Vikan


Vikan - 01.06.1994, Side 13

Vikan - 01.06.1994, Side 13
málum," og tíminn hefur kastað rýrð á allar undan- gengnar svokallaðar lausnir. Engu að síður eru líffræðing- ar í hundruðum rannsóknar- stofa að reyna að fá heildar- mynd af málinu. Rannsókn- arfólkið viðurkennir að það vanti heillega mynd, nokkurs konar allsherjarkenningu um hvernig fólk eldist. Dr. Judith Campisi frumulíffræðingur trúir þvi að myndun kenning- arinnar sé á næstu grösum. „Eins og er eru öldrunar- rannsóknir á sama stigi og eðlisfræði var fyrir 50 árum, rétt áður en Enrico Fermi klauf atómið. Á næstu fimm árum verða veldisframfarir," segir hún. Ýmislegt hefur þegar verið leitt í Ijós. Vísindamaður í Kaliforníu hefur fundið genin sem elda húðina og rann- sakar nú efni sem snúa ferl- inu við og sem gæti opnað leiðina fyrir hrukkufría fram- tíð mannkynsins. Teymi í Dallas fann leið til að láta mennskar frumur lifa helm- ingi lengur og reiknaði síðan út aðra aðferð til að gera þær ódauðlegar (færar um ótakmarkaða afritun) - upp- götvun sem talið er að sé fyrirrennari þess að hægt verði að lengja manns- ævina. Einn vísindamaður sneri við öldrunareinkennum með því að gefa rosknum mönnum sterk hormónalyf. Mennirnir „yngdust“ um rúma tvo áratugi á sex mán- aða kúr. Líffræðingum hefur tekist að tvöfalda og þre- falda ævilengd skordýra. Teymi á Long Island fann genaklukku sem mælir á hvaða hraða fólk eldist. Dr. John Shepard, lífeðlisfræð- ingur við Sussexháskóla í Englandi, segir kampakátur: „Við erum um það bil að geta haft áhrif á forlög okkar í fyrsta sinn. Héðan í frá er ekkert ómögulegt." Engan asa, segja efa- semdarmenn - og þeir eru margir í bandarísku öldrun- arstofnuninni og víðar. Dr. Angelo Torturro sameindalíf- fræðingur bendir á að auga- steinninn, sjónhimnan, slag- æðarnar, heilinn, hjartað, vöðvarnir og margir aðrir lík- amshlutar verði ónothæfir af sliti með tímanum og þá sé erfitt, eða ógerningur, að gera við eða skipta um. Dr. Vincent Cristofalo, frumulíf- fræðingur við Pennsylvaníu- Húöin „eldist ' misjafnlega hratt. Hver hef Ai trúaö því aö þessi Ijósmynd væri af aö- eins 40 ára gamalli konu? Jafnöldrur hennar margar enn hrukkulausar aö mestu. háskóla, segir öldrun of flókna til að hægt sé að stöðva hana. „Við getum stöðvað vissa þætti öldrunar smátt og smátt á næstu hundrað árum. Við komum engan veginn til með að geta stöðvað alla öldrun í nánustu framtíð," segir hann. Og jafnvel þótt hægt væri að hægja á öldrun eða stöðva hana, velta margir því fyrir sér, hvort það sé rétt. Fólk sér fyrir sér fólks- fjölgunarvandamál sem gæti lagt hagkerfi heimsins í rúst og tortímt umhverfinu. Fólk sér einnig fyrir sér byltingu sem myndi útrýma siðmenn- ingunni í núverandi mynd. Sú fagra, nýja veröld sem út úr þessu kæmi, yrði dapur- legur, troðinn dýragarður, eintóna samfélag hrukku- lausra gamalmenna sem neyddust til að lifa við eilífa æsku á plánetu þar sem úrin væru hætt að tifa og dauðinn einn gæti losað fólk við leið- indin. Ekki endilega, segir dr. Richard Cutler, lyfjafræðing- ur við öldrunarfræðirann- sóknarstofu. „Samfélag fólks, sem nær háum aldri en heldur sér ungu líkam- lega, yrði vitrara samfélag og við þörfnumst visku ef við eigum að bjarga sjálfum okkur og heiminum. Ef ég vissi að ég gæti lifað öldum saman myndi ég fara betur með sjálfan mig og umhverf- ið.“ 2. HVERS VEGNA ELDUMST VIÐ? Flestir þróunarlíffræðingar eru sammála um að við deyjum vegna þess að nátt- úran sé sofandi við stýrið, vegna þess að fram til þessa hafi náttúran ekki haft ástæðu né tækifæri til þess að gera mannfólkið ódauð- legt. Hvað náttúruna varðar, skipta einstaklingar aðeins máli sem aðferð til að við- halda tegundinni. Náttúran vill að einstaklingar lifi nægi- lega lengi til að geta af- kvæmi og sjá um þau þar til þau geta gert slíkt hið sama. Eftir það getum við átt okkur. Og þar eð meðaleinstakling- urinn dó ungur í gegnum mestalla sögu mannkynsins hefur náttúran ekki haft mörg tækifæri eða ástæður til að vinna að langllfisvand- anum. Dr. Caleb Finch, líffræð- ingur við Suður-Kaliforníuhá- skóla, segir að jafnvel í dag „eiga flestir börn sín tiltölu- lega ungir að árum. Það eru því einungis erfðavandamál, sem koma fram áður en fólk er tilbúið að para sig, sem eru upprætt. Vandamál, sem koma í Ijós síðar, hafa til- hneigingu til að verða eftir - og þróunin leyfir þeim að safnast fyrir í genunum. Það er eins og allir fengju sér nýj- an bíl árlega. Framleiðand- inn sæi ekki fyrir eða útilok- aði galla sem kæmu í Ijós þegar bíllinn eltist.“ Hvers vegna lifum við þá svona lengi? Enginn hefur öll svörin við þeirri spurningu en Finch bendir á að „spendýr með flókna þjóðfé- lagsgerð, tegundir á við fíla og apa og menn, þar sem margar kynslóðir vinna sam- an að því að hjálpa hópnum til að lifa af, virðast lifa leng- ur.“ Nú er miklu meira vitað um tvö helstu líffræðilegu gangverkin sem stuðla að langlífi; varnarkerfið og still- ingu þeirra gena sem tak- marka lífslíkur. („Líkaminn eldist," segir einn líffræðing- ur, „á sama hátt og bíll í Beirút eldist. Sprengjur springa inni í honum. Hann springur.") Hjá langlífri teg- und, eins og manninum, losna þessi sprengigen þó ekki fyrr en eftir marga ára- tugi, að því er virðist. Um leið er varnarkerfi líkamans afar virkt. Þar er kerfi sem græðir sár, berst gegn sýk- ingum, fjarlægir eiturefni, hreinsar upp geislunar- skemmdir, gerir við prótín, endurbyggir rofnar DNA- keðjur, stillir blóðglúkósa- magn og eltist miskunnar- laust við sindurefni, hina ill- ræmdu fylgifiska súrefnisins sem við öndum að okkur, sem dagiega gera um 10 þúsund örsmáar árásir á hverja einustu frumu. Varnarkerfin hafa haldið í við þróunina eftir því sem tegundirnar hafa þróast í gegnum aldirnar. Mýs, sem lifa almennt í innan við þrjú ár, eru með fremur veikt varnarkerfi. Sjimpansar, sem geta orðið fimmtugir, hafa þróað með sér sterkara varnarkerfi. Og mannfólkið, sem lifir lengur en nokkurt annað spendýr, er eins vel varið og hægt er að vera. Þar að auki hefur aukið hreinlæti, betra mataræði og læknavísindin dregið úr barnadauða og stutt með- fæddar varnir okkar I gegn- um árin. Á árum rómverska heimsveldisins var meðal- aldur fólks aðeins 22 ár. Árið 1850 var meðalaldur 45 ár. Meðalaldur er nú kominn upp í 75 ár og algengt er að íslendingar nái 100 ára aldri. 3. Á GENAVEIDUM Hugmyndin um stunda- glas, sem mælir tímans rás, hefur lifað með mannkyninu í margar aldir. Skáld sóttu GÆTI OPNAÐ LEIÐINA FYRIR HRUKKUFRÍA FRAMTÍÐ MANNKYNS líkingar í hana en líffræðing- um þótti hún ögrandi. Und- anfarin 40 ár, síðan upp- bygging DNA uppgötvaðist, hafa líffræðingar velt því fyrir sér hvort mannafrumur inni- haldi aldursklukku - og þeir fundu hana árið 1992. Þessi uppgötvun var sigur fyrir þróunarkenninguna um öldr- un en aðrir vísindamenn hafa einnig unnið aðra sigra. Tveir læknar við háskóla í Texas, þeir Wright og Shay, uppgötvuðu tvö aðskilin gen- etísk kerfi, Mortality 1 og Mortality 2, sem valda því að mannafrumur verða aldrað- ar. Þegar Mortality 1 fer í gang fara frumurnar að eld- ast smátt og smátt; þegar Mortality 2 tekur við hrörnar fruman hratt og deyr fljótlega eftir það. Með því að taka Mortality 1 kerfið úr sam- bandi gátu læknarnir lengt aldur frumna í ræktun um 40 til 100 prósent. Þrátt fyrir það tók Mortality 2 kerfiö við fyrr eða síðar og sem vænta mátti hrörnuðu frumurnar þá 5. TBL. 1994 VIKAN 13 OLDRUN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.