Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 44, 1940 13 Ekki of gömul til að elska. Framhald af forsíðu. hérna.“ Hann hætti og horfði dálítið óró- legur á hana. ,,En ég ætla að biðja þig um, að láta samt ekki stíga þér til höfuðsins, að ég segi þetta. Ég á einungis við það, að meðal blindra manna ber eineygður maður af öllum hinum.“ ,,Ég þakka og segi bara: sömuleiðis! Hún varp öndinni mæðulega. „Það leiðir af sjálfu sér, að í svona smáborgaralegu umhverfi dragast tvær listhneigðar mann- eskjur hvor að annari. Eða átti ég kann- ske að segja misheppnaðir listamenn?" bætti hún við um leið og hún kastaði með fagurri hreyfingu steini út í vatnið. ,,Misheppnaðir?“ spurði hann. Hún yppti öxlum. „Hver heldur þú að muni eft- ir kvikmyndaleikkonunni Lísu Beaumont? Það eru fimm ár síðan ég hefi leikið í kvik- mynd. Og hvað er um þig að segja? Fyrir f jórum árum gersigraðir þú London með fyrsta leikritinu þínu, og síðan hefir þú ekki einu sinni látið fara frá þér mislukk- að leikrit, hvað þá annað.“ „Má ég fá að vera í friði! Ekkert liggur á, það er nógur tími framundan fyrir mig,“ sagði hann í hvössum tón. „Þú ert nú samt nokkuð eldri en ég.“ „Aldurinn skiptir engu máli fyrir karl- menn, enda er ég ekki nema fjörutíu og tveggja ára.“ „Konan er ekki eldri en hún lítur út fyrir að vera,“ sagði Lísa. „Ég veit, að þér finnst ég ekki sérlega unglegur, en ég býst nú líka við, að þú munir ekki verka á unga menn, eins og þú sért um tvítugt.“ Lísa tók spegil upp úr tösku sinni og skoðaði sig vandlega. Hún varð léttari á svipinn. „Svona áttu ekki að tala,“ sagði hún hæglátlega, „jafnvel þú verður að við- urkenna, að ég ber mín þrjátíu og fimm ár með sóma.“ Trevor Fenton hló og sagði stríðnis- lega: „Ég gæti svo sem trúað því, að þú ímyndaðir þér, að ég gengi á eftir þér með grasið í skónum.“ Lísa varð alvarleg á svipinn og leit í aðra átt. „Væri nokkuð athugavert við það?“ spurði hún eftir langa þögn. ,,Ha? Nei — ég átti ekki við það,“ sagði hann undrandi yfir tóninum í orðum henn- ar. „Það gæti auðvitað vel átt sér stað.“ Hún sneri andlitinu aftur að honum: „En þér hefir auðvitað aldrei dottið það í hug!“ Lísa lagði hönd undir kinn og starði fram fyrir sig. „Sumarfríin eru tómleg, þegar maður lendir ekki í neinum róman- tískum ævintýrum," sagði hún og varp öndinni mæðulega. „1 gamla daga var mað- ur alltaf skotin í einhverjum." „IJtitekinn unglingur með liðað hár og goðavöxt, er það ekki draumurinn?“ Fenton var nú orðinn hugsandi. „Þetta er satt, Lísa, frí er ekkert frí, nema maður verði bálskotinn.“ „Eina tilbreytingin er, þegar pósturinn kemur og það er einmitt í dag. Kannske koma nýir gestir með póstskipinu." Þau brostu hvort til annars. „Ef til vill ungar manneskjur, sem lífga upp gamla fólkið.“ Fenton stóð á fætur og rétti Lísu hönd- ina. Þau stóðu stundarkorn og horfðu hvort á annað, og hann var einmitt að hugsa um það, hvað hún bæri aldurinn vel. „Það líður að hádegi. Ég er orðinn glor- hungraður, en þú?“ spurði hann. Þau fóru á skrifstofuna og spurðu frú Tavish um bréf. „Það eru tvö bréf til hr. Fentons, en ekkert til ungu stúlkunnar. Ég held bara, að unnustinn yðar hafi alveg gleymt yður.“ Lísa rak olnbogann í síðu Fentons. „Heyrð- irðu, hvað hún sagði?“ Svo bætti hún við í hærri tón: „Ég verð víst að fá mér nýjan kærasta, til dæmis Campbell?“ „Uss, nei! Hann er alltof gamall. Við sjáum nú til, hvað kemur með bátnum.“ „Ætli það verði ekki Clark Gable og Ginger Rogers,“ sagði Fenton hátíðlega. Frú Tavish leit óróleg á hann. Hún kann- aðist ekki við nöfn þessara frægu kvik- myndastjarna og það var aldrei að vita, nema rithöfundar væru að gera grín að manni. „Við sjáum nú til — það kemur í ljós við hádegisborðið. Ég hefi flutt Brown- hjónin út að glugganum og ætlaði nýju gest- unum sæti við borðið ykkar. Það hefir allt- af verið mín skoðun, að ungt fólk ætti að vera saman. „Svei mér, ef ég held ekki, að frú Tavish sé göldrótt. Líttu bara á!“ sagði Fenton. Lísa horfði í áttina til borðsins, en þar höfðu nýju gestirnir þegar fengið sér sæti. „Já, hvað finnst þér? Ungur maður og ung stúlka komin þama ljóslifandi! “ Er þau komu að borðinu, stóðu ungling- amir upp og fóru hjá sér. „Ég vona, að það verði ekki tekið sem ókurteisi, að við erum byrjum að borða, en ég og systir mín vomm orðin svo svöng.“ „Svo að þið emð systkini!“ sagði Lísa um leið og hún settist og brosti yndislega. Unga stúlkan var dásamlega fögur. „Það er auðséð. Þið eruð nauðalík," sagði Fenton. „Er of djarft að spyrja, hvort þið séuð hér ein?“ Unga stúlkan kinkaði kolli og hristi síð- an höfuðið. „Það var Tom, sem fekk það á heilann, að við skyldum slá okkur niður í einhverjum afkima." Hún leit háðslega í kringum sig. „Gestirnir hérna eru ekki beinlínis upp- lífgandi," sagði Fenton. „Síður en svo. Þegar ég sá þá, hefði ég helzt viljað snúa aftur. En skipið var því miður farið.“ „Það er bót í máli, að ef þér haldið það ekki út, þá er í neyðartilfelli hægt að fá Jóa gamla til að fara með yður í mótor- bátnum yfir á ströndina.“ „En við vorum heppin að lenda við borð með yður og konu yðar,“ sagði Tom. „Aumingja Trevor,“ sagði Lísa hlæjandi og leit á Fenton. „Nú var farið illa með þig.“ „Já, — en — fyrirgefið, ég vissi ekki — ég hélt . . .“ „Ungfrú Beaumont og ég hittumst hér af tilviljun,“ sagði Fenton. Halló, Raggi! Ætlarðu ekki að koma í Ég get það ekki, Maggi. Systir mín fótbolta? Við erum farnir að biða eftir bannaði mér að fara út, af því að ég er þér. svo kvefaður. — Maggi: En ég sá hana niður i bæ. Ég lofaði henni upp á æru og sam- Maggi: Ég kem bara með strákana vizku að fara ekki út. — Maggi: Þaö er hingað og við getum verið i fótbolta í allt í lagi, þú getur verið inni. stóra ganginum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.