Vikan


Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 56

Vikan - 24.01.1994, Blaðsíða 56
Það skynsamlegasta, sem þú gætir tekið þér fyrir hendur á árinu, er að koma hugmyndum þínum eða hugsjónum í um- ferð. Við þessu er þó sleginn einn varnagli vegna áhrifa frá Sat- úrnusi; farðu þér ekki of geyst þegar nýjar hugmyndir eða til- raunir eru annars vegar. Ef venjuleg bifreið hættir að láta að stjórn við það að ná nýju hraðameti hugsaðu þér þá hvað gæti gerst ef ný þotuvél væri sett í hana! Þessi samlíking er ekki út í bláinn þegar fólk í Bogmannsmerkinu á í hlut því að undir ró- legu yfirborðinu gætu leynst púðurtunnur frjórra hugmynda. Þú ættir að reyna að öðlast skilning á öflunum sem eru að losna úr læðingi innra með þér. Góð yfirvegun og stígandi þróun eru því lykilatriðin hjá þér þetta árið. SÉRSTÖK SKILABOÐ: FÆDD(UR) 23. NÓVEMBER TIL 2. DESEMBER: Spenna heimafyrir gæti orsakað endurmat markmiða í upphafi ársins. Deildu því nýjum hugmyndum með þínum nánustu í stað þess að freistast til að álíta að þú þurfir enga aðstoð. í des- ember verður bylting á högum þínum og þá uppskerðu laun erfiðis þíns. FÆDD(UR) 3. TIL 11. DESEMBER: Visst verkefni gæti orðið fyrir töfum um mitt árið. Þá reynist nauðsynlegt að endurmeta stöðuna en sé réttum aðferðum beitt kemst allt á réttan kjöl með haustinu. Þú gætir freistast til að halda áhugamálum þínum út af fyrir þig en það kann ekki góðri lukku að stýra. FÆDD(UR) 12. TIL 21. DESEMBER: Nýir draumar og nýjar hugmyndir fylla hug þinn og í kjölfarið undirbýrðu breytingar á högum þínum. Vandinn er bara sá að þú átt erfilt með að ná settu marki á sem áhrifaríkastan hált. Þú gætir þurft að fara óspennandi leiðir til að láta drauminn rætast. Haustið er rétti tíminn. 54 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.