Vikan


Vikan - 01.06.1994, Síða 33

Vikan - 01.06.1994, Síða 33
TÍMATILFÆRSLA HÆGT Á FERÐINNI TIL AÐ LIFA LENGUR Til þess að eldast vel þurfum við að breyta því hvernig við upplifum tímann og hvernig við notum hann. TÍMATILFÆRSLUÆFINGAR Þegar við erum undir álagi er auðvelt að gleyma því að hægt er að færa tímann til. Tímatilfærsla getur þó fært okkur bæði góða heilsu og langlífi og verið andsvar við nútfmahraða. Á tímatilfærslunámskeiðum er mælt með fimm æfingum: • Upplifið andartakið. Þetta er ekkert flóknara en að finna jafnvægi milli framkvæmdatíma og aðgerðarleysisstíma. Lítið á æfinguna sem smókpásu - en án sígarettunnar. Slakið á mörgum sinnum á dag og upplifið andartakið með því að einbeita ykkur að einhverju einföldu, á við öndunina. Látið skilningarvitin nema allt, sem þau geta, og leyfið til- finningunum að komast inn í vitundina. • Takið frá jaðartíma. Veljið einhvern hluta hvers dags og leyfið engu að trufla ykkur. Ekki svara símanum eða kveikja á útvarpinu. Reynið að gera eitthvað hægt og hugleiðslukennt, á við að vinna í garðinum eða ganga í náttúrunni. • Verið yfirvegunarlaus. Ekki bóka ykkur í neitt í heilan dag. Farið eitthvert og lendið í ævintýri. Leitið uppi slembilukku. Kannið ókunn svæði - án nokkurra tímamarka. • Skapið „tímaathvarf. Tímaathvarf er lengri tímatilfærsla sem hefur áhrif á daglegt líf. Frí eru fullkomin til þess arna ef fólk forðast að verja þeim í skoðunarferðir dag eftir dag. • Gerðu eitthvað sem þér finnst gaman. Sterkar tilfinningar að kalla mann inn í núið betur en nokkuð annað. Andartak getur varað heilan morgun þegar fólk er að gera eitthvað sem það hefur gaman af. Fæstir láta það þó eftir sér vegna þess að það skapar sektarkennd. Jafnvægi á milli framkvæmdamannsins og tilfinningaver- unnar gerir okkur kleift að lifa lífinu til fulls. TÍMATILFÆRSLUSIÐIR Góð aðferð til að læra að meta andartakið er að hægja á sér. Best er að fólk þrói með sér fasta siði: • Akið 10 km hægar. Mörg okkar aka hratt, jafnvel þegar við erum ekki að flýta okkur. Farið nýja leið eða takið betur eft- ir þeirri gömlu. • Takið andartak fyrir mat. Borðbæn eða þögult andartak minnir okkur á að taka eftir matnum - í stað þess að gleypa hann í okkur. • Dveljið í innkeyrslunni í fimm mínútur áður en farið er inn. Sitjið í bílnum og hlustið á tónlist,, dragið djúpt andann - hvað sem er til að skapa bil á milli vinnunnar og heimilis- lífsins. • Látið símann hringja þrisvar áður en þið svarið. Margir rjúka strax til, til þess að svara símanum sem eykur á æði- bunuganginn. • Sýnið sjálfu ferlinu virðingu. Hægið á, hvað sem verið er að gera, gerið aðeins eitt í einu en gerið það vel og leyfið ykkur að finna til afkastagleði án þess að finna þörf fyrir að Ijúka verkinu og vinda sér í það næsta. HVERNIG Á AÐ ALDURSVERJA HUGANN Haldið starfinu. Farið aldrei á eftirlaun. Haldið góðri líkamlegri heilsu. Gerist sérfræðingar í einhverju. Hverju sem er. Lærið á píanó. Farið á námskeið í einhverju. Lærið að taka áföllum. Ráðið krossgátur. Farið út með vinum eða finnið nýja leikfélaga. Lærið frönsku á fjórum árum, ekki á fjórum vikum. Slökkvið á sjónvarpinu. Fyllið líf ykkar af alls kyns dásamlegum upplifunum. Leikið ykkur að leikföngum. Mörgum. Alls konar. Sleppið bingó. Spilið bridge í staðinn. útrýma trúnni alfarið. Þá fyrst yrðum við raunverulega and- lega sinnuð. Þá fyndum við fyrir tengslum við hvert annað, burtséð frá litarhætti, þjóðerni eða trú. Trúarbrögð hafa kannski prédikað þetta en aldrei farið eftir því, aldrei." Chopra vonast til þess að fá fólk til að skynja eldra fólk á annan hátt. Hann trúir því að þegar þessi vísindi nái hámarki sínu komi sá tími að eldra fólk njóti virð- ingar og ástar. Þegar sá dagur rennur upp verður eldra fólk orðið gæslufólk þjóðfélagsins; í senn viturt og ungt í anda. Getur það ekki haft neikvæð áhrif á þjóðfélagið ef fólk er ungt lengur og lifir lengur? Chopra segist hafa séð alls kyns spár um slíkt: Hvað á að gera við allt þetta gamla fólk? Hann telur þó manns- hugann svo skapandi að hann geti nýtt slíkt ástand til góðs. Fæðingum fækkar, skipting auðs verður jafnari og eldra fólk fær meiri ábyrgð. Chopra heldur því sem sagt fram að eldra fólk haldi áfram að leggja sitt af mörkum ef það álíti sig virkt og að við eigum öll eftir að njóta góðs af framlagi þeirra. HVERNIG HUGURINN ELDIST Með aldrinum ákvarðast starfsemi hugans aðallega af þremur þáttum - andleg- um lífsstíl, áhrifunum af ól- æknandi sjúkdómi og sveigjanleika hugans. Allir breytast, innst sem yst, á heilli ævi. Hugurinn breytist einnig þótt snigils- hraðinn sem við skríðum á dag frá degi, geri það að verkum að við verðum ekki vör við hvernig hugarstarf- semin þróast eftir því sem við eldumst. Eftirstríðsárakynslóðir, sem náðu helstu þroskaáföng- um (hjónabandi, barneign- um) tíu árum á eftir áætlun, hafa kallað á endurmat á öldrunarferlinu. Rannsóknir benda nú til þess að tími sé kominn til að gera bylting- arkenndar breytingar á hugmyndum okkar um öldr- un, sérstaklega hvað varð- ar sjálfan mannshugann. Það er nú Ijóst að öldrun er hluti þroskaferlis sem öll líffæri okkar ganga í gegn- um. Samkvæmt viðteknum skoðunum dregur úr atgervi hugans um leið og máttur líkamans fer þverrandi. Eldra fólk virðist vissulega oft hægja á sér hugarfars- lega; það verður málgefið, gleymið, kenjótt og sumt hvert hrörnar mjög and- lega. Sannleikurinn er þó ekki alveg svona einfaldur. Sum I starfsemi nær hámarki sínu 5. TBL. 1994 VIKAN 33 OLDRUN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.