Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 44, 1940 7 Gissur leitar að Rasmínu. Þjónninn: Tanlynot greifi var í símanum og sagðist ætla að koma í heimsókn til frú Rasmínu klukkan fimm. Vitið þér nokkuð, hvar hún er? Gissur: Nei, en ég ætla að fara og leita að henni, því að ég veit, að hún vill ekki,.missa af greifanum. Þjónninn (lika að leita): Svei mér þá, ég hélt bara, að þetta væri Rasmína! Gissur: Hún er kannski í hattabúðinni. Eitthvað var hún að suða um hatta. Búðarstúlkan: Nei, því miður hefir frú Ras- mína ekki komið hingað, en það var ágætt að þér minntuð mig á hana, ég þarf endilega að senda henni sýnishorn af nýjustu höttunum okkar. Gissur: Já, þó það nú væri! Gissur: Þér segið, að konan mín hafi ekki kom- ið í þessa skinnaverzlun í meira en heilt ár? Kaupmaðurinn: Já, en það var gott að þér komuð, því að hún á hérna gamlan reikning óborgaðan, sem ég skal nú sýna yður. Gissur: Þér hafið víst ekki, frú Vanentruck, rekist á Rasmínu nýlega? Frúin: Nei, en ég sá hana í gær. Ég er að selja happdrættismiða til ágóða fyrir heimilis- lausa sjómenn. Hún sagði, að ef ég hitti yður, munduð þér kaupa af mér miða. Gissur: Hvað segið þér? IJefir konan mín aldrei komið í þessa búð. Var hún fyrst opnuð í dag? Kaupmaðurinn: Það. eru mörg ár síðan við opnuðum. Og ég skal strax senda henni sýnis- hom af vörum okkar. Gissur (fyrir framan útsöluna: Bezt gæti ég trúað, að hún væri inni í miöjum hópnum. Það væri henni líkast. En sé hún í þessum slagsmálum, þá hún um það, ekki fer ég að hætta lífi minu fyrir hana. Það er ekki að kynja, þótt hún sé herská heima fyrir, ef hún tekur daglega þátt í svona bardögum. En skyldi hún hafa hökukeflið með sér i þessa Jeiðangra? Gissur: Stjáni minn, þú hefir víst ekki séð kon- una mína sigla hérna framhjá í dag? Stjáni: Nei, en ég hélt ég hefði heyrt í henni í nokkur hundruð metra fjarlægð, en þegar ég gáði betur að, var það veghefillinn. Gissur: Jæja, ég er nú búinn að gera allt, sem ég get til þess að finna Rasmínu, og nú finnst mér ég eiga skilið að fá mér svolitla hressingu, og halda svo áfram leitinni á eftir. Veitingamaðurinn: Ha? Bara eitt glas og fara svo? Gissur: Já, ég hefi mikið að gera; ég er að leita að konunni minni. Við höfum skipt um hlutverk, hún er sem sé vön að leita að mér. Rasmína: Þorparinn þinn! Það er eins og vant er, þú hefir auðvitað haldið þig hér í allan dag! Hypjaðu þig nú heim með mér!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.