Vikan


Vikan - 01.06.1994, Page 20

Vikan - 01.06.1994, Page 20
OLDRUN Sumir líkamshlutar eldast hraöar en aðrir. Ertu fertugur meö hjarta sextugs manns? Þú getur komist aö því - og fengið úrlausnir í blaöauka VIKUNNAR. Gamall maöur sat á bekk, ruggaöi sér fram og til baka, greinilega örvinglaöur, og tárin runnu niður kinnar hans. Lögreglumaöur sá gamla manninn og gekk til hans. „Afsakið, herra minn,“ sagöi lögreglu- þjónninn. „Hvað er að?“ „Konan mín,“ stundi gamli maðurinn upp. „Hvílík kona! Hún er blíð, hugulsöm og umhyggjusöm. Hún er falleg; glæsilegasta kona sem til er. Hún er ung, ekki nema 26 ára. Hún er frábær elda- buska og framreiöir allan uppáhaldsmatinn minn. Hún elskar mig meira en Júlía elskaöi Rómeó. Hún hugsar afar vel um mig. Svo er hún líka rík; fékk mikinn arf. Og kynlífið - þú trúir því ekki hvernig þaö er! Villt, ástríöufullt kynlíf, tvisvar, þrisvar á hverju einasta kvöldi." Lögreglumaöurinn varö orölaus. „Hvers vegna ertu þá svona miður þín?“ spuröi hann svo. „Þetta gæti ekki verið betra.“ „Nei, nei, þaö er voöalegt," hrópaöi gamli maöurinn og líkami hans titraði af ekkasogunum. „Ég rata ekki heim til mín!“ Hvað kemur þetta því við hvernig þú munt eldast? Innra almanak hverrar einustu manneskju ræöst af gen- um hennar og aldur frá fæöingu segir ekki allt- af rétt til um líffræöilegan aldur. Þaö er meö öörum orðum vel mögulegt aö vera meö lík- ama þrítugs manns og fæðingarvottorö eftir- launahafa. Eöa öfugt. Til aö komast enn nær efninu er semsé mögulegt að hægja á aldrinum meö því að hugsa vel um sig. Engir tveir eldast meö sama hraöa og engin tvö líffæri eldast meö sama hraöa heldur - þótt svo þau séu inni í sama líkamanum. Er hægt aö blekkja tímann og seinka öldrun- arferlinu? Já. Ekki aö eilífu en þú getur gert vissa hluti til aö hægja á klukkunni. Og þaö er hægt aö gera ýmislegt til aö lappa upp á sig, jafnvel eftir að tíminn hefur unniö sín hervirki. Þaö versta, sem hægt er aö gera, er, vitanlega, aö gera ekkert. HVE ( 5AMALL 1 ÍEXTI; ÞÓRDÍS BACHMANN IN E RTl p í n iAl 20 VIKAN 5. TBL. 1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.