Vikan


Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 31.10.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 44, 1940 Heimilið Matseðillinn. Kjötréttur: Vínarsnittur. inn í faldinn á gardínunni að neðan, til þess að strengja hana, þá verður hún alveg þurr, þegar hún þornar. Svör við spurningum á bls. 2: 1. Metaxas. 2. Það er arbiska og þýðir ,,land hinna blökku manna“. 3. Já. 4. Tíu sinnum algengari meðal karla. 5. 1 vesturhluta Mið-Afríku. 6. Bernharð Stefánsson og Jón Ámason. 7. Nei, hún er kyrkislanga. 8. Styttri, hann er 0,9144 metrar. 9. Cyclotron. 10. Danir. Þeir borða 56 kg. á mann á ári. Eng- lendingar koma næstir með 48 kg. á mann. 3 kg. kjöt (læri), 2 egg eða hveitijafningur, 12 sítrónusneiðar, 2 teskeiðar salt, ofurlítið af pipar, steyttar tvibökur, asoiur, gaffalbitar og kabes. Kjötið er þvegið með veluppundnum lérefts- dúk, stærstu himnur og sinar skomar burtu og kjötið aðskilið eftir vöðvum. Skorið í hæfilega bita og barið lítið eitt. Blandað saman salti og pipar og því stráð yfir bitana. Dýft í egg og velt upp úr steyttum tvíbökum. Steikt á pönnu í smjöri i 6 til 8 minútur eða þangað til það verður fallega ljósbrúnt. Siðan er kjötið látið á fat og því haldið heitu. Ofan á hverja sítrónusneið er látinn einn gaffalbiti og lítill asíubiti; þar á milli 3 til 4 kom af kabes. Kjötinu er raðað á fat og ofan á hvern bita er sett ein sítrónusneið. Borið á borð með brúnuðu smjöri eða brúnni sósu, soðnum eða brúnuðum kartöflum og einnig ýmsu grænmeti. Fiskréttur: Fiskirúllettur. 500 gr. soðinn og hreinsaður fiskur, 150 gr. smjör, 150 gr. hveiti, 1 líter mjólk eða fiskisoð, 10 blöð matarlím, 2 egg, 1 teskeið salt, ofurlítið af hvitum pipar og plöntufeiti. 1 rúllettur er vanalega notaður þorskur eða ýsa. Þegar búið er að sjóða fiskinn, er roð og bein tekið burtu. Matarlímið er látið liggja í bleyti í 10 mínútur. Ljós sósa er búin til úr smjöri og hveiti og þynnt út með sjóðandi mjólk eða fiskisoði. Matarlímið er undið upp og látið út í sósuna, sem síðan er soðin í nokkrar mín- útur. Þá er potturinn tekinn af eldinum og rauð- umar hrærðar út í ein og ein í einu ásamt salti og pipar. Seinast er fiskinum hrært saman við. Þessu er síðan helt á fat og látið kólna. Þá eru búnar til úr því litlar bollur, sem dýft er í þeytt- ar egjahvítur og steyttar tvíbökur, og þær soðn- ar í plöntufeiti, þangað til þær verða ijósbrúnar. Teknar upp á spaða og settar á hvítan pappír. Það má ekki halda þeim heitum í bakarofni, þvi að þá linast þær upp, og ekki heldur hvolfa yfir þær. Bollunum er raðað á fat í hrúgu. Borið á borð með hrærðu smjöri eða tartarsmjöri. Húsráð. Ef bláman gerir bletti eða rákir í þvottinn hjá yður, þá setjið hnefafylli af salti í skolvatnið, og þá munu blettirnir hverfa. Það er hægt að komast hjá hinni megnu lykt, sem kemur af káli við suðu, með þvi að vinda klút upp úr ediki og leggja hann yfir pottinn, undir lokið. Þér getið komizt hjá að strauja gardínurnar yðar, ef þér hengið þær upp á gardínustengumar á meðan þær eru blautar. Gott er að stinga stöng um of, er gott að gegnvæta þerripappír í glycer- íni'og leggja það innan i lokið. Glycerínið heldur rakastiginu nokkurn veginn óbreyttu, svo að tó- bakið geymist óskemmt. Blek- og ryðblettir hverfa, ef þeir eru nuddaðir með tómatsafa. 1 ______________________ Údýr vasabók áföst við símann er einkar þægi- leg fyrir fólkið á heimilinu. I hana getur fólkið skrifað sér til minnis, skilaboð um upphringingar og ýmislegt fleira, sem afgreitt er í gegnum síma. Ef svo slysalega vill til, að steikin brennur við, má alveg ná burtu brunabragðinu með því að setja nokkrar sneiðar af soðnum rauðbeðum . . Til þess að koma í veg fyrir, að reyktóbak eða sigarettur, sem geymdar eru í tinboxum, þorni Handtók fallhlífarhermann. Kona ensks liðsforingja í heimavamarliðinu, frú Daisy Cardwell, handtók þýzkan fallhlifar- hermann, sem lenti skammt -frá húsi hennar. „Eg gerði mig eins byrsta á svipinn og ég gat,“ segir hún, „benti á byssuna hans og skipaði honum að afhenda hana.“ Fallhlífarhermaðurinn hlýddi og er nú í fangabúðum. Margaret Rose Englandsprinsessa. Yngsta móðir í heimi. Þetta er yngsta móðir í heimi, Lina Medína, ásamt Jerry syni sínum, 18 mánaða gömlum. Hún er frá Peru og varð 17 ára gömul í septem- bermánuði síðastliðnum. Margaret Ftose, sem hélt hátíðlegt tíu ára af- mæli sitt 21. ágúst, sést hér á myndinni niður- sokkin í að teikna. Brezku konungshjónin hafa hætt við að senda böm sín til Kanada, eins og þau höfðu ætlað sér.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.