Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 12
12 borðið. „Hubbard vinur minn er maður, sem ekki lætur slíkan orðróm heyrast um sig.“ Hann treysti því, að Gordon væri ókunnugt um orðróminn, sem gekk í borginni, og varúð þá, sem mæður með gjafvaxta dætur sýndu í návist Mart- ins Hubbard. Gordon Bray svaraði engu. Hafi hann vitað eitthvað um þetta, þá lét hann að minnsta kosti ekkert á því bera. Hann sat í mjúkum hæginda- stól andspænis og beið þegjandi átekta. Hermanni varð sú skissa á, að skoða þögn hans sem samþykki og hélt áfram: „En ég er fús til að hjálpa yður með ráð og dáð til að komast áfram í heiminum, til endur- gjalds fyrir hjálp yðar,“ sagði hann. „Daginn, sem systir mín giftist læt ég yður fá tvö þúsund pund — mjög álitleg upphæð, sem mundi hjálpa yður til að ná þeirri stöðu i þjóðfélaginu, sem ég efast ekki um að þér sem ungur og framgjam maður hafið sett yður að markmiði.” Gordon þagði ennþá. Hann leit á Hermann; honum var hughægra, en hann fyrirleit manninn, sem sat fyrir framan hann. Að Zeberlieff skyldi nú einmitt velja hann til að hjálpa sér að koma Veru í þetta hjónaband! Hann hefði getað hlegið að þessari kaldhæðni örlaganna. En hann beið þangað til Zeberlieff hafði lokið við að fjargviðr- ast út af ábyrgðinni á systur sinni. Þá stóð hann á fætur og greip hattinn sinn, sem hann hafði lagt á stól við hliðina á sér. „Eruð þér að fara?“ spurði Hermann undrandi. „Já,“ svaraði Gordon stuttarlega. „Ég er hræddur um, að yður hafi skjátlazt mjög í því, að trúa mér fyrir svo miklu af ráðagerðum yðar, en þér getið verið öruggur um, að ég skal virða trúnaðartraust yðar.“ Hermenn hnyklaði brúnirnar. „Við hvað eigið þér?“ spurði hann hörkulega. „Nákvæmlega það, sem ég segi,“ sagði Gordon Bray stillilega. „Þér biðjið mig bónar, sem væri ljótt og skammarlegt af mér að gera, jafnvel þó að ég væri ekki“ -— hann þagði andartak — „neitt vinveittur systur yðar.“ „Þér neitið — hvers vegna?“ spurði Hermann undrandi.. Það var sannarlega ástæða til að undrast yfir, að þessi maður, sem í hæsta lagi hafði góða skrifstofustöðu, skyldi hafna tækifæri til að græða tvö þúsund pund. „Ef ég gæti haft nokkur áhrif á ungfrú Zeber- lieff,“ hélt Gordon áfram, „myndi ég ekki beita þeim Martin Hubbard til stuðnings, það getið þér verið viss um.“ „Hvers vegna ekki?" spurði Hermann aftur. „Af því að ég elska hana,“ sagði Gordon rólega, „og af því að ég held hún elski mig.“ Þó að einhver hefði kastað sprengju inn í her- bergið, mundi Hermann ekki hafa orðið meira undrandi. VIKAN, nr. 44, 1940 „Þér elskið hana,“ endurtók hann tortryggnis- lega, „þvílík fjarstæða!“ Andlitssvipur Gordons hefði átt að vekja grun hjá honum, en hann hélt áfram: „Nei, góði maður," sagði hann og brosti ill- girnislega, „þér verðið að finna aðra leið til að verða ríkur, en að giftast systur minni!" . „Hættið!" Gordon Bray gekk eitt skref í átt- ina til hans, augun skutu neistum af reiði, „ég .leyfi hvorki yður né neinum öðrum að hafa slík orð um munn,“ sagði hann. „Ég get skilið reiði yðar, ég get vel ímyndað mér, að ég sé ekki sá maður, sem þér mynduð kæra yður um að fá fyrir mág. Á hinn bóginn get ég fullvissað yður um, að þér eruð sá maður, sem ég vildi sízt af öllum fá fyrir mág, ef ég mætti velja. Ég elska systur yðar, og ég ætla að giftast henni, en þó ekki fyrr en ég hefi tryggt mér þá stöðu í þjóð- félaginu, án annarrar hjálpar frá hennar hendi en þess styrks, sem hinn mikli persónuleiki henn- ar veitir mér.“ „Afsakið þó að ég hlægi," greip Zeberlieff fram í; hann var nú fyllilega búinn að átta sig. „Án hennar hjálpar," hélt Gordon áfram og lét sem hann heyrði ekki þessi móðgunarorð, „skal ég tryggja mér stöðu í þjóðfélaginu, og þegar ég hefi náð því takmarki, bíð ég henni hlutdeild í því. Ráðagerðir yðar viðvíkjandi Hubbard ræð ég yður til að hætta við.“ Vippa-sögur. Korni Ikorni. ----- Bamasaga eftir Halvor Asklov. Vippi litli var að ferðast í „flug- vél“ og hann hélt, að hann bær- ist alltaf hærra og hærra upp í loft- ið, en það var byggt á algerðum misskilningi, því að hún fór einmitt niður á við og sat loks föst í trjá- toppi. „Þetta var stutt ferð,“ tautaði Vippi, þegar hann klifraði niður á eina greinina, „og ég skil bara ekk- ert í þessu. Mér fannst vélin vera að fara upp allan tímann." Hann hafði lent I grenitré og þar eð hann langaði lítið til að sitja þama það sem eftir var ævinnar, fór hann að klifra niður. En það var langt á milli greinanna og erfiðleikum bund- ið og engan veginn áhættulaust að komast þetta. Eftir hálftíma settist hann og hvíldi sig og fannst þá, að sér hefði miðað lítið áfram. Ætli það sé mjög langt niður, hugsaði hann og reyndi að sjá jörðina, en sá ekkert nema greinar og aftur greinar. Þetta var hræðilegt. Ef hann kæmist nú aldrei niður á jörðina? Vippi litli varð allt í einu ákaflega hræddur, því að eitthvert lifandi kvikindi þaut fram hjá hon- um og kom við hann, svo að hann fékk högg, líkt og hann hefði verið sleginn með bursta með löngum og mjúkum hárum. Þegar þetta var um garð gengið, fór hann að líta í kringum sig, og sá þá skrítna fígúru sitja á grein rétt undir sér. Dýrið var með rauð- brúnar afturfætur og glápti á hann stórum, forvitnum augum. Eyrun voru stór og rófan löng og stóð beint upp í loftið. Dýrið var svo vinalegt, að Vippi sá strax, að óþarfi var að vera hræddur við það. „Ég heiti Vippi litli,“ sagði hann. „En ég heiti Komi lkomi“, sagði dýrið og strauk yfir- skeggið. Annars var einhver óeirð yfir Ikoma, hann gat aldrei verið kyrr, var alltaf að hreyfa sig. „Hvað „Ég er eins konar lyftudrengur," sagði Ikomi.------- ert þú að gera héma, Vippi litli ? “ spurði hann. „Ég þarf bara að komast niður. Er það langt?" „Það fer eftir því, hvemig á það er litið,“ sagði Korni Ikomi. „Mér finnst það ekki langt. Ég er nefnilega eins konar lyftudrengur og get kom- izt það í einni svipan, en með þinni aðferð tekur það eflaust nokkra daga.“ „Nokkra daga?“ át Vippi eftir honum efablandinn. „Hvaða tré er þetta eiginlega, sem ég hefi lent í?“ „Það er risatré," svaraði Ikorni. „Þú ert að plata mig,“ sagði Vippi vantrúaður. „Það eru engir risar til.“ „Það veit ég ekkert um,“ svaraði Korni Ikomi, „en það em áreiðan- lega til risatré og um það muntu sannfærast áður en þú kemst niður á jörðina." „Þér sögðust vera nokkurs konar lyftudrengur. Þér vilduð ef til vill vera svo góður að lofa mér að fylgj- ast með yður niður," spurði Vippi í bænarrómi. ■ „Það er alveg sjálfsagt, en verst er, ef þú skyldir verða loftveikur. Það verður mikill hraði á okkur." „Uss, ég er ekkert hræddur um það,“ sagði Vippi allmontinn. „Þér ættuð að vita, hve oft ég hefi flogið." „Jæja, seztu þá á bakið á mér og haltu þér eins fast og þú getur, því að missir þú tökin og dettir, þá fer illa.“ „Þakka yður kærlega fyrir," sagði Vippi himinlifandi. Hann klifraði upp á bakið á Ikoma og ríghélt sér um hálsinn á honum. „Þá leggjum við af stað,“ sagði íkomi og stökk beint út í loftið og notaði rófuna eins og stýri. Vippi rak upp óp af hræðslu. Ikomi hlaut að vera búinn að missa vitið. Auðvitað mundu þeir steinrotast báðir — en hann hafði varla sleppt hugsuninni, þegar þeir sátu ömggir á grein. Ikomi hafði aðeins stokkið milli trjáa. „Af hverju farið þér hingað?" spurði Vippi og skalf enn og nötr- aði af hræðslu. „Er auðveldara að komast niður þetta tré en hitt?“ „Þú áttar þig ekki á þessu enn þá: Við fömm hálfgerðar krókaleið- ir niður." Svo stökk hann aftur yfir í sama tréð og þeir höfðu verið í áður. „Ég vil ekki vera með lengur," æpti Vippi. „Þú verður að vera það, ég hefi ekki tíma til að sleppa þér,“ sagði Ikomi og stökk aftur á ská niður. Þetta var versta ferðalag, sem Vippi hafði nokkurn tíma lent í. Ikomi var hárviss í hreyfingum sin- um, en samt var Vippi litli dauð- hræddur. Þegar hann loks stóð föstum fótum á jörðu niðri, eftir ótal stökk á milli trjánna, fannst honum það næsta ótrúlegt, að hann skyldi halda lífi og limum. Hann horfði upp eftir þess- um risatrjám og athugaði bilið á milli þeirra og þakkaði guði fyrir lífgjöfina. „Trúirðu nú að risatré séu til?“ spurði Ikorni til þess að stríða Vippa litla svolitið. „Ég gæti, held ég, trúað hverju sem er eins og stendur," sagði Vippi, því að hann var enn hálfringlaður i höfðinu. „Ertu nú hættur að leika þér?“ var kallað úr tré skammt frá þeim. Það var kona Korna Ikorna, sem ekki hafði skilið, hvað orðið var af manni hennar. „Ég hélt, að þú værir að leita að ljúffengum köngli handa mér,“ sagði hún meinlega. „Ég er að koma, elskan mín,“ svar- aði Komi Ikomi. „Nei, skemmtu þér bara,“ sagði hún og þóttist vera móðguð, en var það auðvitað ekki. „Ég var aðeins að hjálpa þessum litla patta niður á jörðina," sagði Ikomi í afsökunarskyni. „Mér sýnist hann líkjast manni,“ sagði hún. „Ég er líka maður, frú lkomi,“ sagði Vippi. „Mér er illa við mennina, og þú ættir að muna það, Ikomi, að það var maður, sem skaut hana tengda- móður þína,“ sagði hún og leit ávit- unaraugum til manns síns. „Ég er nú á þeirri skoðun, að mennirnir séu ekki alltaf slæmir," hvíslaði Ikomi að Vippa. „Vertu nú blessaður og þakka þér fyrir sam- veruna. Þetta var allra skemmtileg- asta ferð.“ Svo flýtti hann sér upp í tréð til konu sinnar, áður en Vippi gat þakkað honum fyrir og kvatt hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.