Vikan - 11.09.1941, Page 9
VIKAN, nr. 37, 1941
9
Stuðningur Norðmanna við Breta.
Ólafur ríkiserfingi Noregs kveikir
sér í vindli eftir miðdegisverð í
New York. — 1 fyrstu opinberu
skýrslunni, sem hann gaf, eftir að
hann kom til Bandarikjanna, sagði
hann að 1000 norsk skip flyttu
vörur frá Ameríku til Bretlands.
Hann sagði að það vœri mesta
hjálpin, sem Norðmenn veittu
Bandamönnum.
Eftirmaður VVavelis. Sir Claude
Auchinleck, sem er 57 ára gamall
Skoti og stjómaði árás Breta á
Narvík, er nú orðinn eftirmaður
Sir Archibald P. Wavells hershöfð-
ingja á vigstöðvunum í Norður-
Afriku. Wavell var fluttur til Ind-
lands.
Nýr skipstjóri. O. M. Hustvedt
tekur við stjórn orustuskipsins
XJ.S.S. North Carolina. Það er
fyrsta orustuskipið, sem Banda-
ríkin byggðu eftir 1921. Kjölur
skipsins var lagður 27. okt. 1937.
Þjóðverjar taka rússneskt virki. Mynd þessi er af þýzkri hersveit,
sem er í þann veginn að taka rússneskt virki einhvers staðar á
austurvígstöðvunum. Þjóðverjar segjast hafa tekið mörg af nýjustu,
þreföldu virkjum Rússa.
Neitar að fara. ,,Hér er gott að
vera og hér vil ég vera,“ segir
Kent Keller fyrrverandi þingmað-
ur frá Illinois. Hann féll við sið-
ustu kosningar, en neitar að víkja
úr þingmannsskrifstofu sinni í
Washington. Þingmennirnir eru í
vandræðum með, hvað þeir eigi að
gera við hann.
Bandaríkin taka ítölsk skip. Þegar uppvíst vai'ð, að skipshafnir
ítalskra skipa, sem voru í höfnum Bandaríkjanna, hefðu i hyggju
að eyðileggja vélar þeirra, ef Bandaríkin ætluðu að taka þau, var
settur strandvörður við tuttugu og sjö ítölsk skip, sem lágu i höfn-
unum frá Boston til Portland og á Panamaskurðarsvæðinu. Mynd
þessi sýnir fjögur ítölsk skip og nokkur strandgæzluskip á höfninni
í Port Newark. Skipin eru San Leonardo, Brennero, Alberto og Aussa.
Beitiskipi hieypt af stokkunum.
Nýjasta og hraðskreiðasta beiti-
skipi Bandarikjanna, U.S.S. San
Diego, hleypt af stokkunum í
Quincy. Það er fyrsta af fjórum
nýjum beitiskipum, sem verið er
að byggja. San Diego er minna en
beitiskip af Omaha-gerðinni, sem
byggð voru fyrir tuttugu árum.
Þingmaður og ofursti. Hamilton
Fish yngri, sem er þingmaður New
York borgar, er nú i Norður-Caro-
lina, þar sem hann tekur þátt í
heræfingum 41. vélahersveitar
Bandaríkjanna. Hamilton Fish er
ofursti.
FRÉTTAM¥IDIR