Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 44, 1940 gengur annars að þér? Þú prédikar eins og versta herkerling.“ „Vertu ekki að trufla mig, ég þarf að segja það, sem mér býr í brjósti. Ég var að tala um, að við hefðum verið forskrúf- aðar tildursdrósir um fermingu, og hvað gerðu svo skólarnir úr okkur? Við urðum ennþá fínni dömur en áður, en menntunin okkar er næfurþunn skel. Og hvað svo, Kaja? Við sitjum á sínum skrifstofustóln- um hvor, sætar og sjálegar, með „perma- nent-krullur“, reittar, þvottekta augabrýr, gljáðar neglur, nýtízkuklæddar í rang- hverfum ,,pjúr“-sokkum. Við vinnum eins og vélar, æfðar og vissar, ef ekki slær út í fyrir okkur. Þegar vinnutímanum er lok- ið, tekur gatan við okkur, kaffihúsin, bíó- in, bölhn, bílarnir. Við erum eins og brúð- ur, sem teflt er fram. Við berumst alltaf með straumi og öll spor hverfa. Þegar við vorum böm snerum við okkur út úr vanda með lygum og fagurgala. Okkur óar ekki við því enn að beita sömu brögðum, en nú erum við orðnar leiknar í því að forðast áhættur og afleiðingar. Við höfum lagt undir okkur viss svið, og og þar missum við ekki átta og fátt getur komið okkur óvænt nú. Sannleikurinn er sá, að við höfum verið sviknar um allt, sem átti að gera okkur að manneskjum. Við höfum aldrei þurft að ganga í berhögg við neitt, aldrei bera ábyrgð á neinu. Það eina, sem við höfum tamið okkur, er lægni, eða hvað ég á að kalla það. Ég á við, að við séum dálítið glúrnar stelpur, og það heldur okkur upp úr svaðinu. Og svo höfum við líka okkar ,,móral“, þann að tefla aldrei of djarft og treysta engu um of, því að við vorum ekki gamlar, þegar vesalmennska mannanna blasti við okkur. Ertu sofnuð, Kaja?“ „Nei, blessuð haltu bara áfram, þú ert óborganleg.“ „Kaja, hvað heldurðu að verði svo um okkur að lokum, þig og mig, og svo ótal margar aðrar, sem hafa sett ljós sitt undir mæliker og vanrækt að þroska sál sína? Hvað tekur við, þegar við erum ekki ungar og laglegar lengur og karlmönnunum hætt- ir að lítast vel á okkur. Hvað getur þá fyllt út eyður endalausra ára?“ „En mennirnir og börnin. Þú ætlar þó ekki að dæma okkur til að pipra ofan á allt annað ?“ „Heldurðu að við eigum börn? Nei, auð- vitað reynum við að halda í unglegan vöxt eins lengi og auðið er, og svo nennum við blátt áfram ekki að leggja það á okkur að fóstra börn. Finnurðu það ekki, Kaja, að við höfum glatað þeim verðmætum, sem við fengum í vöggugjöf. Við höfum ausið æsku okkar og tilfinningum út í Pétur og Pál og þegar líf okkar ætti raunverulega að byrja, erum við útlifaðar. Við höfum skipt oftar um elskhuga en um kápur.“ „Góða Lillí, vertu ekki svona barnaleg. Hver meðalkona á 10—12 elskhuga. Til- vonandi eiginmenn okkar eiga sjálfsagt margar ástir að baki. Og þó að þeir hefðu ekki lifað eins öru lífi og við, er engin ástæða fyrir okkur að setjast í sekk og ösku vegna þess. Sannaðu til, við verðum ágætis eiginkonur eftir öll ævintýrin." „Getur þú ekki gert þér neina grein fyrir því, Kaja, að það er ekki eðli kon- unnar að lifa slíku lífi, og það hefnir sín, þegar hinu frumstæða eðli _ er misboðið. Sönn, óspillt kona hefir aðeins hneigð til að elska einn mann, ala honum börn og gera heimili þeirra að fögrum og friðlýst- um reit. Svona lítið hlýturðu þó að geta skilið í sálarhfi konunnar.“ „Þú talar um sálarlíf konunnar, en ég skil það, og þess vegna veit ég, að nú hef- irðu gert eitthvert bölvað glappaskotið. Þú ert í „daginn-eftir-stemningu“, og ef til vill dálítið óþægilega timbruð. Því finnst þér allt óþolandi, líf þitt hafi farið for- görðum og þú eigir. enga viðreisnarvon. Til þess að finna afsökun fyrir sjálfa þig, skellirðu allri skuldinni á foreldra þína og umhverfi. Ó, ég held ég þekki þetta svarta þunglyndi eftir algleymi næturinnar. En örvæntu ekki, mín kæra, þó að mein komi eftir munað, því að það eru til ráð við öhu . . .“ „Hættu þessu málæði, Kaja. Sérðu ekki að klukkan er að verða níu. Ef við náum ekki í „strætó" verður sýningin byrjuð áður en við komumst inn í bíó. Taktu sígaretturnar hennar mömmu með, svo að við höfum eitthvað að reykja í hléinu ...“ Hvernig möndulveldin hugsa sér að taka Gibraltar. „Dymar að vesturenda Miðjarðarhafs", eins og kalla mætti Gíbraltar, hefir um margar aldir verið þrætuepli stórþjóðanna. Það fyrsta, sem getið er um þennan klett á suðurodda Spánar, er þegar Rómverjar stofnuðu þar ný- lendu, sem þeir kölluðu Julia Calpe. Þegar Márar réðust inn í Spán árið 711, lögðu þeir undir sig nýlenduna og byggðu þar kastala, sem fékk nafnið Gibraltar eftir Márahöfðingja Djebel al Torik að nafni. Ferdinant IV. Spán- arkonungur náði kastalanum 1302, en missti hann fljótt aftur. Árið 1462 náðu Spánverjar honum enn á ný og héldu honum þangað til 1704, að Englendingar tóku hann í spánska erfðastríðinu. Spánverjar hafa síðan gert margar tilraunir til að ná honum, meðal ann- ars á árunum 1779—’81, en ekki tekist. Nú í þessari styrjöld er Gíbraltar að nýju á dagskrá. Hér er kort af Gíbraltar og um- hverfi, sem sýnir hvemig möndulveldin hugsa sér að flæmá Englendinga frá „dyravarðar- stöðu“ þeirra við Miðjarðarhaf. (Hér fer á eftir þýðing á áletrunum korts- ins: 80.000—100.000 Nazy torps reported in Spain: 80.000—100.000 manna þýzkt lið flutt til Spánar. — Fortied by Germans [1]: Víggirt af Þjóðverjum. — Boundary: landamæri. — Neutral ground: Hlutlaust svæði. — British line: Brezk varnarlína. — Barricaded roads: Víggirtir vegir. — Battery: Virki. — Nazy a.rtillery mounted here [2]: Þýzkar stórskota- liðsstöðvar. — German guns threaten Gibralt- ar here [3]: Þýzkar fallbyssustöðvar).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.