Vikan


Vikan - 01.06.1994, Side 14

Vikan - 01.06.1994, Side 14
fljótt. Læknarnir veltu því fyr- ir sér hvað myndi gerast ef þeir tækju Mortality 2 úr sambandi. Þeim til mikillar furðu urðu frumurnar ódauð- legar - héldu áfram að end- urnýja sig óendanlega eins og krabbameinsfrumur. Wright og Shay fundu eftir þetta leið til að láta frumur fara á milli öldrunar- og ódauðleikastigs með því einu að stjórna starfsemi eins gens. Næsta skref er að komast að því hvort hægt sé að stöðva endalausa endur- gerð krabbameinsfrumna á sama hátt. VELJIÐ RÉITA FORELDRA Hvert er leyndarmálið á bak við langlífi? Ný-Darwin- istar segja það ekki flóknara en að velja sér rétta foreldra. Sumir benda á bananaflugu- nýlendu á skólalóð Irvinehá- skóla sem lifandi sönnun þess að ef við gætum valið rétta foreldra næstu 1.500 árin gætu margir afkomend- ur okkar orðið 400 ára og einstaka gætu orðið 700 ára. Undanfarin átta ár hefur flugnahöfðinginn, dr. Micha- el Rose, ræktað flugurnar með tilliti til langlífis. Með því að leyfa einungis þeim elstu og sterkustu að fjölga sér, hefur hann tvöfaldað meðal- fullorðinsævi flugnanna úr 40 í 80 daga á aðeins 60 kynslóðum. Sumar flugn- VERÐUR BARNABARN ÞITT 300-400 ÁRA? SVO SEGJA VÍSINIDIN anna lifa í tæpa sex mánuði - sem er meira en þreföld ævilengd meðalbanana- flugu. Rose segir einnig að langlífu flugurnar séu sterk- ari. Rose og samstarfsfólk hans efast um að það, sem virki á jafn einfalda lífveru og bananaflugu, muni virka á sama hátt á jafn flókna líf- veru og manninn. Þeir eru þó sannfærðir um að breyt- ingar á þeim genum, sem valda öldrun, geti haft stór- kostleg áhrif á lengd manns- lífa. Besti vinur liffræðingsins er þráðormur á stærð við kommu. Hold hans er gegn- sætt eins og gler og f smásjá má sjá hverja einustu af 959 frumum hans. Þótt hann sé einfaldur að gerð hefur hann taugar, vöðva, æðar, melt- ingarveg og æxlunarfæri. Hann þroskast á þremur dögum, verpir 250 til 300 eggjum, hægir sér á 50 sek- úndna fresti og deyr eins og samkvæmt áætlun eftir 20 daga. Eru það dauðagen sem ákveða þá áætlun? Öldrun- arfræðingurinn Tom John- son og teymi hans fundu svarið eftir tólf ára rannsókn- ir: Já. Þeir uppgötvuðu og kortlögðu gen sem þeir kalla ALDUR 1, sem lætur þráð- orma byrja að eldast þegar þeir eru þriggja daga gamlir en það getur framleitt prótín sem veldur banvænni hnign- un í litlu ormunum. Þegar genið er tekið úr sambandi, lifa ormarnir allt að 110 pró- sentum lengur. Johnson ætl- ar sér að prófa ALDUR 1 - og ALDUR 2, sem hann ein- angraði fyrir átján mánuðum, á geri, bananaflugum og músum. „Eftir nokkur ár,“ segir hann, „ættum við að geta neglt niður aldursgang- verkið í músum. Eftir það ættu rannsóknir á fólki að ganga hratt fyrir sig. Við von- umst til þess að finna genin sem stytta lífið og taka þau úr leik eitt af öðru. Eða við sérsmíðum lyf til að gera tor- tímingarprótínin, sem ganga frá okkur, óvirk. Lyfjafyrir- tækin eru dugleg við slíkt.“ 4. EFNAHERNAÐUR Meðan allir sameindalíf- fræðingarnir voru að bisa við að hægja á aldursklukkunni fann 65 ára gamall innkirtla- fræðingur við læknaháskól- ann í Wisconsin ótrúlega auðvelda leið til að vinda klukkuna til baka. Það sem djöfullinn gerði fyrir Faust í þjóðsögunni gerði dr. Daniel Rudman fyrir raunverulega menn: ( sex mánaða tilraun árið 1990 sneri hann nokkr- um aldurseinkennum við hjá hópi manna á sjötugs- og áttræðisaldri. Rudman tókst þetta með hjálp vaxtarhormóns; kraft- miklu útskilnaðarefni heila- dingulsins sem flæðir gegn- um líkamann og græðir sár, byggir upp ónæmiskerfið, styrkir bein, vöðva og líffæri og stuðlar að niðurbroti fitu í líkamanum. Þegar fólk kemst á vaxtarhormóna- breytingaskeiðið, eins og flest okkar gera eftir sextugt, fer líkaminn að eldast svo um munar. Rudman grunaði að hormón, sem héldi lífs- þrótti við, gæti einnig endur- nýjað hann og hann fékk 21 fullorðinn mann til liðs við sig og skipti þeim í tvo hópa. Öðrum hópnum var ekki gef- ið hormónið heldur voru meðlimir hans skoðaðir mánaðarlega til að fylgjast með því hve hratt þeir eltust. Meðlimir hins hópsins sprautuðu sig þrisvar í viku í sex mánuði með tilbúnu hormóni í sama magni og heilbrigður ungur maður framleiðir. Rudman hélt skammtinum innan þeirra marka sem náttúran setur vegna þess að stórir skammtar af hormóninu (hGH) geta á nokkrum árum stækkað hjartað, valdið há- þrýstingi og framkallað gigt- areinkenni. Árangurinn var sláandi. Nokkrir meðlimir saman- burðarhópsins, sem ekki fengu hormón, misstu vöðva- og beinmassa hraðar en Rudman hafði búist við. Mennirnir sem sprautuðu sig með hGH- hormóninu unnu upp 10 prósent vöðvamassa, húð þeirra þykknaði um 9 prósent og þeir misstu 14 prósent af líkamsfitu. Lifrar- og miltismassi jókst einnig. Nokkrir greindu frá verkjum í höndum vegna þenslu í vöðvum sem þrýstu á taug- arnar í úlnliðunum. „Með- ferðin sneri við þeim líkams- gerðarbreytingum sem myndu eiga sér stað á 10 til 20 ára öldrunarferli," segir Rudman. Þegar tilrauninni lauk, misstu allir mennirnir í hGH- hópnum fljótlega þá æsku- eiginleika sem höfðu áunn- ist. í síðari tilraunum hefur Rudman haldið meðferðinni áfram í heilt ár. FLEIRI KLUKKUR Til að gera málið enn flóknara, hafa innkirtlafræð- ingar bætt við vitneskju líf- fræðinganna og komið hefur í Ijós að um fleiri en eina ald- ursklukku sé að ræða. Genaklukka gæti ákvarðað lífslengd fólks en það er líka klukka í taugainnkirtlakerfinu sem hefur áhrif á málið. Innkirtlafræðingar og lífefna- fræðingar, rétt eins og sam- eindalíffræðingar, eru að reyna að raða saman ald- urspúsluspilinu. Erfðafræði- gangverkin eru ekki höfuð- áhugamál þeirra heldur eru þeir að reyna að finna efni sem hafa áhrif á einn eða annan þátt öldrunarferlisins. Sumir þeirra eru að leita að efnum sem beinlínis lengja lífið. Flestir þeirra eru að reyna að finna lyf sem bæði lengja og bæta líf með því að ráðast gegn þeim sjúk- dómum sem algengt er að komi með aldrinum. Ef til er allsherjarlausn á aldurs- vandamálinu þá er hana hugsanlega að finna í erfða- menginu. Á næstu áratugum eru það þó lífefnafræðileg innlegg, en ekki sameindalíf- fræðin, sem líklegast er að finni leiðir til að láta okkur lifa lengur. Þróunin á því sviði hefur lofað góðu undanfarin ár og nú hillir meðal annars undir meðferð sem myndi seinka æðakölkun, gigt og ýmsum öðrum öldrunarsjúk- dómum. 5. AÐ DREPA TÍMANN. .. Tom og Mary Wright fengu langlífissprautuna á tíu ára brúðkaupsafmælinu sínu, 20. maí 2041. Hann var 34 ára og ungur meðeigandi að lögfræðistofu í Kansas City. Hún var 31 árs og nýorðin aðstoðarforstjóri listamiðstöðvar í borginni. Þau áttu tvö börn, Billy, sex ára, og Ellenu, fjögurra ára. Þau voru hugsandi fólk og höfðu velt málinu vel fyrir sér. Þeim fannst það óþægi- leg tilhugsun að fitla við eðli- lega skipun hlutanna og sú tilhugsun að lifa í 500 til 600 ár var nánast skelfileg. I fyrstu hafði sprautan verið ólögleg en ódauðleikaæði fór um alla heimsbyggðina og fljótlega var hægt að fá sjóræningjasprautur. Árið 2030 voru sprauturnar leyfi- legar í flestum þróuðum 14 VIKAN 5. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.