Vikan


Vikan - 01.06.1994, Síða 51

Vikan - 01.06.1994, Síða 51
eru þar sem lifandi dýr koma hvergi nærri. Framleidd hafa ver- ið mörg mjög fullkomin tölvuforrit sem líkja ótrúlega vel eftir upp- skurðum og gera um leið kröfur til þátttöku nemendanna. Tilraunir með lifandi frumur koma til greina og einnig lítum við á þann mögu- leika að kryfja dýr sem hafa dáið af öðrum orsökum. Enn ein leið er sú að taka dýratilraun upp á myndband og sýna nemendum - að vísu er þá einu dýri fórnað en það bjargar um leið mörgum öðr- um. Tilraunir á eigin líkama eru einnig vel framkvæmanlegar en þær eru með öllu sársauka- og hættulausar fyrir nemendurna. Mótrök kennara eru aðallega þau að nemendur verði hæfari ef þeir hafa sjálfir framkvæmt til- raunir og uppskurði á dýrum. En ég tel iítið gagn fyrir nemendur í t.d. læknisfræði að skera upp dýr þar sem líkamar dýra eru ólíkir líkömum rnanna." NEMENDUR HÖFÐA MÁL Að sögn Corinu er mismunandi hvort háskólanemendum er gert skylt að taka þátt í tilraunum með lifandi dýr. í sumum skólum fá nemendur ekki að útskrifast nema þeir Ijúki þessum þætti námsins. Átta háskólanemendur hafði þá tafist um fjögur ár. Rétt- arhöldin fengu mikla umfjöllun í þýskum fjölmiðlum og voru sigur fyrir málstaðinn um leið og þau hvöttu aðra nemendur til að feta Ég hef undanfarin tíu ár barist fyrir varnarlaus dýrin og þrátt fyrir að hægt miði hafa margir sigrar unnist. Umfjöllun um dýraverndunarmál í fjölmiðlum, A Myndum viö leggja á börn sömu þjáningar og apar og fleiri varnarlaus dýr fá aö lýöa í til- raunastofum? TILRAUNASTOFUM E í Þýskalandi standa í dag í málaferlum vegna þess að þeir neituðu að taka þátt í tilraunun- um. „Frægasta málið, nokkurs konar fordæmismál, höfðaði stúlka gegn háskólanum í Frankfurt þar sem hún stundaði læknisfræðinám. Henni var gert að taka þátt í tilraunum á frosk- um en þær stönguðust á við sið- ferðisvitund hennar og eftir að hafa neitað að framkvæma þær var henni sagt að hún gæti ekki lokið námi. Hún höfðaði því mál sem hún vann á fyrsta dómsstigi - dómstólar kváðu sem sagt upþ úr um að hún gæti lokið námi án þess að gera tilraunirnar. En á þessu stigi höfðu háskólayfir- völd tök á því að líta fram hjá úr- skurði dómstólanna sem þau og gerðu. Hún hélt málinu áfram og vann það einnig á örðu stigi. Há- skólinn viður-kenndi þá dóms- úrskurðinn og bauð henni að gera tilraunirnar á froskum sem höfðu verið deyddir vegna ann- arra tilrauna við háskólann. En hún gat ekki sætt sig við þau málalok. Eftir að hafa skipt um háskóla lauk hún námi sínu og í fótspor stúlkunnar. Því miður taka allt of fáir nemendur virkan þátt í mótmælunum því jafnvel þótt mörgum sé í nöp við tilraun- irnar vilja þeir ekki lenda upp á kant við skólayfirvöld meðan á námi stendur." 14 MILLJÓNIR DÝRA LÍÐA ÞJÁNINGAR Á HVERJU ÁRI „Jafnvel þó að ég og félagar mínir i SATIS berjumst aðallega fyrir því að tilraunum með dýr í skólum sé hætt - lítum við alls ekki fram hjá þeirri staðreynd að í Þýskalandi einu er talið að um 14 milljónir dýra líði þjáningar í tilraunastofum á hverju ári. Dýr eru til dæmis mikið notuð við rannsóknir á nýjum lyfjum og þá er oft verið að kanna hvort lyfin valdi aukaverkunum hjá dýrun- um. En þrátt fyrir allar þessar til- raunir er talið að um 30.000 Þjóðverjar deyi árlega vegna aukaverkana lyfja sem öll hafa verið prófuð á dýrum. Slíkt sannar að ekki aðeins eru til- raunir á dýrum sið-iausar heldur einnig oft gagnslausar. ekki síst sjónvarpi, hefur aukist mikið á síðustu árum. Álit al- mennings er í vaxandi mæli far- ið að snúast dýrunum í hag og þar sem fyrirtækjum, sem fram- leiða lyf og snyrtivörur, er annt um ímynd sína skiptir almenn- ingsálitið þau miklu máli. Þrátt fyrir að enn sé langt í land er ég bjartsýn á að sá dagur komi að þjáningum dýra í tilraunastofum um allan heim linni og að við mennirnir notumst við aðrar og árangursríkari aðferðir - okkur og ekki síst dýrunum til hags- bóta.“ □ V Nemendur há- skólans í Giessen gera tilraun á froski í tölvu. IQNISjA

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.