Vikan


Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 72

Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 72
HESTAMENNSKA TEXTI: JOHANN GUÐNI REYNISSON I FARARBRODDI II EFTIR HJALTA JÓN SVEINSSON KOMIN ÚT: USTAMENN í LÍFSINS ÓLGUSJÓ ■ fyrra kom út viötalsbók Beftir Hjalta Jón Sveins- Hson sem bar yfirtitilinn í fararbroddi. Þar var rætt við nokkra litríka hestamenn og nú er komin út hjá Skjaldborg önnur bók með sama yfirtitli. Sú ber undirtitilinn Með hest- inn í öndvegi og þar er rætt við Andrés Kristinsson, Guð- mund Jónsson og Sigrúnu Ei- ríksdóttur, Magna Kjartans- son, Björn Ftunólfsson, Jó- hann Þorsteinsson, Brynjólf Sandholt, Kára Arnórsson og Reyni Aðalsteinsson. Gísli B. Björnsson hefur séð um útlit og uppsetningu á báðum bókunum. „Allt er þetta fólk sem ég hef kynnst og hefur sérstak- lega vakið athygli mína í gegnum árin. Viðmælend- urnir hafa allir stundað margvíslegar hliðar hesta- mennskunnar um áratuga- skeið og eru þekktir bæði af því sem og litríkum persónu- einkennum. Þannig spanna ég hestamennskuna á mjög breiðum grund- velli," segir höfund- urinn í stuttu spjalli. „Ég hef aðallega notað sum- arfríin mín í að afla efnis í bækurnar. Þá fer óg mjög víöa, tek viðtölin og stundum þarf ég að fara oftar en einu sinni í þeim erindagjörðum. Sumir hafa jafnvel verið í far- vatninu í tvö ár. Viðmælend- ur vel ég fyrst og fremst eftir persónuleika þeirra og þeir verða að vera hvaðanæva af landinu. Ég reyni einnig að velja fólk af ýmsum sviðum, fólk sem mér finnst standa upp úr fyrir einhverra hluta sakir eöa eins og ég segi í inngangi að bókinni: Hér birtast frásagnir skemmtilegs hóps úr flóru hestamennsk- unnar, sem ættu að geta gefið góða mynd af því mannlífi sem þrífst í tengsl- um við íslenska hestinn. Þetta eru listamenn í lífsins ólgusjó og það má segja að það fólk sem við söguna kemur geti státað af flestum þessum þáttum hvert og eitt,“ bætir Hjalti Jón við. ÓÚTSKÝRANLEG TENGSL Fjölmargir koma að vonum við sögu enda fer þeim sí- fjölgandi sem sækja í sam- neyti við hestinn. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólk sé valið í bækur sem þessa með þeirri vissu að það hafi skemmtilega frásagnargáfu. Ég vil ekki þurfa að toga hlutina upp úr viðmælendum mínum. Fólkið verður sjálft að hafa frá einhverju aö segja. Þeir sem segja frá gera það síðan án þess aö ég komi þar nokkurs staðar nærri í textanum. Innkoma af því tagi finnst mér þó þörf þegar hægt er að byggja á lögmálum góðrar frásagnar- listar. I samræðunum gerist það vissulega að farið er úr einu í annað, sögubrot hér, annað þar og svo framvegis. Hlutverk mitt er einmitt að púsla þessum brotum sam- an. Mesta vinnan er að gera heilsteypta frásögn með samhengi, kaflaskiptum og þar fram eftir götunum." Hvað er það sem gerir hestamenn þannig úr garði að þeir eru efni í hverja bók- ina á fætur annarri? „Hesta- mennskan er ekki eins og hvert annað áhugamál. Hún er krefjandi og henni fylgir ákveðinn lífsstíll. Vissulega kostar þetta töluvert af pen- ingum en þó enn meiri tíma. Hestamaðurinn umgengst hestinn, náttúruna og fjöl- margt fólk um allt land, jafn- vel erlendis, allt meö þetta sama áhugamál. Hesta- menn tala helst ekki um ann- aö en hesta þegar þeir hitt- ast enda umræðuefnin óendanleg. í gegnum hesta- mennskuna skapast einnig sterk og eiginlega óútskýr- anleg tengsl, tengsl sem haldast." EKKI BARA EFNAFÓLK Þú nefnir tilkostnaö. Er að þínu áliti einungis fyrir efna- fólk aö stunda hesta mennskuna? „Nei, alls ekk Þúsundir íslendinga, sem koma alls staðar að úr þjóðfé- laginu, stunda hesta- mennsku. Sumir eiga dýr hesthús og dýra hesta, fólk sem jafnvel berst svolítið á en sá fjöldi er hverfandi. Hesta- menn eru í heildina þversk- urður alls þjóðfélagsins og það er einmitt skemmtilegast við þetta. Allir eru jafnir og flestir góðir kunningjar," segir Hjalti Jón og talar hér af reynslu. Hann er sjálfur gegnsýrður af hestabakter- íunni, hefur átt hross um aldarfjórðungsskeið eða frá um fimmtán ára aldri. í bókinni í fararbroddi - Með hestinn í öndvegi birt- ast frásagnir litríkra persóna sem kalla ekki allt ömmu sína og margir vilja allra síst fara troðnar slóðir. Alls kon- ar ádeilur og sértæk viðhori koma fram og gera frásagn- irnar beinskeyttar og áræðn- ar. Slíkt sagnakrydd er ómissandi í bókum af þessu tagi og sum viðtölin í þessari bók eru vægast sagt mjög bragðmikil, svo haldið sé áfram með samlíkinguna. Á sömu lund eru sagðar sögur af mislyndum, fjórfættum fjörkálfum sem stundum bregðast hryssingslega við mannfólkinu. MENNTUN OG STÖRF Hjalti Jón er maður skriffær- anna. Hann lauk cand. mag. prófi í íslenskum bókmennt- um frá Háskóla íslands. Hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit auk þýðingarstarfa, bæði hér heima og erlendis. Nú starf- ar Hjalti Jón sem ritstjórnar- fulltrúi hjá Fróða. Meðal ann- ars hefur hann í fyrri tíð verið ritstjóri Eiðfaxa, tímarits um hestamennsku, og auk við- talsbókanna við íslenska hestamenn hefur hann kom- ið víðar við á sviði bókaút- gáfu. „Ég skrifaði mína fyrstu bók um hrossin frá Kirkjubæ og samhliða þeirri bók tók ég þátt í gerð myndbands um sama efni. Síðan skrifaði ég bókina Það þarf tvo til, um hjónabandið, seinni sambúð, skilnaði og fleira og nú er önnur bókin með yfirskriftinni í fararbroddi komin út. Ef hún fær sömu undirtektir og sú fyrri er vel hugsanlegt aö þeirrar þriðju sé að vænta. Ég er nú þegar búinn að fylla hana í kolli mér af viðmæl- endum," segir Hjalti Jón Sveinsson. □ 72 VIKAN 24. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.