Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 2

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 37, 1940 u LiX QJJ^UUfL} Pósturinn kemur til þýzkra hermanna á vígstöðvarnar. gyllina. En án orustuskipa, með aðeins 4 beitiskip og innlendan her, sem stjórnarvöldin bera ekki svo mikið traust til, að þau þori að kenna honum notkun á vélbyssum, mætti tífalda út- gjöldin án þess að japanski flotinn léti skjóta sér skelk í bringu. Eina von Hollendinga er, að Englendingar og Bandaríkja- menn hjálpi þeim, og það virðast þeir ætla að gera, því að Englendingar og Hollendingar eru nú orðnir raunverulegir bandamenn og Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir, að þeir láti ekki viðgangast neina breytingu á landaskiptingu þar austur frá. En hvað láta Japanir slíkar yfirlýsingar lengi aftra sér? Hvert snúcs Jcapcanir sér nœst? Ef þú spyrð nýlendufróðan Hollending, hvert Japanir muni snúa sér, þegar Kína er sigrað, verður svar hans óhjákvæmilega: Hollenzku Vestur- Indíur. — Þessu til sönnunar nefnir hann þér eftirfarandi stað- reyndir: Nýlendurn- ar, sem hafa 65 millj. íbúa, eru stærstu f kinin- og koprafram- leiðendur heimsins, næst stærstu tin- og gúmmíframleiðendur og þriðju mestu reyr- sykurframleiðendur. Auk þess er vitað, að olía, gull, silfur, pipar og kol finnast þar í stórum stíl, en hvað mikið veit enginn. Hollandi hefir staðið mikill stuggur af Japan, síðan menn kom- ust að því árið 1934, að innflutningurinn frá Hollandi til nýlendn- anna var fallinn niður í 13%, en innflutningur Japana hafði á fjórum árum stigið upp í 32%. Síðan hefir öllum ráðum verið beitt til að stemma stigu fyrir þetta japanska vöruflóð, — en árangurslaust. Verra er þó, að mönnum er orðið Ijóst, að ógern- ingur muni reynast að bægja her Japana burtu til lengdar. Út- gjöld til landvarna stigu á árunum 1937 og 1938 upp í 135 millj. Efni blaðsins, m. a.: Líttu í spegil, hvíti maður! Eftir próf. Julius Lips. Höll framtíðarinnar. Eftir Irving Stone. Hlýtt og húmað. Smásaga eftir Þórunni Magnús- dóttur. Hið nýja andrúmsloft kafaranna. liarnasaga: Vitra drottningin. Framhaldssaga. —r. Skrítlusíða. — Sigga litla. — Óli og Addi í Afríku. — Heimilið. — Krossgáta. — Skák o. m. fl. Bókbindari í New York hefir lagt stund á að binda inn bækur í band, sem samsvari efninu. Til dæmis er bók um strútaræktun bundin inn í strúts- skinn, bók um fangalíf bundin í zebraskinn, biblían í lambskinn og „Kaupmaðurinn í Feneyjum“ í há- karlaskinn. Vi k a n HEIMILISBLAB Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. Afgreiðsla og innheimta: Austurstræti 17. Simi 5004. Pósthólf 166. Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu. Steindórsprent h.f. r ÚTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVÍK. — Ritstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. — Ábyrgðarmaður: Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Engilbert Hafberg, Austurstræti 17. Simi 5004. Pósthólf 166.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.