Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 44, 1940 5 Endalok Jacks London. Jack London hafði í janúar 1916 farið með Charmian til Hawaii í þeirri von, að sólin mundi færa honum bata. En í þetta skipti varð hann hvorki heilbrigð- ari á líkama né sál við dvölina þar. Hann samdi „Michael, bróðir Jerrys“, nokkrar veigalitlar Hawaii-smásögur og hóf að vinna að bók um stúlkuna Cherry, sem var ættblendingur. Hann lauk henni aldrei. Nú drakk hann mikið, til þess að flýja sorgir sínar og getuleysi, en hvorugt tókst. Er hann kom aftur heim til Glen Ellen, mátti segja, að vinir hans þekktu hann naumast. Eliza sagði, að hann væri gjörbreyttur. Hann var orðinn feitlaginn, öklarnir bólgn- ir, andlitið þrútið og augun dauf. Hann var skapstyggur, kjarklaus og þjakaður. Hann hafði tapað fótfestunni og menn sáu hann drukkinn í Oakland og hann olli hneykslum á almannafæri. Skömmu eftir heimkomuna fór hann til Piedmont, til þess að tala við Bessie, því að nú var honum loksins orðið ljóst, að hann hafði komið hrottalega fram og að það var hans eigin sök, að hann hafði misst öll tök á dætrum sínum. 1 stað tveggja lágra skuldabréfa, sem ekki átti að draga út næstu árin, bauð hann henni tvöfalt á við það, sem hún hafði áður feng- ið frá honum. Bessie þáði gjöfina. Þessi fundur þeirra Jacks og Bessiear var ástúðlegur. Jack sagði við hana: „Ef þú þarft einhvern tíma á mér að halda, þá skal ég strax koma til þín, jafnvel þótt ég þá verði á heimsenda.“ Bessie svaraði honum á þessa leið: „Ég býst ekki við því, Jack, að ég þurfi á þér að halda, en ef það skyldi koma fyrir, þá lofa ég því að láta þig vita.“ Að Elizu slepptri, var það aðeins ein manneskja, sem Jack elskaði og bar ótak- markað traust til. „Nakata, þú hefir verið hjá mér dag og nótt síðustu sex, sjö árin. Þú hefir staðið við hlið mér í alls konar háska. Ég gleymi því aldrei, með hve miklu hugrekki og trúfesti þú hefir fylgt mér. En ég gleymi heldur ekki gleðistund- unum, er við hlógum báðir og skemmtum okkur eins og einn mað- ur.“ Nakata, sem yfirgaf „herra sinn“, til þess að nema tannlækningar í Honolulu, svaraði honum: „Þú lezt mér í té húsnæði og fæði, þú sast hjá mér næturlangt, þegar ég var að dauða kominn af eitrun. Þú eyddir þínum dýr- mæta tíma í að kenna mér að lesa og skrifa. Þú lézt mig koma fram fyrir gesti þína sem vin þinn og son. Þú með- höndlaðir mig eins og ég væri sonur þinn. Og „Ég hefi þjáðst mikið, en ég hefi líka notið lífsins ríkulega — og það var samnarlega þess virði að lifa því,“ sagði rithöfundurinn frægi skömmu áður en lífið varð honum svo óbærilegt, að hann réði sig af dögum. — Hér fer á eftir síðasti þáttur ævisögu Jacks London EFTIR IRVING STONE. það er hjartagæzku þinni að þakka, að svona samband var á milli okkar.“ Og þannig varð þessi japanski þjónn Jacks London eini sonur hans, en hann bar ósvikna sonarást í brjósti til Jacks. Þegar Eliza sagði: „Jack, þú ert einmanalegasti Fram á síðustu stund annaðist Eliza Shepard um búgarð síns ástfólgna bróður. Kvöldið áður en hann dó röbbuðu þau saman um margt, sem gera átti á næstunni. Morguninn eftir var hún vakin með þeim boð- skap, að Jack London lægi meðvitundarlaus í rúmi sínu. maðurinn í heiminum. Þú hefir aldrei not- ið neins af því, sem þú þráðir mest,“ þá svaraði hann: „Hvernig í dauðanum hef- irðu komizt að þessu?“ Jack hafði alltaf haldið því fram, að hann vildi lifa stuttu en hamingjusömu lífi. Hann vildi vera leiftrandi stjarna á himni samtíðar sinn- ar og óskaði þess heitt, að hugs- anir sínar fengju rúm í hvers manns hjarta. Hann vildi bregða frá sér skærri birtu og loga alveg upp, áður en dauðinn sækti hann, meðan hann ætti eyri til og hugsjónir, sem hann var ekki búinn að fram- kvæma. Jack og George Ster- ling höfðu alla tíð verið ásáttir um, að þeir ætluðu aldrei að verða hrumir. Þegar dagsverki þeirra væri lokið og líf þeirra f jaraði út, þá ætl- uðu þeir að hverfa af sjónarsviðinu. En Jack London átti margt eftir óskrif- að, sem hann ætlaði sér að ljúka við, þar á meðal var skáldsaga um Krist, sjálfs- ævisaga með heitinu „Sjómaður á hest- baki“ og skáldsagan „Fyrir örófi alda“, er átti að gerast á þeim tímum, þegar jarð- hnötturinn kólnaði. En Jack var orðinn þreyttur um fertugt. Þegar hann horfði á öll söguefnin, sem hann hafði skrifað nið- ur, þá fannst honum hann vera eins og örmagna hnefaleikamennirnir, er hann hafði lýst — hann riðaði á fótunum, kjark- urinn var þrotinn, hann varð að víkja fyrir því, sem hann svo oft hafði nefnt „hina ódrepandi og ósigrandi æsku, þeirri æsku, sem hlaut að fá vilja sínum framgengt og aldrei mundi deyja.“ Það olli honum mikillar undrunar, hve oft menn urðu frægir fyrir smámuni. Gagnrýnendumir sögðu, að hann skorti andagift. Hann valdi sér í rauninni verk- efni á tvennan hátt. Á öðru leitinu voru efnin, sem bárust honum fyrirhafnarlaust upp í hendurnar, en á hinu leitinu var sú hlið hlutanna, sem aðeins örfáir komu auga á. Þegar hann var fréttaritari í rússnesk- japanska stríðinu, kom embættismaður á hótelið til hans og skýrði honum frá því, að allir íbúarnir hefðu safnast saman fyrir utan húsið 1 þeim tilgangi að fá að sjá hann. Jack varð mjög hreykinn af því með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.