Vikan


Vikan - 18.12.1993, Page 39

Vikan - 18.12.1993, Page 39
kennarar í hættu vegna ° starfa sinna við skóla sem þennan og varúðarráðstaf- anir eru í samræmi við það. „Það er hættulegt fyrir alla að kenna í þessu hverfi. Tveir þriöju hlutar af kennur- unum eru lika þjálfaöir sem lögreglufólk, auk þess að vera kennarar. Allir kennar- ar, sem starfa við skóla eins og þennan, hafa mjög stífar umgengnisreglur við nem- endurna. Þeir passa sig til dæmis á að fara ekki of langt frá dyrunum og hafa þær ætíð opnar meðan á kennslu stendur. Maður snýr heldur aldrei baki í nemend- ur þegar maður skrifar á töfl- una. Þetta eru nauðsynlegar öryggisreglur," segir Hafdís. Þegar Hafdís fór að leita eftir annarri vinnu vakti það sérstaka athygli skólastjór- ans, sem hún ræddi við, að hún hafði ekki hætt á miðju ári sem kennari í Oakland. Án þess að ég segði nokkuö sagði hann: „Ég viröi það og ég tek eftir því að þú hélst út árið.“ Reynslan í Oakland og þrautseigjan við að halda út dvölina þar urðu þannig meðal bestu meðmæla Haf- dísar þegar hún sótti um nýtt starf. Nú kennir hún ( einni af útborgum Los Angeles, við South Bay Junior Academy sem er skóli fyrir krakka upp í 8 bekk. „Það er allt öðruvísi. Þar er ekki ríkjandi neinn litur og nemendurnir eru heldur ekki aldir upp í þessu hatri á hvítu fólki. Þeir leika sér við hvaða krakka sem er enda búa þeir við allt aðrar að- stæður. Þegar ég bjó í Oak- land heyrði ég byssuskot á hverjum einasta degi. Það var stórhættulegt að vera þar,“ segir Hafdís. Dvölin í Oakland var mar- tröð fyrir Hafdísi meðan á henni stóð en þrátt fyrir það lítur hún á björtu hliðarnar og reynir að nota reynsluna á jákvæðan hátt. Þótt þessum hluta í lífi Hafdísar sé nú lok- ið gleymist hann ekki svo auðveldlega og hefur enn áhrif á viðbrögð hennar í daglegri umgengni við blökkufólk. „Þegar ég er á gangi og mæti svertingjum verð ég öll stíf. Ég ræð ekki við það, kreppi ósjálfrátt hnefana og er tilbúin að kýla og stökkva. Ég fer bara strax í varnar- stöðu," segir Hafdís að lok- um. □ 24. TBL. 1993 VIKAN 39 LIFSREYNSLA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.