Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 1

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 1
Ekki of gömul til að Lísa Beaumont horði út yfir spegilslétt- an f jörðinn og hæðarnar handan við hann, sem baðaðar voru geislum morgunsólarinnar. „Er himininn óvenjulega blár í dag?“ spurði hún með þeirri sjálfshæðni, sem ein- kenndi hana, ,,eða sýnist mér allt vera bjart og fagurt núna, af því að frú Tavish kallaði mig í morgun unga stúlku?“ Maðurinn, sem gekk við hlið hennar, brosti: „Það er einmitt það góða við að vera í fríi í svona afkima, að frjálslegt viðmót og hæfileg notkun fegurðarmeðala og spengilegur vöxtur er nægilegt til þess að hinir innfæddu álíta þig tíu árum yngri.“ Stundum leita menn langt að því, sem liggur hendi nærri, eins og sýnt er í þessari sögu eftir DAHLIA GOKDON. „Það er engin hætta á, að neinn þvílík- ur misskilningur eigi sér stað, hvað þig snertir, Trevor litli,“ sagði Lísa stríðnis- lega um leið og hún skotraði augunum til hans. Trevor Fenton spennti greipar um hné sér og horfi með óánægjusvip út á f jörð- inn, þar sem litlir fiskibátar lágu fyrir akkerum. „Fiskur er góður, en mér líkar hann bezt á matborðinu. Þessi skemmti- fiskimenn með stengur sínar og færi og óstöðvandi mælgi um veiðiskap, eru ósköp leiðinlegir. Og gestirnir hérna — ég held, að engir þeirra séu undir sextugu.“ Lísa hló. „Já, en neyddi nokkur þig til að eyða fríinu hérna í Marswiek?" spurði hún. „Nei.“ Fenton tók pípuna upp úr vasan- um og fór að troða í hana. „Það er ómögu- legt fyrir rithöfund að vera þar sem ekkert næði er.“ „Fyrirgefðu, ef ég trufla þig!“ „Trufla! Ertu gengin af vitinu! Þú ert eini sólargeislinn í þessu öllu saman Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.