Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 44, 1940' Tom horfði undrandi á hana. „Lísa — Beaumont? Ég vissi þetta, að ég hafði séð yður áður. Þér eruð kvikmyndaleikkonan Lísa Beaumont, er það ekki ? Ég hefi horft á hverja einustu mynd, sem þér hafið leikið í.“ Lísa brosti, því að henni þótti gott að heyra aðdáunina í rödd unga mannsins. „En það eru fimm ár síðan ég hefi leikið, svo að þér hljótið þó að hafa verið mjög ungur þá.“ „Hann var nógu gamall til að vera bráð- skotinn í yður,“ sagði Betty hlæjandi. „Myndin af yður hékk alltaf yfir rúminu hans.“ „Þér skuluð ekki taka það nærri yður, að hún er að reyna að stríða yður,“ sagði Lísa og strauk hönd hans, er hún sá, að hann fór hjá sér. „Hún hefir eflaust sjálf átt myndir af Roald Colman eða Cheva- lier.“ Betty hristi höfuðið. „Alls ekki. Ég hefi aldrei verið spennt fyrir leikurum. Nei, má ég þá heldur biðja um rithöfund,“ sagði hún. „Jahá!“ sagði Lísa hlæjandi. „Snúið yður bara til hægri, þar er ekki svo lítið af því, sem þér leitið að.“ „Eruð — eruð þér rithöfundur — er það satt?“ spurði Betty himinlifandi. „Ó, segið þér mér, hvað þér hafið skrifað. Ég hefi kannske lesið eitthvað eftir yður.“ „Það er ekki sennilegt,“ sagði Fenton. „Ég skrifa einungis fyrir leikhúsin." „Eruð þér leikritahöfundur. En hvað það er skemmtilegt. Hvaða leikrit hafið þér skrifað?" Fenton leit í augu Lísu og ræskti sig vandræðalega. Skyldi hún ekki finna, að nú vildi hann gjarnan hafa látið eitthvað fara frá sér nýlega? „Ég hefi skrifað „Náttfiðrildin í turnin- um“,“ sagði hann. „En þér hafið auðvitað ekki heyrt getið um það?“ „Ég held nú bara!“ Unga stúlkan horfði á hann aðdáunaraugum. „Ég sem hefi leik- ið í því. Ekki á leikhúsi, heldur bara með viðvaningum. Ég lék Andrey. Það er dá- samlegt hlutverk.“ „Og þér hljótið að hafa verið dásamleg í því, ungfrú Betty.“ Lísu fannst Fenton vera heldur spaugi- legur þessa stundina. „Við erum öll eiginlega gamlir kunn- ingjar,“ sagði Betty. Þessar ungu manneskjur láta ekki gras- ið gróa undir fótum sér, hugsaði Lísa og hló með sjálfri sér, því að Tom hafði þeg- ar ákveðið gönguferð með henni eftir há- degið. Við morgunverðinn tveim dögum seinna, tilkynnti Tom hreykinn, að hann og Lísa hefðu ákveðið að aka í bíl út að Sanson- flóa og myndu því hvorki koma í mat eða kaffi. „Lísu langar svo til að sjá selina. Það hvað vera svo gaman að sjá þá baða sig í sólinni á klöppunum." „Einmitt.“ Fenton brosti stríðnislega, og þá mundi Lísa, að fyrir viku hefði hún sagt, að hún hefði ekkert gaman að sel- unum. „Þá getum við kannske farið fjög- ur,“ bætti hann við. Tom roðnaði. „Ég er hræddur um, að það verði of þröngt í bílnum. Við leigðum aðeins tveggja manna bíl,“ sagði Lísa eins kæruleysislega og hún gat. „Já, en við getúm það ekki, Trevor,“ sagði Betty í ásökunarróm. „Þú lofaðir að koma með mér að veiða silung.“ „Veiða silung?“ sagði Lísa háðslega. „Öðruvísi mér áður brá.“ „Þó að ég hafi aldrei verið veiðimaður, getur verið nógu gaman að reyna það einu sinni,“ sagði Trevor óðamála. Þau litu storkandi hvort á annað, eins og þau vildu segja: „Þeir, sem búa í glerhúsi, ættu ekki .. .“ „Jæja, er litla vinkonan þín búin að á- kveða sig, Trevor,“ spurði Lísa. Þau sátu úti á svölunum eftir miðdegisverðinn, á meðan Betty og Tom voru í einhverju leynimakki við frú Tavish. Trevor geisp- aði þreytulega; hann hafði verið á þönum með Betty allan morguninn. „Ákveða hvað?“ „1 dag er mánudagur. Mig minnir, að hún segðist ætla með skipinu á miðviku- daginn.“ „Það var fyrsta daginn, sem hún var hérna. Nú er hún komin á allt aðra skoð- un.“ Lísa brosti. „Aumingja Trevor. Það hlýtur að vera erfitt fyrir mann á þínum aldri að eltast við nítján ára gamla stelpu,“ sagði hún. „Alls ekki,“ hreytti hann út úr sér. „En ég get vel skilið, að þú haldið það, því að þú munt eiga fullt í fangi með að eltast við mann, sem aldursins vegna gæti verið sonur þinn.“ „Ég hefði mátt byrja nokkuð snemma til þess,“ sagði hún þurrlega. „Og ef þú heldur, að ég sé ekki maður til að ganga eina tíu kílómetra, þá er ég hrædd um, að þú ofmetir ellihrumleik minn.“ „Eða vanmeti hégómagirni þína,“ sagði Trevor hlæjandi.“ Lísa hafði svar á reið- um höndum, en rétt í því kom Betty. „Trevor, hlustaðu nú á. Við getum kom- izt yfir að Scarway-tindinum seinna í dag. Það er of langt að ganga þangað, og ekki hægt að aka það í bíl, en ég bað frú Tavish að útvega okkur tvö reiðhjól. Heldurðu, að það verði ekki gaman?“ Fenton ræskti sig. „Já, en góða bam, það er svo langt síðan ég hefi hjólað. Ég held, að ég sé búinn að gleyma því.“ „Hvaða vitleysa,“ sagði Lísa stríðnis- lega. „Slíku gleymir maður aldrei.“ „Nei, auðvitað ekki. Þú verður að koma með. Ég ætla upp og fara í stuttbuxur. Þú verður að vera tilbúinn þegar ég kem aft- ur.“ Og Betty þaut af stað. „Sjáðu Lísa, hvað ég fékk lánað hjá frú Tavish,“ sagði Tom sigrihrósandi og veifaði tveim tennisspöðum framan í hana. „Við skulum koma að spila tennis á eftir.“ „Það er svo langt síðan ég hefi æft mig, Tom,“ sagði hún þreytulega. „Það gerir ekkert til,“ sagði Trevor glettnislega. „Æfingin kemur, þegar þú ert búin að spila í einn eða tvo tíma.“ „Já auðvitað,“ sagði Tom; „ég hleyp upp að skipta um föt.“ Lísa horfði hugsandi á eftir honum. „Við höfum vissulega bæði fengið óskir okkar uppfylltar," tautaði hún. „Ást og sumar- frí,“ sagði Fenton.----- „Það var undarleg tilviljun, að þið skyld- uð bæði fá skeyti samtímis,“ sagði frú Tavish um leið og hún rétti þeim skeytin. „Hver skollinn!" sagði Trevor ergilega, „ég verð að fara með skipinu á miðviku- daginn.“ „Það var undarlegt.“ Lísa leit undrandi upp úr skeytinu. „Ég verð líka að fara.“ „Það er vonandi ekkert alvarlegt?“ spurði frú Tavish. „Nei, það er afmæli systur minnar, ég var alveg búin að gleyma því, en ég verð að fara,“ sagði Lisa og andvarpaði. Tom leit vonsvikinn á hana. „Það var leiðinlegt, þá eigum við aðeins tvo daga eftir.“ „Þú getur gert það, sem þér sýnist,“ 1 sagði Betty og brosti ástfangin til Fen- tons, „en ég fer á miðvikudaginn. Við verð- um að finna upp á einhverju spennandi tvo síðustu dagana.“ „Já,“ sögðu Lísa og Trevor samtímis,. en það var engin hrifning í röddinni. Trevor sparkaði gremjulega í stein, sem lá í götunni og snéri sér að Lísu. Þau höfðu læðst niður í gegnum garðinn á meðan Betty og Tom voru að brjóta heilann um það, hvað þau ættu að gera sér til skemmt- unar tvo síðustu dagana. Lísu og Trevor grunaði, að það myndu ekki verða neinir hvíldardagar. „Betty var eitthvað að ympra á því, að við færum á þriðjudagskvöldið til Ben Bramvick, smá tunglskinsgöngu — aðeins sjö kílómetra, með brauð og hitaflöskur — til að sjá sólaruppkomuna.“ „Drottinn minn!“ stundi Lísa. Fenton gat ekki látið vera að brosa. „Þú skalt heldur ekki ímynda þér, að ferð- in með skipinu verði nein hvíldarferð. Það verða alls konar íþróttir og leikir á þilfar- inu á daginn og dans á kvöldin." Lísa greip í handlegginn á honum og leit örvæntingaraugum á hann. „Það verður- þá í eina fimm til sex daga enn, Trevor. Ég lifi það aldrei af,“ stundi hún. Hann tók i hönd hennar. Hún var mjúk og heit-. „Ég er hræddur um, að við getum ekki komizt hjá því.“ Lísa þagði stundarkom. Hún naut þess, að hann hélt enn þá £ hönd hennar. Allt í einu hrópaði hún og augun loguðu og röddin var hás af geðs- hræringu: „Trevor! Jói gamli getur far- ið með okkur yfir á ströndina á bátnum sínum.“ „Já, það segirðu alveg satt, og þaðan getum við komizt með flugvél.“ „Og flogið burt frá öllu saman.“ Hún hló hjartanlega. „En við verðum að vera varkár, svo að engan gruni neitt.“ Hann kinkaði kolli. „1 kvöld, á meðan allir eru að borða, læðumst við burtu.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.