðillinn. Kjötréttur: Frikassé. 3 kg. kjöt (frampartur), 4 lítrar vatn, y2 mat- skeið salt, 150 gr. smjör, 150 gr. hveiti, iy2 líter kjötsoð, 6 stórar gulrætur og 1 dós grænar baunir. Kjötið er höggið í litla bita, þvegið úr volgum vötnum og sett í heitt vatn yfir eldinn ásamt salti. Þegar sýður, er froðan tekin af. Kjötið er soðið í 1 y2 klukkutíma. Gulræturnar eru afhýdd- ar og soðnar með kjötinu síðasta hálftímann. Þegar kjötið er soðið, er það tekið upp og því haldið heitu. Soðið er síað og fleytt. Smjörið er brætt og hveitinu jafnað saman við og þynnt síðan út með soðinu. Sósan er soðin hægt í 6 til 8 mínútur, meira salt sett í, ef með þarf. Gulræt- urnar eru skornar niður í bita, kjötinu raðað á fat, sósunni hellt yfir og gulrótum og grænum baunum raðað í kring. Nota má gulrófur í stað gulróta og 'eru þær þá hafðar eingöngu. Fiskiréttur: Fiskifars. 1 y2 kg. fiskur (beinlaus, sem samsvarar hér um bil 3 kg. af óslægðum fiski), 6 teskeiðar salt, 120 gr. hveiti, 120 gr. kartöflumjöl, 1 y2 líter mjólk eða rjómi. Fiskurinn er verkaður, flakaður og roðið tekið af og loks viktaður beinlaus. Þá hakkaður með salti fimm sinnum og með hveiti og kartöflu- mjöli fimm sinnum. Síðan er deigið hrært upp með mjólkinni eða rjómanum, þar til hann (eða hún) er búinn. Þetta fars má nota i bollur, bæði soðnar og steiktar, fiskirönd og margt fleira. Sé það notað í fiskibúðing, er bezt að hafa rjóma. Kartöflukökur með tei eða kafíi. Kaffibrauð með sem minnstu af hveiti og sykri er það, sem allir spyrja um nú á þessum skömmt- unartímum. Hérna.er uppskrift á ljúffengum og handhægum kökum, sem einmitt uppfylla þessi skilyrði. Hnoðið vel saman 500 gr. soðnar kartöflur, 175 gr. hveiti, 100 gr. smjörlíki, ögn af salti, ögn af sykri og litla teskeið af lyftidufti. Þegar búið er að hnoða þetta vel saman, er því rúllað út í tvær bjúgulaga lengjur og látið vera stundarkorn á köldum stað. Því næst er það skorið í hér um bil 2 cm. þykkar plötur og bakað í vel heitum ofni í 10 mín. Þegar þær eru orðnar brúnar öðru meg- in, er þeim snúið við á plötúnni. Skornar í sundur og borðaðar með smjöri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.