Vikan


Vikan - 09.04.1941, Síða 1

Vikan - 09.04.1941, Síða 1
FIMMBURARNIR FRÆGU. Mikla athygli vakti það fyrir um sjö áxum, þegar kona ein í bænum Callander í Ontario í Kanada eignaðist fimmbura, fimm telpur, sem allar lifðu og lifa enn. Telpurnar voru strax teknar úr umsjá foreldranna og aldar upp undir handieiðslu Defoe læknis. Þær hafa verið hafðar algerlega út af fyrir sig og leika sér aldrei með öðrum börnum, þess vegna er orðaforði þeirra mjög takmarkaður, en annars eru þær ekki illa gefnar að eðlisfari. Foreldramir eru af frönskum upp- runa og þess vegna er telpunum kennt á því máli. Systurnar heita Annette, Emilie, Cecile, Marie og Yvonne. Samkvæmt kaþólskum uppeldisvenjum í Kanada, voru þær látnar ganga til altaris 15. ágúst síðastliðið ár, eða á sjöunda sumri æfinn- ar. Þó að systumar séu við fyrstu sýn ákaflega líkar, kemur þó í Ijós við nánari kynningu, að margt er ólíkt með þeim, bæði í skapgerð og útliti. Annette er hraustleg og síbrosandi; hún líkist mest Yvonne. Emilie er örfhent og líkust Marie. Cecile er stærst og talin laglegust. Marie er seinþroskuðust, en hefir þó heldur sótt sig, en hún er augnveik. Yvonne var lengi vel stærst, en er nú minnst af systrunum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.