Vikan


Vikan - 21.10.1993, Síða 48

Vikan - 21.10.1993, Síða 48
KVIKMYNDIR TEXTI: BERNARD GRANOTIER KATRÍN MIKLA Dýrmætasta eign franska kvikmyndaheimsins eru leikararnir Catherine Deneuve og Gérard Depardi- eu. Hin síunga, Ijóshærða gyðja Catherine er tákn glæsi- leika Parísar. Létt í fasi, íklædd fatnaði frá Yves Saint Laurent, ilmandi af Chanel og með smávegis andlitsfaröa frá Dior gegnir hún tveimur mjög ólíkum hlutverkum í senn - hlutverki kvikmyndastjörnunn- ar heimsfrægu og hlutverki fulltrúar þjóðar sinnar, Frakka. Á sama hátt og ísland er persónugert í Fjallkonunni er Marianne ímynd Frakklands. ( stjórnstöðvum allra franskra borga og bæja má sjá styttu af Marianne. Brigitte Bardot var fyrirmyndin að styttunni allar götur fram til 1985. Eftir það hefur Catherine Deneuve verið hin nýja Marianne. Nýjasta kvikmynd hennar, Indókína, vann tii fimm verð- launa á kvikmyndahátíðinni í Frakklandi árið 1993 og fyrir leik sinn I henni var Catherine kjörin besta leikkonan í aðal- hlutverki. Leikstjóri myndar- innar, Régis Wargnier, samdi hlutverk Eliane Devries sér- staklega með Catherine Deneuve í huga. Þar sem Víetnam, sem áður var frönsk nýlenda og myndin gerist einmitt á þeim slóðum, kom eftirminnilega við sögu Bandaríkjanna bauðst Wargn- ier liðsstyrkur frá Hollywood við gerð myndarinnar - en með þeim fyrirvara þó að bandarísk leikkona færi með aðalhlutverkið. Wargnier hafði þá þegar ákveðið sig og Deneuve fór með aðalhlut- verkið í myndinni. Hún skilaði óaðfinnanlegum leik. í kvikmyndinni verður Jean Baptiste, framagjarn, ungur sjóliðsforingi, alvarlega ást- fanginn af Eliane Devries sem er tuttugu árum eldri en hann. Slíkur er kynþokki Catherine enn þann dag í dag og slík fegurð hennar, sem er engu minni en þegar hún birtist fyrst á hvíta tjaldinu á miðjum sjöunda áratugnum, að áhorf- endum finnst sem ástarsen- urnar í myndinni gætu jafnvel verið að gerast í raunveruleik- anum. f þokumistrinu líkist draumkennt landslagið einna helst japönsku málverkí og þjóðlegur klæðnaðurinn undir- strikar áhrifin. Eliane Devries var plant- ekrueigandi fyrir heimsstyrj- öldina og hún dregst einnig inn í pólitísk átök þegar bylt- ing kommúnista hefst, bylting- in sem átti eftir að færa þjóð- inni sjálfstæði árið 1954. Catherine Deneuve sannar enn á ný leikhæfileika sína í myndinni - hvort sem hún túlkar viðkvæma móðurina, harðan húsbónda á plantekr- unni eða þegar hún tottar ópíumpípuna að hætti ný- lenduherranna. KLAKADROTTNINGIN Catherine Deneuve er bæði vel menntuð og vel gefin. Fegurð hennar er klassísk - fullkomin. Um hana hefur ver- ið sagt að hún hafi góðan smekk en sé frekar dul, jafn- vel nokkuð kuldaleg og til baka. Alveg frá því að stjarna hennar skaust upp á himininn hefur hún verið þekkt fyrir að vera fremur sérlunduð. í ný- legu viðtali við tímaritið Empire sagði hún: „Fólk var alltaf að segja mér hvað ég væri falleg. Aftur á móti fannst mér, þegar ég var unglingur, ég vera bara ósköp venjuleg stúlka. Núna langar mig þó til að trúa þessu og segi jafnvel við sjálfa mig þegar ég lít í spegilinn að ég sé nú bara nokkuð falleg eftir allt saman. Ég held nú samt að leyndar- málið liggi aðallega í þessum hjúp sem ég virðist hafa sveipað um mig; ég tel að fólki þyki einmitt mikið til þess koma. Ég er viss um að ef ég væri hlýleg, hefði mjúka rödd og væri sýknt og heilagt glað- leg myndi andlit mitt fljótt falla í gleymsku. Ég er ekki hættu- lega konan, „femme fatale", heldur frekar sú manngerð sem hefur sig ekki svo mikið I frammi." Sá sem varð fyrstur til að koma auga á að sakleysislegt og fíngert útlit leikkonunnar mætti jafnvel nota til að túlka andstæður þess, hinar „dekkri" hliðar mannverunnar og jafnvel siðleysi, var Jacques Demy. (upphafi kvik- myndaferilsins, eins og til dæmis I kvikmyndinni Les Parapluies de Cherbourg (1963), er Catherine ímynd sakleysisins í hlutverki ungu stúlkunnar sem verður barns- hafandi og en síðan svíkur elskhuginn hana. Roman Pol- anski sneri blaðinu við og í kvikmynd hans Repulsion (1965) leikur Catherine ógn- vekjandi geðklofa. Luis Bunu- el gekk lengra og í myndinni Belle De Jour (1967) (Dagens Skonhed) leikur Catherine venjulega húsmóður sem eyðir hluta úr sólarhringnum sem góðborgari en öðrum hluta sem vændiskona. ( myndinni undirstrikar leikstjór- inn að undir sakleysislegu yfirbragði geti leynst duldar hvatir. í kvikmynd Francois Truffaut, Le Dernier Metro frá 1980, fer Catherine með hlut- verk konu sem á erfitt með að velja á milli eiginmanns síns og elskhuga. í þeim sextíu kvikmyndum sem Catherine Deneuve hefur leikið í hefur hún farið með hin margvíslegustu hlutverk. Leikstjórinn George Cukor hefur hælt henni á hvert reipi fyrir þá hæfileika hennar að geta farið með hvaða hlutverk sem er og hann telur að hún haldi áhorfendum föngnum vegna einstakrar fegurðar, kynþokka og greindar. SJÁLFSTYRKING Þótt námskeið í sjálfstyrkingu fyrir konur hafi veríð feiki- vinsæl síðastliðin ár er vist að Catherine Deneuve hefur aldrei sótt slíkt námskeið. Hún var feministi áður en sú stefna náði nokkrum vinsældum í Frakklandi og í viðtali við blaðamann Vanity Fair sagði hún nýlega: „Ég giftist ekki feðrum barnanna minna tveggja. Mig langaði að eign- ast börn og það skipti mig engu máli hvort ég var gift eða ekki, sérstaklega vegna þess að ég hef verið fjárhags- lega sjálfstæð síðan ég var nítján ára. En það sem fór verst með mig voru illar tung- ur. Sjálf er ég ekki þituryrt en ég þekki leikreglurnar. Ef ein- hver kýs að yfirgefa konuna sína vegna mín dettur mér ekki í hug að hafa samvisku- bit út af því. Hvað veit ég nema ástmaður minn verði ástfanginn af annarri konu á rnorgun?1' Ef til vill eru þessar skoð- anir leikkonunnar skiljanleg- ar með tilvísun til reynslu- heims hennar. Hún fæddist í París 22. október 1943 og voru báðir foreldrar hennar leikarar. Þegar hún var sext- án ára uppgötvaði leikstjór- inn Roger Vadim leikhæfi- leika hennar og með honum á hún tuttugu og níu ára son, Christian. í sjálfsævisögu sinni kvartar Vadim yfir því að Catherine hafi verið stjórnsöm. Sjálfur var hann hálfgerður kvennabósi og kvæntist þremur kvikmynda- stjörnum, dönsku leikkon- unni Anette Stroyberg, hinni frönsku Brigitte Bardot og bandarísku kvikmyndastjörn- unni Jane Fonda. Ef til vill var hann ekki barnanna bestur (sambúð heldur. Sorgin knúði dyra hjá Catherine Deneuve þegar systir hennar, Francois Dor- léac, sem var upprennandi leikkona, fórst í bílslysi aðeins 25 ára gömul. Ári síðar giftist Catherine breska Ijósmyndar- anum David Baily og var svaramaður hans enginn ann- ar en poppgoðið Mick Jagger. Eftir skilnað þeirra, fyrir tutt- ugu árum, eignaðist Cather- ine dótturina Chiara með ítalska leikaranum Marcello Mastroianni. Sá var harðgift- ur. Síðan hafa ástarsambönd leikkonunnar ekki komið upp á yfirborðið. Er þá eitthvað sem skyggir á velgengni þessarar heims- frægu leikkonu? Helst virðist það vera hræðsla hennar við elli kerlingu ef marka má ný- legt viðtal við hana í tímaritinu Les Cahiers du Cinema. Þar er hún spurð hvort ekki sé orðið tímabært fyrir hana, komna á þennan aldur, aö snúa sér að nýju framtíðar- starfi og gera leikhúsið að næsta vettvangi sínum. Catherine Deneuve fyrtist við orðalagið „komin á þennan aldur" og sagði það ekki einu sinni hafa hvarflað að sér að fara að leika á sviöi. Aðdá- endur hennar f kvikmynda- heiminum geta því andað ró- lega - hún hefur ekki enn leik- ið í sinni síðustu mynd. □

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.