Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 16

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 16
16 VIKAN, nr. 44, 1940 Flöskur og glös. Við kaupum daglega fyrst um sinn allar algengar tegundir af tómum flöskum og ennfremur tóm glös af öllum tegundum, sem frá okkur eru komin, svo sem und- an bökunardropum, hárvötnum og ilm- vötnum. Móttakan er í Nýborg. Lánsupphæð. Tveir flokkar. Útdráttur - Gjalddagi. Endurgreiðslu- réttur. Vextir. Trygging. Sölugengi. Nafnverð bréfa. Útboðsdagur. Sölustaðir. Greiðsla kaupverðs. Forkaups- réttur. Lánsútbod Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir, með samþykki ríkisstjórnarinnar, ákveðið að taka skuldabréfalán, að upphæð kr. 3.000.000.00 — þrjár milljónir króna — til greiðslu á ósamningsbundnum skuldum bæjarsjóðs. Lánið verður boðið út í tveimur flokkum, fyrra (I.) flokki, að upphæð krónur 1.000.000.00 — ein milljón krónur — til endurgreiðslu á 3 árum (1941—1943) með jöfnum árlegum afborgunum, og síðari (II.) flokki, að upphæð kr. 2.000.000.00 — tvær milljónir króna — til endurgreiðslu á 15 árum (1941—1955) með jöfnum ársgreiðslum (Annuitetslán). Lánið verður endurgreitt samkv. framanrituðu, eftir útdrætti, er notarius publicus framkvæmir í september ár hvert og er gjalddagi útdreginna bréfa hinn 31. desember næst á eftir útdrætti, í fyrsta sinni 31. desember 1941. Bæjarstjórnin áskilur sér rétt til að endurgreiða lánið fyrr að fullu, eða að nokkru leyti eftir útdrætti, er notarius publicus framkvæmir. Vextir af láninu (báðum flokkum) verða 5% p.a. og greiðast 31. desember ár hvert gegn afhendingu viðeigandi vaxtamiða, í fyrsta sinni 31. des. 1941. Til tryggingar láninu eru allar eignir og tekjur bæjarsjóðs Reykjavíkur. Skuldabréf I. flokks verða seld fyrir nafnverð, en skuldabréf II. flokks fyrir 97% af nafnverði. Upphæð skuldabréfa verður 5000 kr., 1000 kr., 500 kr. og 100 kr. og geta áskrifendur valið á milli bréfa með þessu nafnverði. Fimmtudaginn 24. þ. m. og næstu daga verður mönnum gefinn kostur á að skrifa sig fyrir skuldabréfum á þessum stöðum hér í bænum: I bæjarskrifstofunum, Austurstræti 16, - Landsbanka íslands, Austurstræti 11, - Útvegsbanka íslands h.f., Austurstræti 19, - Búnaðarbanka Islands, Austurstræti 9, - Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Hverfisgötu 21, - Kauphöllinni, Hafnarstræti 23, og hjá hæstaréttarmálaflutningsmönnunum: Eggert Claessen, Vonarstræti 10, Garðari Þorsteinssyni, Vonarstræti 10, Jóni Ásbjörnssyni, Sveinbirni Jónssyni og Gunnari Þorsteinssyni, Thorvaldsensstræti 6, Kristjáni Guðlaugssyni, Hverfisgötu 12, Lárusi Fjeldsted og Th. B. Líndal, Hafnarstræti 19, Lárusi Jóhannessyni, Suðurgötu 4, Ólafi Þorgrímssyni, Austurstræti 14, Pétri Magnússyni og Einari B. Guðmundssyni, Austurstræti 7, Stefáni Jóh. Stefánssyni og Guðmundi I. Guðmundssyni, Austurstr. 1. Tekið verður við áskriftum í venjulegum afgreiðslutíma þessara aðila. Bréfin, með vaxtamiðum frá 1. janúar 1941, verða afhent á sömu stöðum, gegn greiðslu kaupverðsins, frá 15. nóvember næstkomandi og kaupendum þá jafnframt greiddir vextir til áramóta. Þeir, sem skrifa sig fyrir skuldabréfum II. flokks (15 ára bréfum) eiga forkaupsrétt að skuldabréfum I. flokks (3ja ára bréfum) ef þeir óska þess og að réttri tiltölu við kaup þeirra á II. flokks bréfum. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. október 1940. Bjarni Benedikfsson, settur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.