Vikan


Vikan - 09.06.1949, Qupperneq 8

Vikan - 09.06.1949, Qupperneq 8
8 VIKAN, nr. 23, 1949 Undur veraldar. Teikning eftir George McManus.. Palli snúSur: Eg las það nýlega, að þau væru aðeins sjö furðuverk heimsins. Gissur: Það er haugalygi! Hafið þið aldrei orð- ið hissa á því, hversvegna í gömlu reyfarabókun- um---------- --------að glæpahetjan blotnaði aldrei þó að skipið sykki undan honum. Gekk í kjólfötum frá morgni til kvölds og saug vindilinn við öll tækifæri — — — Og ég furða mig á því, hversvegna kúrekarnir eru að skæla þótt þeir syngi: „Eg sakna hennar Kötu minna kæru.“ Við ættum frekar að gráta að þurfa að hlusta á. þá--------- Og er það ekki skrýtið, að veizlustjór- inn skuli eiga að kynna ræðumenn, en talar svo lengi að enginn kemst að, en segir samt alltaf: „— að lokum vildi ég segja þetta — hér — þarna — þama —“--------------- Og Það er segin saga, að minnsti maðurinn spilar á stærsta hljóðfærið, en sé stærsti blæs í flautu------------ Og undarlegt er það að stelpukrakkar segja ekkert fyrr en þær eru giftar. Þá leggja þær aldrei saman á sér þverrifuna--------- Og ég er hissa á því, að fólk, sem þarf að létta sér upp og njóta næðis og yndis frá daglegu striti skuli fara á dansleiki, þar sem hávaðinn í hljómsveitinni ætlar að æra mann og yfirgnæfir kjaftaganginn í fólkinu---------- Og það er merkilegt að hetjan í Hollywood-myndum getur lagt að velli hundruð manna með tveimur 6-skota skamm- byssum, þótt púðrað sé á hann á bersvæði úr ótal fallstykkj- um------— Og þótt tíu þjónar standi aðgerðar- lausir verður þeim ekki að vegi að hreyfa sig, þótt maður öskri og óskapist. Og er það ekki furðulegt, að Bjössi og Billi gátu aldrei hamið sig í vöggunni, þegar þeir voru litl- ir, en nú hafa þeir vinnu eins og sést hér á mynd- inni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.