Vikan


Vikan - 18.12.1993, Síða 34

Vikan - 18.12.1993, Síða 34
HESTAMENNSKA ÞEKKTU EKKI ÍSLENSKA HREIMINN Ég var komin að mikilli reið- höll en hvergi sá ég merki um íbúðarhús svo ég ávarp- aði ungan mann á þýsku og spurði um frú Aðalsteinsson. Hann sagði mér einnig á þýsku að aka veginn á enda og þar myndi ég finna frúna. Hvorki ég né ungi maðurinn gerðum okkur fyllilega Ijóst að viðmælandinn var ís- lenskur. Til þess hefur þýskukunnátta okkar líklega ekki nægt, þótt bæði viður- kenndum við um kvöldið að eitthvað hefði hljómurinn verið öðruvísi en við hefðum búist við af vörum Þjóðverja. Hér var kominn Gestur Júlí- usson, ungur Akureyringur sem verið hefur tvö sumur hjá Höska og Michi, þeim til aðstoðar við hirðingu hesta og sitthvað fleira. Við enda vegarins er Waidhof, heimili Familie Adalsteinsson eíns og sagt er í Vínarskógi. Húsmóðirin, lítil og dökkhærð, algjör and- stæða eiginmannsins, sem er hávaxinn og Ijóshærður, tók á móti mér og sömuleiðis Signý, Ijóshærð hnáta, og Leondinger-tíkin Dísa. Höski birtist nokkru síðar. Það var mánudagur og mikið hafði verið að gera um helgina á Forsthof í tengslum við gæð- ingakeppnina, fjölmargir þátttakendur og víða að komnir. Nú voru hjónin að undirbúa árlegt tveggja vikna sumarleyfi sitt, sem átti að hefjast daginn eftir. Þau gáfu sér samt tíma til að sýna mér umhverfið og segja mér frá því hvað þau eru að gera svona dagsdag- lega. ERU MEÐ REIÐSKÓLA „Við erum með um níutíu hesta en þar af eru rúmlega fjörutíu sem við erum með á húsi fyrir fók, aðallega frá Vín. Fólkið kemur hingað mest um helgar, þótt sumir komi oftar, til þess að bregða sér á bak og sinna hestunum. Síðan starfrækj- um við reiðskóla bæði fyrir byrjendur og lengra komna, fullorðna og börn. Á sumrin höldum við vikunámskeið og þá dveljast þátttakendur hér hjá okkur. Við getum mest tekið á móti átján manns í einu,“ segja Höski og Michi. Nemendurnir búa ( húsinu hjá þeim og borða þar að sjálfsögðu líka. Mest er af unglingum en þátttakendur eru á aldrinum frá sex til sautján ára, þótt flestir séu átta til tólf ára. Tveir reiðtím- ar eru á dag auk þess sem nemendunum er kennt að leggja á hestinn, hirða hóf- ana og þvo augu hestsins en það er mikilvægt á sumrin þegar mikið er um flugur. Einnig læra nemendur sitt- hvað bóklegt sem viðkemur hestamennskunni. Michi og Höski kenna bæði á nám- skeiðunum og einnig stúlkur sem eru þeim til aðstoðar en Höski segist sjálfur annast tölt- og skeiðkennsluna. En hvað kemur til að hér skuli vera saman komnir hátt í hundrað íslenskir hestar og fjölskylda sem kennir þeim sem áhuga hafa að ríða þessum íslensku hestum eft- ir kúnstarinnar reglum - og hvað kemur til að húsbónd- inn skuli vera íslenskur en ekki austurrískur? FYRSTI HESTURINN FERLEG TRUNTA Það var í raun móðir Micha- elu, Edith Uferbach, sem keypti Forsthof árið 1979 og hún og dætur hennar tvær komu þangað síðan með hesta sína. Áhuginn á ís- lensku hestunum vaknaði þó nokkru fyrr. Skólasystir syst- ur Michaelu átti íslenska hesta. Þeim mæðgum var boðið að koma og kynnast íslandshestum hjá vinkon- unni og áhuginn vaknaði strax hjá Edith sem hefur verið áhugasamur fslands- hestaeigandi alla tíð síðan. „Fyrsti hesturinn okkar var ferleg trunta, var íslenskur en keyptur í Austurríki. Svo fengum við annan hest sem kom beint frá íslandi og var miklu betri. Þegar mamma keypti Forsthof var hér ekk- ert nema húsið sem hún býr nú í,“ segir Michaela. „Við vorum hér með sjö til átta hesta og pínulítið gerði áður en Höski kom.“ „Svo kom ég hingað af al- gjörri tilviljun," heldur Höski áfram. Hann hafði unnið um tíma hjá Jóhannesi Hoyas, austurrískum íslandshesta- eiganda, þegar hann brá sér á Evrópumót íslenskra hesta í Þýskalandi árið 1983. „Þar hitti ég Hollending og ákveð- ið var að ég yrði hjá honum einhvern tíma. Eftir að mót- inu lauk var fólk að rabba saman. Þar sem ég fann ekki Hollendinginn setti ég töskurnar mínar upp í bíl Austurríkismannanna. Um svipað leyti og bíllinn hvarf á braut með töskurnar til Austurríkis fann Höskuldur Hollendinginn. Það var úr að hann færi á eftir töskunum en kæmi aftur eftir nokkra daga. Málið æxlaðist öðru- vísi. Edith, móðir Michi, bauð honum að koma og vera hjá sér í þessa tvo þrjá daga sem hann ætlaði að vera í landinu en brottförin dróst alltaf og dróst „og ég er hérna enn“, segir Höski brosandi. Reyndar hefur hann ekki verið í Forsthof óslitið frá 1983. Hann var fyrst í eitt og hálft ár og fór þá til Þýskalands til Reynis Aðalsteinssonar, bróður síns. Þegar Michi tók síðan við búinu spurði hún hann hvort hann vildi ekki bara vera með henni í þessu og það varð úr, eins og sjá má í dag. RÆKTA HROSS Hestaeignin á Forsthof hefur heldur betur aukist. Michi og Höskuldur eru sjálf með um fimmtíu hesta, fyrir utan þá sem þau eru með á húsi fyrir aðra. Meiri hluti hestanna er kominn beint frá íslandi, þótt hjónin séu farin að stunda töluverða hrossarækt síð- ustu ár. Meðal annars voru þau að fá graðhestinn Silfur- topp frá íslandi, sem er úr ræktun Reynis bróður Höska. Annan graðhest eiga þau, Glitfaxa frá Kirkjubæ. „En við ætlum að spara hann núna,“ segir Höski. „Við erum aðallega að rækta hesta til að selja en það er alltaf gott að hafa góða hesta í skólanum og okkur vantar eina tíu hesta til þess.“ Hösli kennir ekki aðeins reiðmennsku heima á Forst- hof heldur fer hann um allt Austurríki og jafnvel til Sviss og Þýskalands til að halda námskeið. í Austurríki segir hann vera um tíu þúsund ís- lenska hesta, svo greinilegt er að nauðsynlegt hlýtur að vera að fræða fólk um með- ferð þeirra og kenna réttar aðferðir við reiðmennskuna. „Þetta eru ekki allt gæð- ingar. Það er ekki passað nógu mikið upp á ræktunina hjá sumum. Bændur eru að láta hryssur undir hvaða hest sem er hjá nágrannan- um og eru ekkert að pæla í gæðingum. Sama gildir um ræktun í löndunum hér í kring.“ Michaela og Höskuldur hafa gert mikið á Forsthof. Þar er komin stór og mikil reiðhöll, 200 metra hringvöll- ur, gerði og 250 metra lang- ur skeiðvöllur. „Svo eru fínar útreiðarleiðir hér ailt í kring. Við erum búin að leigja vegi en það verður að gera hér og við erum nú með um 30 kílómetra af útreiðarvegum sem við getum farið um með fólk og hesta. Eftir nám- skeiðin er farið í lengri ferðir. Síðasta ár fórum við til dæmis í tveggja daga ferð til Mariazell og gistum á bóndabæjum á leiðinni. Það var ofsalega fallegt að ríða þessa leið.“ Sjálf eiga Michaela og Höskuldur um 10 hektara lands en leigja auk þess 30 til 40 hektara í nágrenninu. Við brugðum okkur í ökuferð síðdegis, eftir að ég hafði spjallað við þau, til að líta á land sem þau höfðu auga- stað á. Nokkuð þótti íslend- ingnum leiðin löng og bit- haginn fjarri Forsthof en vegalengdir eru afstæðar og fara víst eftir ýmsu. Á heim- leiðinni skoðuðum við hesta í girðingu, þar á meðal nýja graðhestinn Silfurtopp sem ku vera mikil gersemi. ÍSLENDINGAR VELKOMNIR Skyldi Höskuldur nokkuð vera að hugsa um að snúa aftur til íslands og stunda hestaræktina þar? „Maður veit aldrei. Mann langar nú alltaf heim en ég fer þangað líka einu sinni eða tvisvar á ári til að athuga hesta. Það er gott að búa hér, sérstak- lega svona aðeins uppi í fjöllunum. Veðráttan er góð og gott fyrir börnin. Kannski svissum við einhvern tímann yfir en þetta er eins og æxli sem vex og vex og svo er margt fólk hér sem treystir á okkur, fólkið sem er með hesta á húsi hjá okkur,“ segir Höski og Michaela bætir við: „Mamma er líka búin að af- henda okkur þetta allt og við höfum bætt miklu við síðan yið tókum við búinu.“ Hverjir skyldu það vera sem hingað koma og sjást (slendingar meðal gesta? „Hingað kemur aðallega fólkið sem við erum með hestana fyrir, auk þeirra sem koma á námskeiðin. Við er- um eiginlega með námskeið allan ársins hring þótt mest sé um að vera á sumrin, svo hér er alltaf mikið af fólki. ís- lendingar hafa ekki komið hingað en þeir eru velkomnir og væri sannarlega gaman að fá þá. Við getum sótt fólk út á flugvöll og það er hægt að fara hér á skíði að vetrar- lagi og einnig er hægt að bregða sér í útreiðartúra jafnt á sumri sem vetri og getur verið gaman að riða út í skógunum þegar snjór er yfir öllu.“ Af orðum Höska og Michi má ráða að dvöl á Forsthof gæti verið skemmtileg viðbót við hefðbundið skíðaferða- lag að vetri, sem og sumarfrí á öðrum árstíma. Eins og við sögðum í upphafi er aðeins rúmlega hálftíma akstur til Vínar og ferð frá Salzburg tekur rúma tvo tíma í bfl. □
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.