Vikan


Vikan - 09.06.1949, Page 9

Vikan - 09.06.1949, Page 9
VIKAN, nr. 23, 1949 9 Fréttamyndir Mynd þessi er einskonar samnefnari fyrir „happy ending“ - skáldsögur. Brúðurin, Alice Korotkin, var lögð- inn á sjúkrahus fyrir 6 árum, illa lömuð. Þar kynntist hún brúðgumanum, Albert Greene lækni. Með þeim tókust ástir og giftust þau, en Alice gat losað sig við hækjur og hjólastól, þar sem hún varð albata undir læknishendi mannsefnis síns. I Japan eru tveir konudagar. Kommún- istar halda upp á annan daginn, en hin- ar meira hægfara hinn. Þær síðar- nefndu sjást hér með kröfuspjöld sin. Þegar lögreglan franska var á hött- unum eftir kommúnistiskum njósnur- um ekki alls fyrir löngu, tók hún m. a. fastan fallhlífaforingja að nafni Azema höfuðsmaður. Blaðaljósmyndari einn ætlaði að ná mynd af höfuðsmanninum, en hann rauk þá upp í vonzku og réðst á ljósmyndarann. Lögreglan gat þó stillt til friðar og stungið Azema inn í bifreið sína. Yfirvöldin í Boston hafa komist að því, að kona ein hefur haldið syni sin- um, nú 14 ára, innan húss allt frá fæð- ingu hans. Ástæðan til þessa tiltækis var sú, að barnið var fætt í lausaleik. Gerald Sullivan (en svo er nafn drengs- ins) talar eins og smábarn. Kvikmyndaleikkonan Maria Montez sést hér bálill yfir þeim orðrómi, að hún ætli að skilja við mann sinn. Segir hún það tilhæfulaust með öllu. Maður hennar er franski leikarinn Jean Pierre-Aumont. Hér sjást gestir, bæði ungir og aldnir, koma í veizlu, sem haldin var í sambandi við 58. þing ..Dætra amerisku byltingarinnar." Sá félagsskapur er til að heiðra minningu þeirra kvenna, er sendu syni og eiginmenn út í frelsisstríð Bandaríkjamanna 1775—83. Svissneska flugfélagið „Svissair" lét á dögunum vígja nýja flugvél. Þá athöfn framkvæmdi pririsinn af Napoli, sonur Um- berto fyrrum Ítalíukonungs. Á myndinni sést prinsinn (drengurinn í miðju) ásamt kennara sinum Jacques Piccard, en hann er einn af sonum Auguste Piccard, eðlisfræði- prófessors í Brússel.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.