Vikan


Vikan - 01.06.1994, Síða 9

Vikan - 01.06.1994, Síða 9
hæða menn“ þá hefur Guð- mundur stundað körfubolta. Hann æfði um skeið með Gosa sem síðar varð K.F.R. og því næst Valur og fór þaðan yfir í ÍR. Guðmundur hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að rækta skrokk- inn og gerir enn. „Við hitt- umst t.a.m. alltaf að minnsta kosti einu sinni í viku nokkrir og spilum körfubolta," segir hann. Stórir karlar hafa einhvern veginn alltaf fengið á sig stimpilinn „stirðir" líka. Guð- mundur kannast við þann stimpil en vill ekki kannast við að þarna sé um beint or- sakasamband að ræða. „Mataræði og hreyfing ráða því að mestu hvernig fólk er á sig komið. Hæðin er þar ekki grundvallaratriði að mínu mati. Ég finn allavega ekki fyrir því. Þessi tilfinning fólks getur skapast vegna þess að flest er úr garði gert með meðalmanninn að fyrir- mynd; bílar, hús, húsgögn og svo framvegis. Það getur oröið til þess að stórum mönnum stendur allt á beini og þess vegna viröist þeir stirðbusalegir án þess að þeir séu það í raun. Aðstæð- ur eru bara þannig. Til dæmis hefur verið sagt um mjög hávaxna menn að þeir geti svo sem alveg setið í bió en vandkvæðin séu að- allega þau að þeir sjái ekki myndina fyrir hnjánum á sér! Á þeim slóðum búa háir menn oft við litlar vinsældir. Ein bíósagan, sem fjallar um umrætt vandamál, er á þá leið að stór maður settist í bíósal. Fyrir aftan hann sagði einhver að nú sæi hann barasta alls ekki neitt. Sá stóri sneri sér við í sæt- inu og sagði hvumsa: „Nú, þú ættir kannski að fá þér gleraugu!" „Ég hélt að ég heföi heyrt alla þessa brandara tengda hæðinni, eins og þennan um veðrið hérna uppi og svo framvegis, þar til ég tók á móti manni sem kom hingað með flugi frá Bandaríkjun- um. Viö höfðum aldrei hist áður þannig að ég byrjaði varfærnislega á að spyrja hann hvernig flugið hefði verið. Hann var um 1.80 eða þar um bil, leit upp á mig og sagöi: „Ja, það var nú ekki alveg nógu þægilegt eins og sjá má en þegar ég lagði af staö var ég jafn hár og þú!“ Þá var plássið ekki eins gott og nú tíðkast í flugvélum." FERÐALÖG OG STIRDBUSAR „Einu sinni var ég á ferða- lagi á Ítalíu. Og þótt ítalir séu margir hverjir hávaxnir þá vorum við á slóöum þar sem fólkiö var óvenju lágvaxið. Þar gerðist það ítrekað að fólk horfði á mig eins og geimveru, sneri sér við, horfði á eftir mér og skellihló. Ég held að sá hlátur hafi ver- ið sakleysislegur og frekar fyrir undrunar sakir en háðs. Þetta var alls ekki af illum hvötum, að mínu mati.“ Hér hefur verið imprað á hreyfigetu stórra manna. Guðmundur Þorsteinsson er ágætt dæmi um það að hæðin er engin algild afsök- un hvað það varðar. Þau hjónin hlaupa tvisvar til þrisv- ar I viku 7-10 kílómetra í hvert sinn og þau taka þátt í þeim keppnishlaupum fyrir almenning sem haldin eru hérlendis og má nefna Krabbameinshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið (10 km.) sem dæmi um slíkt. Guðmundur leggur mikið upp úr líkamsræktinni og góðu stoðkerfi líkamans. Þetta ber á góma þegar það er nefnt að stórir menn eigi gjarnan í erfiðleikum með bakið á sér. Hann bendir á skemmtilega samlfkingu í því samhengi. „Bakveiki held ég að sé ekki bundin við hæð heldur oftast afleiðing slappra bak- og kviðvöðva vegna hreyf- ingarleysis og svo ofáts. Hryggnum má vel líkja við mastrið háa á Rifi á Snæ- fellsnesi. Hvað yrði um það ef stögin, sem halda því, væru slök og slöpp?“ spyr Guðmundur og svarið liggur Ijóst fyrir. „Hin staðlaða stirðbusa- ímynd, sem stórir menn hafa, á að mínu mati ekki við nein rök að styðjast sem slík. Hún er mest hugarburður fólks. íþróttafréttamenn eru til dæmis alltaf að furða sig á því hvað stórir menn eru, þrátt fyrir allt, liþrir og þannig seytlar þessi tilbúna ímynd inn í hugskot almennings. Það eru til stirðir litlir karlar líka, alveg eins og stórir. Hvað stóra menn varðar eru þetta bara fordómar og reg- infirra. Að vera hávaxinn er ekki sjúkdómur." □ Guömundur Þorsteins- son stundar Ifkams- ræktt af krafti. Hann spyr hvernig menn haldi aó mastrið háa á Rifi væri ef stöngin vari slöpp og slök. STÓRIR STRÁKAR

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.