Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 44, 1940 sjálfum sér, að frægð hans skyldi hafa borizt alla leið til hinna afskekktustu staða í Koreu. En þegar hann steig í ræðustólinn, sem þeir höfðu komið með handa honum, spurði embættismaðurinn, hvort hann vildi ekki taka út úr sér góminn með fölsku tönnunum. í hálfa klukkustund stóð Jack þama og tók út úr sér tanngarðinn og setti hann upp í sig aftur, en fólkið réði sér ekki fyrir fögnuði. Þá varð honum í fyrsta skipti ljóst, að menn vinna sér ekki alltaf frægð á því, sem þeir vildu lifa og deyja fyrir. Ungri stúlku, sem skrifaði Jack og bað hann um uppörfun, svaraði hann á þessa leið: „Ég er nú orðinn fullorðinn maður og það er sannfæring mín, að lífið sé þess vert, að því sé lifað. Ég hefi lifað ham- ingjusömu lífi, ég hefi verið hamingjusam- ari en mörg hundruð milljónir annarra manna á minni tíð, og þótt ég hafi þjáðst mikið hefi ég líka notið lífsins ríkulega og öðlast það, sem ekki hefir fallið hvers- dagsmanninum í skaut. Já, lífið hefir sannarlega verið mikils vert. Vinir mínir sanna það með því að segja, að ég sé far- inn að gildna. Og það er í sjálfu sér aug- ljóst merki um andlegan sigur.“ En honum fannst heiminum vera farið aftur. „Heimur ævintýranna er að hverfa. Jafnvel hinar blóðrauðu hafnir í höfunum sjö eru orðnar hversdagslegar." Undir lokin átti þessi hrömandi maður eftir að sýna risaátök. Hann samdi „Eins og Argo fyrr á tímum,“ sem er ein bezta Alaskasaga hans, og „Prinsessuna“, eina af ágætustu umrenningasögunum, þar sem hann endurlífgar minninguna um ævintýri æsku sinnar og fyrstu sigra. Hann gaf Forna skipanir um að byggja nýja steinhlöðu. Hann ætlaði að senda úr- vals J.L.-mjólk, -smjör og -ost til San Francisco. Hann fór með Elizu til Sacra- mento, til þess að taka þátt í markaðinum mikla. Hann pantaði bækur frá New York um kynþáttafræði og hjónabandsham- ingju, „Snillinginn“ eftir Dreiser og „Kongo“ eftir Stanley, og margar bækur um grasafræði, þróunarkenninguna, kali- fomiskar jurtir, apa og hollensku nýlend- una í New York. Hann ákvað að ferðast til Austurlanda og pantaði farseðla, en afþakkaði þá svo aftur. Hann ákvað að fara einn til New York, en málið út af vatnsréttindunum neyddi hann til að vera kyrran í Glen Ellen. Síðasta daginn, sem málið var fyrir réttinum, varð hann að bera vitni í f jórar klukkustundir. Forni skýrði frá því, að þegar þeir hafi yfirgefið réttarsalinn hafi Jack venð veikur af þvageitmn og liðið mjög illa. Nokkrum dögum síðar bauð hann til borðhalds öllum nábúunum, sem höfðu skrifað undir áskorunina um að höfðað yrði mál gegn honum. Þá var allt annað hljóð í strokknum, og því haldið fram, að aldrei hefði verið ætlunin að banna honum vatnsafnotin. Þriðjudaginn 21. nóvember ákvað hann loks að fara til New York daginn eftir.. Hann sat hinn rólegasti hjá Elizu þangað til klukkan níu um kvöldið og ræddi við hana ýms áhugamál, m. a. um skepnur, sem hann ætlaði að festa kaup á í ferðinni. Hann sagði, að hver vinnumannsf jölskylda ætti að fá svolítinn landskika og byggja skyldi hús handa þeim. Svo átti hún að velja byggingarlóð fyrir skóla handa þessu Þessi mynd er tekin af Jack London nokkrum dögum áSur en hann dó, 22. nóvember 1916. Hann hafði alltaf haldið þvi fram, að hann vildi lifa stuttu en hamingjusömu lífi, og að hann vildi vera leiftrandi stjama á himni samtíðar sinnar. litla þjóðfélagi þeirra og útvega kennara að honum. Hún átti líka að sjá út lóð fyrir mikla geymslubyggingu. Það var eitt af hans höfuðmarkmiðum, að ræktunin á bú- garðinum yrði svo fjölbreytt, að ekkert þyrfti að kaupa nema mjöl og sykur. Eliza lofaði þessu öllu saman og sagði: „Svo sækjum við um til stjórnarinnar að hafa hér pósthús og ég set upp flaggstöng og þá höfum við okkar eigin bæ hérna og skýrum hann „Frelsið“. Jack lagði hand- legginn um öxl henni, þrýsti henni að sér og sagði alvarlega: „Jæja, gamla mín, nú yfirgef ég þig.“ Svo fór hann í gegnum vinnnustofuna og inn í svefnherbergið. Og Eliza fór að hátta. Klukkan sjö morguninn eftir kom Sekins, japanski þjónninn, sem tekið hafði við starfi Nakata, hlaupandi inn í herbergi Elizu dauðhræddur og sagði: „Frú Shep- ard, flýtið yður! Húsbóndinn er svo undar- legur. Það er alveg eins og hann sé drukk- inn.“ Eliza sá strax, að Jack var meðvit- undarlaus og hringdi í skyndi til Sanoma eftir lækni. Þegar Allan Thomson kom Iá Jack í dái. Á gólfinu voru tvær tómar meðalaflöskur, sem báru áletrunina: „Morfinsulphat og Atropinsulphat.“ Á náttborðinu fann hann skrifbók með út- reikningum um, hve skammturinn þyrfti að vera stór til þess að vera banvænn. Læknirinn símaði til lyfsalans í Sonoma og bað hann um að útbúa móteitur gegn morfíneitrun og sendi aðstoðarlækni sín- um,Hayes, boð um að koma með það. Þess- ir tveir læknar gerðu nú allt, sem hægt var til að reyna að lífga Jack við. Aðeins einu sinni gaf hann frá sér lífsmark. Hann opn- aði augun og muldraði eitthvað, sem þeim skildist helzt vera ,,halló“. Svo varp hann öndinni og var alveg meðvitundarlaus. Thomson læknir segir frá því, að veslings Eliza hafi stunSlið hann, „en frú Charmian London hafi sagt við sig um daginn, áður en Jack andaðist, að það væri mjög áríð- andi, að ekki yrði annars getið en hann hefði látist af þvageitrun. Ég sýndi henni fram á að slíkt myndi erfitt vegna sím- talanna um morguninn og sérhver tilkynn- ing frá lyfsalanum, sem setti saman mót- eitrði mundi benda í þá átt, að um morfin- eitrun væri að ræða.“ Jaek London dó klukkan rúmlega sjö þetta kvöld. Daginn eftir var farið með líkið til Oakland og þar voru Flóra, Bessie og dætur hans viðstaddar guðsþjónustuna. 1 Evrópu var skrifað meira um hann held- ur en Franz Joseph keisara Austurríkis, sem dó daginn áður. Um kvöldið var líkið brennt og askan send til „Beauty Ranch“. Hálfum mánuði fyrir andlát sitt hafði Jack London stöðvað hest sinn á fögrum hól í landareigninni og sagt: „Eliza, héma ætla ég að biðja þig um að grafa öskuna mína, þegar ég er dauður.“ Eliza setti öskuna í kassa, tók htla gröf uppi á hólnum, í skugga ,,madrona-“ og manzanitatrjáa, og þar gróf hún öskuna og steypti sementshellu yfir. Ofan á hana lét hún svo setja stóra, rauða steininn, sem Jack London hafði skírt „steininn, sem múrararnir gátu ekki notað.“ Það er ekki grafið neitt á þennan stein, sem er yfi'r ösku Jacks London. En ef þar væri áletrun fyndist mér vel við eiga, að hún hljóðaði svo: „Hér hvílir víkingur.“ Hér lýkur greinaflokki þeim hinum mikla, sem ameríski rithöfundurinn Irving Stone hefir skrif- að um Jack London, einn afkastamesta rithöf- und síðari tima og einkennilegasta persónuleika á. sviði bókmenntanna. Greinaflokkur þessi hefir átt miklum vinsældum að fagna hér í blaðinu og munu ýmsir sakna þess, að hann var ekki lengri, en vér getum glatt lesendurna með því, að nú höfum vér fengið ný amerísk sambönd, hvað myndir og efni snertir og því unnt að hafa efnið enn fjölbreyttara en áður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.