Vikan


Vikan - 18.12.1993, Side 14

Vikan - 18.12.1993, Side 14
VOLVUSPAIN 1994 Kemur hingað til heilsubótar eftir mikið vinnuálag undanfarið. Fálkaeldi arövænlegur atvinnuvegur, en því miöur . . . aö fá eldri konur, oftast ömmur, til aö ganga meö barnabarnið í stað þess aö unga konan þurfi aö eyða tíma eða verða fyrir álagi vegna meðgöngunnar. Þessi tilhneiging ungra kvenna hér mun verða umdeild en engu að síður þykja heppileg lausn hér við núverandi þjóðfélagsaðstæður. ■Strax eftir áramótin verður uppi mikið fjaðrafok vegna staðfastrar neitunar banka og sparisjóða um að verða við óeðlilegum þrýstingi eins og það verður orðað, um nafn- vaxtalækkun. Bankamenn og sparifjáreigendur munu vísa á þá staðreynd að margir millj- arðar króna liggi á svonefnd- um kjarareikningum og því séu hendur bankanna meira og minna bundnar að þessu leyti. ■Á árinu verður tekið upp það nýmæli til reynslu að selja aðgang fyrir bifreiðar að öllu miðbæjarsvæðinu, frá Garðastræti að vestan og Snorrabraut að austan. Ákveðin „hlið“ verða sett upp við sérstakar innakstursgötur þar sem innheimt verður stöðugjald sem gildir í heilan dag. Síðan má leggja bifreið- um hvar sem er innan svæð- isins, jafnt í bílageymslu- húsum sem annars staðar án þess að greiða frekar fyrir. Þetta fyrirkomulag mun eiga vinsældum að fagna. ■Lífeyrismálin verða enn til umræðu á árinu og verður margsköttun lífeyrisgreiðslna kærð til alþjóðadómstóls til að láta reyna á réttlætisgildi nú- verandi gjaldtöku af lífeyris- greiðslum. ■Sparisjóðirnir gera tilraun með það sem kalla má raf- tæknibanka sem á að spara reksturskostnað þeirra veru- lega. Munu þá viðskiptavinir geta sjálfir annast mestalla þjónustu sína við þessar pen- ingastofnanir sjálfir með leið- beiningum sem settar verða um notkun þessara tilrauna- banka. Þess konar bönkum svipar mjög til hraðbankanna en verða mun tæknilegri og gerðir fyrir fleiri færslur og þjónustu. ■Krafa verður gerð um að stórauknu fé verði veitt til gerðar jarðganganna undir Hvalfjörð og framkvæmdaféð verði ekki undir einum millj- arði króna á næsta ári. En það er helmingi meira fó en nú er ætlað að unnið verði fyrir á árinu. ■í Reykjavík heldur borgar- stjórinn áfram tilraunum með verkefni sem byrjað verður á af fullum þunga á árinu, þ.e. að innrétta íbúðir á efri hæð- um stórra húsa sem í dag gegna hlutverki sem þjón- ustufyrirtæki og verslanir. Þetta verða eftirsóttar íbúðir því þær verða með vörslu og símaþjónustu af nýjustu gerð í anddyri og þurfa íbúar ekki að greiða fyrir þessa þjónustu sérstaklega." UMHEIMURINN SKIPTIR MÁLI Hvernig stöndum við í sam- skiptum við umheiminn og hafa einhverjir erlendir at- burðir eða samskipti við er- lendar þjóðir bein áhrif á okk- ur íslendinga? ■Það eina, sem telja verður fullvíst, er að umheimurinn skiptir alltaf máli fyrir okkur á íslandi. En það, sem ég sé á þessu andartaki, er þó aðal- lega tvennt sem ég vil benda á. Annars vegar er það við- vörun til okkar, hins vegar heilræði okkur til handa. ■Ef ég tek fyrra atriðið, við- vörunina, þá sé ég afar óheppilegt samband ís- lenskra stjórnvalda við stjórn- málamenn í tveimur ríkjum Evrópu. Annars vegar í Þýskalandi og svo í Belgíu. Þetta tengist hvort tveggja nýjum reglum og viðskipta- samböndum en ekki þessum ríkjum sérstaklega. Gerð verður tilraun til að þröngva upp á okkur viðskiptareglum sem við getum ekki gengist inn á. íslensk stjórnvöld ættu ekki að hafa neitt frumkvæði í þessum efnum á meðan ekki er fullgengið frá öllum þráðum í hinu nýja viðskiptaumhverfi Evrópu. ■Síðara atriðið er af betri gerðinni. - Það verður augsýnilega mikil ásókn frá íslandi til suðurríkjanna í Vesturálfu og er Mexíkó þar fremst. Það verður gerður samningur milli sjálfstæðra fyrirtækja þar syðra við ís- lenska aðila í sjávarútvegi eft- ir viðamiklar athuganir á laga- legum heimildum okkar manna til að hasla sér þarna völl við fiskveiðar. - Mun meiri ásókn verður héðan til þessa heimshluta til tíma- bundinna verkefna en hægt er að anna í fyrstu lotu en þessu verkefni eigum við að sýna mikla rækt og leggja metnað okkar í að hasla okk- ur völl í þessari tegund við- skipta. ■Enn verður leitað hér fanga af erlendu tryggingafélagi og stórt íslenskt tryggingafélag semur við erlenda samsteypu í tryggingaviðskiptum um endurtryggingu á öllum trygg- ingum hins íslenska félags. Þetta munu reynast hagstæð langtímaviðskipti. ■Virt vísindastofnun, sem hefur aðsetur beggja megin Atlantshafsins, mun óska eftir að fá íslensk svín sem til- raunadýr með fyrirhugaða líf- færaflutninga úr þeim í mannslíkama að leiðarljósi. Beiðninni verður hafnað af einskæru þekkingarleysi hér- lendra aðila. ■íslendingum verður falin for- ysta við að sjá um að greiða framlag nokkurra EES þjóða fyrir Liechtenstein ( byggða- sjóð EES fyrir hönd hinna fá- tækari Evrópuþjóða. Verður sérstakur fulltrúi ráðinn héðan í þessa stöðu tímabundið. ■Þekkt stofnun vestanhafs sem sinnir eyðnisjúklingum óskar eftir samstarfi íslenska heilbrigðiskerfisins og lækna hér varðandi rannsóknir á krökkum með tilliti til hugsan- legra smitleiða gegnum hrein- lætisáhöld sem börn á leik- skólum hafa afnot af. Þetta verður viðamikið verkefni og veitir hópi í heilbrigðiskerfinu talsverða vinnu, ef af sam- starfi verður. ■Utanríkisráðherra Noregs, sem hingað kom fyrir nokkr- um mánuðum og hefur átt við heilsubrest að stríða vegna of mikils vinnuálags við sáttaum- leitanir milli ísraela og Palest- ínumanna, mun óska eftir að fá að dvelja hér sér til heilsu- bótar við Bláa lónið eða í Hveragerði. Fleiri þekktir persónuleikar munu fylgja dæmi hans síðar á árinu. ■Skyndileg stöðvun verður á innflutningi bifreiða hingað til lands frá Japan um mitt árið er eftirspurn eftir japönskum bifreiðum í Ameríku sprengir framleiðslulínur japanskra bílaframleiðenda. Mörg lönd verða fyrir viðskiptatapi vegna þessa. ■Nýtt fyrirtæki hér á landi sækir um undanþágu til að ala fálka til útflutnings og upp- stoppunar. Geysileg eftir- spurn verður eftir fálkum frá flestum Evrópulöndum og nokkrum Arabalöndum. Beiðninni verður tekið fálega í fyrstu hjá viðkomandi ráðu- neyti en könnun á arðsemi fálkaeldis breytir viðhorfinu og veitt verður leyfi til bráða- birgða undir eftirliti landbún- aðarráðuneytisins." HNATTRÆNT YFIRLIT Ertu einhvers visari um nýmæli eða óvæntar fréttir sem okkur berast erlendis frá og gefa tilefni til umræðna eða skoðanaskipta hér á landi? ■„Ýmislegt sé ég hér sem gæti verið svar við þessari spurningu en slíkt er flæði viðburðanna að varla er um annað að ræða en að grípa það sem skýrast kemur fram í þessum spilum. Eitt er t.d. það að varðandi hinn umtal- aða GATT samning að þótt samningar náist í þessari lotu og þeir verði kynntir fljót- 14 VIKAN 24. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.