Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 44, 1940 15 Vikunnar. Lárétt: 1. Ávextir. — 6. Fífl. — 11. Hrufa. — 12. Umbúðir. — 13. Skurður. — 14. Lykt. — 16. Flökkumaður. — 19. Drukkinn. — 21. Verkfæri. — 22. Húsdýr. — 25. Steinn. — 26. Mjúk. — 27. Viður. — 28. Óðagot. — 29. Æðir. — 33. Anar. — 34. Alda. — 35. Ótryggt. — 36. Vera til. — 40. Veiða. — 44. Samið. — 45. Nokkuð. 47. -hýða. — 48. Einstigi. — 50. Kort. — 52. Telpunafn. — 53. Stráir. — 55. Voldugur. — 57. Músikorð. — 59. Landið. — 60. Nautn. — 61. Helzti. — 62. Fiskimaður. — 63. Örvasa. Fenton bar hönd hennar upp að vörum sínum og kyssti hana. „Lísa, þú ert hrein- asta afbragð,“ sagði hann. Tunglið stafaði silfurbjarma á flóann, og mótorbáturinn klauf öldurnar. Jói gamli sat við stýrið í þungum þönkum, og Lísa og Fenton sátu aftur í og horfðu löngunarfullum augum til strandarinnar. ,,Ég botna ekkert í, hvernig þú komst að því, að það var ég sjálfur, sem sendi mér skeytið,“ sagði hann. Hún brosti til hans. „Láttu þjóf grípa þjóf.“ „Áttu við, að þú hafir líka .. . ? Það datt mér ekki í hug.“ „Ég er ekki búin að gleyma að leika,“ sagði hún. Hann leit hugsandi á hana. „Ég hefi víst líka verið að leika, þó að mér hafi ekki verið það ljóst sjálfum.“ „Nú?“ hún leit undrandi á hann. „Já,“ sagði hann, „með því að láta sem ég héldi, að þú værir ekki lengur hættu- leg hugarró minni.“ „Trevor, þetta kemur svo óvænt,“ sagði hún stríðnislega. En augnatilht hennar gaf honum kjark til að taka hana í faðm sér. „Það er undarlegt að við skyldum bæði vera að leita að því, sem við raunverulega höfðum fyrir framan augun á okkur,“ sagði hún og varp öndinni eins og í sælu- vímu og hallaði sér upp að öxl hans. „Þú átt við ást og rómantík,“ sagði hann. „En ég ætla að láta þig vita, að þetta er annað og meira en „ást í sumar- fríinu“. Kirkja Krists í ríki Hitlers. Séra Sigurbjörn Einarsson, prestur að Breiðabólstað á Skógarströnd, hefir nýlega sent frá sér bók, er hann nefnir: „Kirkja Krists í ríki Hitlers“. Höfundur segir í eftirmála m. a.: „Tilgangur þessarar bókar er sá að gefa íslenzkum almenningi hugmynd um kjör kristinnar kirkju í ríki nazismans. Hitt ætti ekki að þurfa að taka fram, að hér er ekki um áróður að ræða gegn hinni þýzku þjóð — þjóð Marteins Lúthers og Jóhanns Sebastians Bachs, þjóð, sem vér Islendingar höfum haft fulla ástæðu til að dá og virða. Nazisminn er hennar ógæfa en ekki sök.“ Bókin skiptist í níu höfuðkafla: I. Nationalsocialismi og kristindómur. II. Hin þýzk-kristna trúarhreyfing. III. Nýir spá- menn og gamlir spádómar. IV. Tímamót. V. Óstjórn. VI. Harðstjórn. VII. Jákvæður kristindómur. VIII. Átökin um æskulýðinn. IX. „Aber Gott . ..“. Svo er og eftirmáli og heimildartilvísanir. Séra Sigurbjörn Einarsson er viður- kenndur gáfu- og fræðimaður og ekki nein veimiltíta í vopnaburði, enda er bók þessi glöggt yfirlit yfir átökin í kirkjumálun- um þýzku undanfarin ár. Það er slæmt um slíka bók, að hún er því miður ekki vel prentuð. Lóðrétt: 1. Gera kúnst. — 2. Mannsnafn. — 3. Festir hendur á. — 4. Góðir eiginleikar. — 5. -vísi. — 6. Bardaga. — 7. Stytt mannsnafn. — 8. Vesæla. — 9. Höndla. — 10. Kjaftar. — 13. Andvarp. — 15. Bifað. -— 17. Lengdareining. — 18. Stórfljót í Evrópu. — 20. stytt mannsnafn. — 23. Borða. — Þjódgarður Reykvíkinga. C íðastliðinn sunnudag bauð stjórn Skóg- ^ ræktarfélags íslands blaðamönnum og nokkrum öðrum gestum í bílferð upp að Silungapolli. Þaðan var gengið um Hólms- og Elliðavatnshraun, fram hjá Gvendar- brunnum og að Elliðavatni og ekið síðan aftur til bæjarins. Tilgangurinn með för þessari var að skoða land þetta, af því að mætir menn, sem framarlega standa í skógræktarmál- um Islands, hafa rætt um það sín á milli og stungið upp á því að tekið yrði all- mikið landssvæði undir þjóðgarð, væntan- legan skemmti- og hvíldarstað fyrir Reyk- víkinga og Hafnfirðinga og aðra þá, sem aðstöðu hefðu til að njóta hans. 1 hrauninu er allmikill gróður, að vísu ekki stórvaxinn, en þó víða myndarlegar birkihríslur. En féð, meinvættur skógar- gróðursins, stendur þarna fyrir þrifum eins og annarsstaðar, þar sem ekki tekst að halda því frá. Er því hin mesta nauð- syn á, að girða land þetta vandaðri girð- ingu og yrði hún líklega að vera 12—15 km. á lengd. Og mun það mál í undirbún- ingi frá bæjarins hálfu. En hér þarf meira að 'gera. Ríkið á landareignina Hólm, en Reykjavíkurbær Elliðavatn. Og þetta eru fegurstu blettirn- ir í nágrenni bæjarins, enda hafa margir komið auga á það og reist sér þar sumar- bústaði á fögrum stöðum. Við Elliðavatn er tilvalinn skemmtisamkomustaður. Hér þurfa fleiri aðilar að taka höndum saman við hina ágætu forustumenn Skógræktar- 24. Bókstafur. — 30. Hreyfing;. — 31. Starf. — 32. Lofttegund. — 33. Fjölskylda. — 36. Jarð- tegund. — 37. Snemma. — 38. Róa. — 39. Kerling. — 41. Fjárdrátturinn. — 42. Vökvi. — 43. Ógn- þrungið. — 45. Bardagi. — 46. Tónn. — 49. Sveif. — 50. Illur. — 51. Fyrirlitna. — 52. Bílstjóri. — 54. Þessi. — 56. Hreyfist. — 58. Eldstæði. — 59. Ábreiða. félagsins um að gera allt þetta land, að fyrirmyndar skemmti og hvíldarstað fyrir bæjarbúa. Slíkan þjóðgarð, þar sem menn eru ekki dregnir í dilka eftir pólitískum skoðunum, vantar oss tilfinnanlega. Svo er eitt enn í sambandi við þetta. Að undanförnu hefir verið gengið í Rauðhól- ana og tekið þaðan geisimikið efni til ofaní- burðar. Það verður að stöðva, því að Rauð- hólarnir mega ekki missa sín, þeir setja skemmtilegan svip á landslagið. Hugmyndina að friðun landsins í þessum tilgangi eiga þeir Árni G. Eylands fyrrv. form. Skógræktarfélagsins og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. En formaður Skógræktarfélags íslands er Valtýr Ste- fánsson ritstjóri. Lausn á 61. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Stór. — 5. Bessi. — 9. Mauk. — 13. Áusan. — 15. Kví. — 16. Garri. — 17. G.G. — 18. Farkostur. — 21. Gl.----23. Mói. — 24. Tól. — 26. Naut. — 30. Ussa. — 32. Smán. — 34. Lús. — 36. Önnu. — 38. Blóta. — 40. Köldu. — 43. Kæl. — 45. Tiglótt. — 47. Rop. — 49. Að. — 50. Met. — 51. Tug. — 52. Tá. — 53. Tap. — 55. Rifflar. — 58. Pan. — 59. Stall. — 61. Æruna. — 63. Dáið. — 64. Ósk. — 66. Nípa. — 68. Háll. — 71. Apar. — 73. Eta. — 75. Oma. — 77. Mi. — 79. Bróðurást. — 82. Að. — 83. Aðför. — 85. R.R.R. — 86. Aukna. — 88. Rall. — 89. Faðir. — 90. Gáir. Lóðrétt: 1. Sagan. — 2. Tug. — 3. Ós. — 4. Raf. — 6. Ekki. — 7. Svo. -r- 8. Sízt. — 9 Mar. — 10. Ar. — 11. Urg. — 12. Kilpa. — 14. Nam. — 16. Gul. — 19. Rós. — 20. Tóm. — 22. S mbl. — 25. Ösnur. — 27. As. — 28. Tál. — 29. — 30. Und. — 31. Su. — 33. Nóterað. — 34. Lag. — 35. Skó. — 36. Ölturun. — 37. Skatt. — 39. Titil. — 41. Óttar. — 42. Spánn. — 44. Æða. — 46. Lof. — 48. Ota. — 54. Psálm. — 56. Fló. — 57. Læk. — 58. Pappi. — 60. Til. — 62. Nía. — 63. Dá. — 65. Sæ. — 67. A.A. — 68. Hamar. — 69. Stó. — 70. Smá. — 72. Raðar. — 73. Err. — 74. Aðra. — 75. Orri. — 76. Asa. — 78. Iða. — 79. Böl. — 80. Urð. — 81. Tug. — 82. Ani. — 88. Fl. — 87. Ká.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.