Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 44, 1940 11 <|Q Framhaldssaga eftir EDQAR WALLACE „Og auglýsa hann enn þá meira með því?“ spurði Hermann. „Láta hann fá ókeypis auglýs- ingu? Það er ekki til neins. Við verðum að finna einhver önnur ráð.“ Hann fylgdi röðinni með aug- unum, sem mjakaðist jafnt og þétt að upplýst- um dyrum verzlunarinnar, og virtist þó aldrei minnka. „Gerum ráð fyrir, að þetta haldi svona áfram og salan hjá þér minnki niður í tiu pund á dag, hvemig endar það?“ spurði hann. Það var kökkur í hálsinum á Zeberlieff, sem hann reyndi að kingja. „Með gjaldþroti," sagði hann, „verzlunin fer á hausinn. Við höfum ekki efni á að heyja slika samkeppni. Við gætum ekki borgað neinn arð, af því að við höfum enga varasjóði. Og það eru ekki aðeins við, sem verðum fyrir þessu, það eru sex verzlanir hér í nágrenninu, sem eru verr settar en við. Þær fara allar á hausinn.“ „En ef þið komið ykkur allir saman um að sigra hann í samkeppninni ? “ Leete hristi höfuðið bölvandi. „Hvað stoða orð! Þetta er staðreynd, sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Hann hefir efni á að tapa einni milljón punda ■— en við ekki. Hver heldurðu að vilji leggja fé í verzlun, eins og nú er ástatt? Ekki einn einasti banki í City mundi vilja lána okkur grænan eyri, fyrr en það er fyllilega ljóst orðið, hvað King Kerry hefir í hyggju. Eina vonin okkar er, að hann þreytist." „Hann þreytist ekki,“ sagði Hermann. Hann leit yfir á gangstéttina. Nokkrir skemmtiferðamenn höfðu safnast þar saman til að horfa á þessa undarlegu nætursölu. Zeberlieff kom auga á ungan mann á meðal þeirra, sem honum fannst hann hafa séð fyrr. 1 fyrstu gat hann ekki almennilega komið því fvrir sig, hvar hann hefði séð þetta andlit fyrr, en svo mundi hann allt í einu, að han'n hafði séð það í Park Lane. Þetta var ungi stúdentinn, sem komið hafði að sækja Vem. Hann var aleinn og skoðaði þessa einstæðu sjón af mikilli athygli. Kétt hjá stóð annar ungur maður, sem horfði á það sem fram fór með viðurkenningarsvip. 18. KAPlTULI. Maðurinn, sem þrætti. Hermann Zeberlieff var alltaf fljótur að fram- kvæma hugsanir sinar. Hann varð að komast að þvi, hvort Vera hefði verið kuldaleg í garð þessa unga manns. Hann fór út úr bílnum og mddi sér braut til Gordons Bray. „Ég held að við höfum sézt áður,“ sagði hann um leið o.g hann heilsaði, og hann var svo vin- gjarnlegur, að það vakti engan grun hjá Gordon. Þeir spjölluðu saman stundarkom. Auðvitað um King Kerry. „Finnst yður hann ekki stórkostlegur ? “ spurði Gordon Bray með hrifningu. „Mjög svo,“ sagði Zeberlieff þurrlega. „Hann er lika svo rausnarlegur í garð starfs- fólksins,“ hélt Gordon áfram algerlega óafvitandi um það, að ekkert var ólíklegra til að finna hljómgrunn hjá Zeberlieff en einmitt hól um King Kerry. „Eg hitti ungfrú Elsie Marion við hádegis- verðinn í dag.“ „Elsie Marion ?" spurði Hermann með sýnileg- um áhuga. í»að, sem skeð hefir hingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. A bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig ,,L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sína and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear. Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati Zeberlieff af því að hann hafi hagað sér svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir Zeberlieffs, býr hjá honum, af því að faðir þeirra setti það skilyrði í erfðaskránni, að þau byggju saman i fimm ár og nú eru að- eins nokkrir dagar eftir af þeim tíma. Vera óttast bróður sinn. Bray kemur til að sækja Veru, og aka þau til skólans, þar sem hún úthlutar verðlaunum. Bray, sem er einn nemendanna, fær verðlaun. Hjá Zeberlieff eru fjórir menn til miðdegisverðar. Vera vill ekki koma niður til þeirra, en Zeber- lieff fer þá upp til hennar og ætlar að ráða hana af dögum. Það tekst þó ekki. Vera brýtur rúðu í búðarglugga Kings, til þess að láta setja sig í fangelsi. Elsie hefir keypt „Evening Herald" fyrir King. Zeberlieff vill gifta systur sína Hubbard „fagra“, til þess að klófesta þannig auðæfi hennar. King stórhækkar allar vörur í „Kerry Magasin", fullkomnar verzlunina geysi- mikið og veltan verður gífurleg. Gordon kinkaði kolli. „Já, einkaritara hans; við bjuggum einu sinni á sama stað“ — hann brosti — „áður en Elsie datt í lukkupottinn." „Og hvað segir hún um mikilmennið ? “ spurði Hermann og það var ekki laust við hæðnishreim í röddinni. Gordon hló. „Yður finnst sjálfsagt, að ég sé nokkuð fljótur til að hrífast," sagði hann, „og þér, sem Ameríkumaður, eruð sjálfsagt vanur starfsaðferðum og dugnaði landa yðar, og finnst því ekki eins mikið til um aðferðir hans og mér.“ „Jú, það getið þér verið viss um,“ sagði Her- mann, en átti þó ekki alveg við það sama og Gordon. „Ég vildi gjarnan fá tækifæri til að tala við yður, herra Bray, það er svo margt, sem við gæt- ur talað um. Mér hefir verið sagt, að þér hafið verið í réttinum, þegar dómurinn var kveðinn upp yfir systur minni." Gordon sneri sér við og leit á hann alvarlegum augum. „Já,“ sagði hann stillilega. „Það var ljóta vitleysan, að hún skyldi taka upp á þessu," sagði Hermann. Gordon roðnaði. „Ég held, að hún muni hafa haft mikilvæga ástæðu til þess,“ sagði hann. Hermann brosti með sjálfum sér. Hann var greinilega einn' af þessum sauðtryggu greyjum, sem tilbiðja konuna sem þeir elska, og láta hana sparka í sig eða klappa sér, allt eftir duttlungum hennar. „Ætlið þér að koma og spjalla við mig?“ spurði hann. „Hvenær?" spurði Gordon. „Núna,“ sagði Zeberlieff. Gordon starði á hann. „En er það ekki allt of seint?" spurði hann. „Alls ekki, ef þér hafið tima til þess.“ Þeir gengu að bílnum og Zeberlieff kynnti Gordon fyrir herra Leete. Leete átti erfitt með að dylja óánægju sína yfir nærveru þessa þriðja manns, einmitt núna, þegar hann hafði ætlað að biðja Zeberlieff um lán til að styrkja Gouldings í samkeppninni. Leete var ekið heim til sin, en hinir tveir héldu áfram til Park Lane og settust þar inn á skrif- stofu Hermanns. „Ég sný mér beint að málinu, herra Bray,“ sagði Hermann, eftir stundarkom. „Eins og þér ef til vill vitið, er ég auðugur maður, og þér eigið, eftir því sem mér hefir skilizt, engar allsnægtlr af þessa heims gæðum." Gordon Bray kinkaði kolli. „Það er rétt,“ sagði hann. „Ég er fús til að hjálpa yður, ef þér viljið hjálpa mér,“ hélt Hermann áfram. „Þér vitið kannske, að systir mín er trúlofuð?" Það var stutt þögn; svo sagði Gordon, og rödd- in var svo lág að varla heyrðist: „Nei, það vissi ég ekki.“ Hermann leit hvasst á hann. „Jú, hún er trúlofuð vini mínum Martin Hub- bard — þér hafið kannske heyrt hann nefndan — hann er einn af kunnustu mönnum borgarinnar, og er mér mjög nákomin, af því að hann heitir sama nafni og þjónninn; ég skal alltaf minnast hans,“ sagði hann brosandi. Fram að þessu hafði Zeberlieff ekki látið sér til hugar koma, að hann gæti á nokkum hátt sært tilfinningar Gordons. Það hafði aldrei hvarfl- að að honum, að maður af alþýðustétt gæti borið í brjósti alvarlegar tilfinningar í garð konu, sem stóð honum svo langtum ofar í mannfélaginu. Það var eitthvað í andliti unga mannsins, sem kom honum á óvart, og hann horfði tortrygginn á hann. „Ég vona, að þér samþykkið trúlofun systur minnar,“ sagði hann með góðlátlegu hæðnisbrosi. „Það er ekki á mínu valdi að samþykkja eða banna það,“ sagði Gordon rólega. „Ég get aðeins látið í ljósi von mína um það, að hún megi verða hamingjusöm." Gmnur Hermanns hvarf. „Ég býst ekki við, að hún verði neitt sérlega hamingjusöm," sagði Hermann kæruleysislega. „Þegar á allt er litið, er hamingjan býsna óljóst hugtak. Kona, sem á tvær til þrjár milljónir punda, getur fundið hamingju, þar sem fátæk köna —“ „Hvernig get ég hjálpað yður?“ hrópaði Gor- don. Hann varð að segja eitthvað. Honum fannst, að hjartsláttur sinn hlyti að heyrast um allt herbergið. Ömurleikatilfinninguna, sem hafði gripið hann, mátti greinilega lesa á andliti hans. „Ég hefi ástæðu til að halda," sagði Hermann hægt, „að systir mín hafi mikið álit á yður. Ég minnist þess nú, að hún hefir oft talað um yður. Það kemur mjög oft fyrir," hélt hann áfram, án þess að taka nokkurt tillit til tilfinninga Gordons, „að ungar stúlkur af stétt systur minnar taka mikið tillit til ráða, sem þær fá frá mönnum af yðar stétt, og ég held, að þessu sé þannig varið með systur mína og yður. Þér gætuð orðið mér til mikillar hjálpar," sagði hann með áherzlu, „ef þér viljið neyta áhrifa yðar til að flýta fyrir þess- ari giftingu, þegar systir mín kemur úr fangels- inu. Ég býst við,“ sagði hann hugsandi, „að hún muni sýna mótþróa, þegar hún kemst að raun um, að ég hafi komið málinu í kring." „Hún veit það þá ekki?“ „Ekki ennþá," sagði Hermann. „Systir mín er óvenjuleg ung stúlka; hún hefir oft valdið mér áhyggja í þau ár, sem ég hefi borið ábyrgð á velferð hennar. Þér eruð svo mikill heimsmaður, herra Bray, að þér hljótið að skilja ábyrgð mína, og viðleitni mína til að tryggja henni hamingju- sama framtíð. Svona auðug, ógift stúlka er sífellt i hættu fyrir samvizkulausum fjárplógsmönnum," hélt hann áfram og trommaði með fingrunum á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.