Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 44, 1940 3 Þórunn Magnúsdóttir: Með straumnum Tvær ungar stúlkur tala saman um lífið og sjálfar sig. Ertu komin, Kaja. Er orðið svona fljúgandi framorðið?" •" ,,Nei, en mér datt í hug að slóra af þessa stund hjá þér.“ „Já, það er satt, tíminn er þér ekki sér- lega dýrmætur." „Hægan, hvað hefir þú svo sem fyrir stafni? Ég sé ekki betur en þú liggir endi- löng í legubekknum og hafir ekki svo mikið sem blað á milli handanna.“ „Ég hugsa um líf mitt.“ „Ertu nokkuð verri?“ „Kaja, vertu nú einu sinni alvarleg og notaðu það vit, sem þér hefir verið gefið. Og þú munt sjá, að það er okkur nauðsyn- legt að hugsa um lífið. Ég á ekki við allan þennan smáskítilega hégóma, sem við fyll- um hugann með daglega, heldur lífið sjálft — sálarlífið. Hver er tilgangurinn með lífi þínu, lífi mínu? Hvert stefnum við? Hvað líður sál þinni?“ „Sál minni? Ja svei, ég held, að þú sért ekki almennileg. Veiztu það ekki, stúlku- barn, að það er fyrir löngu orðið úrelt að hafa sál. Það er blátt áfram hlægilegt að minnast á sál. — Hefirðu séð nýju „útstill- inguna“ í Ninon? Virkilega „smart“ kjól- ar. Ég vildi, að ég væri dálítið múruð núna, þá skyldi ég fá mér Bridgekjól. En það er nú helzt að maður sé múraður, og alveg vita ómögulegt að „slá aur“ af „gamlingj- unum“. Þeir kunna ekki að meta það að eiga laglega dóttir, sem hefir vit á að klæða sig og prýðir heimili þeirra. Ekki veit ég til hvers maður á foreldra, þegar þeir leggja manni ekkert nema fæði og hús- næði .. „Vertu ekki að þessu glamri, Kaja. Þú ert ekki svona nauðaómerkileg eins og þú læzt vera. Við skulum nú vera einlægar hvor við aðra og tala um sálarlífið.“ „Elsku Lillí, vertu ekki svona út af leið- inleg. Áttu ekki May Blossom? Mig drep- langar 1 reyk.“ „Mamma á, þú veizt hvar hún hefir þær. Finnst þér ekki þögnin dásamleg?" „Er sem mér heyrizt, heyrizt bara ekki neitt? Hvar er fólkið?“ „IJti að drepa tímann.“ „En þú inni að hugsa um lífið, vesaling- urinn.“ „Já, lífið, sem við misnotum flest.“ „Hefirðu mælt þig? Heldurðu að það sé óhætt fyrir þig að fara út?“ „Þú slærð mig ekki út af laginu, góða. Ég veit vel, hvað ég er að fara, það er líf mitt, sem ég er að hugsa um, en það gæti eins vel verið líf þitt og fjölda ann- arra stúlkna. Það eru til margar tylftir af okkar líkum.“ „Nú, og hvað hefirðu svo eiginlega að segja um líf okkar? Það gæti verið fróð- legt að heyra.“ „Að við erum úttaugaðar af skarkala og hringli, óreglusemi og lífsþægindum. Við eigum ekkert sæmilegt takmark, enga hugsjón. Ef okkur væri snögglega svift út úr okkar einhæfa starfi og umhverfinu, sem við erum samgrónar, værum við einskis nýtar.“ „Ljót er lífsbókin. Auðvitað er þetta regin bull. En af hverju dregurðu þessa ályktun?" „Af því hvað við erum illa og heimsku- lega aldar upp, Kaja. Foreldrar okkar máttu ekki vera að því að sinna okkur, og gerðu sér heldur ekki grein fyrir því í hverju heilbrigt uppeldi er fólgið. Þeir voru fegnir að kaupa sér frjálsræði með því að láta okkur darka á götunni í hópi barna, sem voru álíka uppeldislaus og við, en sum hver kannske ennþá ver innrætt. Við lærðum að fleyta okkur á lygi og koma ár okkar fyrir borð. Traustið, sem okkur var eiginlegt að bera til fullorðna fólks- ins, þvarr. Það brást okkur á óteljandi hátt, vegna þess að það skildi ekki sálar- líf okkar, og það að við vorum gæddar miklu næmi. Við skoðuðum okkur sem heimsdömur á meðan við vorum í barna- skóla og vorum búnar að eyða miklum pen- ingum í snyrtivörur, stáss og skemmtanir áður en við gátum innunnið okkur nokkuð sjálfar. Þegar við gengum til prestsins, vorum við farnar að reykja og vera með strákum." „Svei, Lillí, þú talar um þetta eins og það hafi verið eitthvað voða ljótt, en við vorum þó mikið prúðari en margar aðrar.“ „Þar kemurðu með það. Dálítið betri en þær verstu, það var markið, niður fyrir það vildum við ekki fara. Við höfum alltaf verið forsjálar meyjar, Kaja. En heldurðu að við eigum samt nokkra olíu á lampann, þegar brúðguminn kemur?“ „Ég held okkur flökri þá ekki við því að taka á móti honum í myrkri. En hvað „Happdrætti". Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því í fréttum, að Roosevelt hefði „dregið út“ fyrsta hermanninn, sem kallaður hefði verið í herinn, samkvæmt nýju hervæðingarlögunum. Héma er mynd af glerkassanum, sem hann dró mið- ann úr; það er sami kassinn og dregið var úr við hervæðinguna 1917. Ungir hermenn. Þessir ungu hermenn komu á „vígstöðvam- ar“, þegar fyrstu æfingar hjá hinum ný-inn- kallaða her Bandaríkjanna hófust. Þeim var sagt að koma aftur eftir 15 ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.