Vikan


Vikan - 01.06.1994, Side 58

Vikan - 01.06.1994, Side 58
HJÓNABAND Ung og nýgift; Helena Albertsdóttir og Sveinjón Jóhannesson á fyrri brúókaupsdegi sínum. A Börn Helenu og Sveinjóns búa á íslandi. ^ Harry hefur stundaó fyrir- sætustörf um nokkurt skeiö. Daníel er mikill útilífsmaöur og tekur þátt í skáta- starfi. þ Nína lík- ist mömmu sinni - og spilar fót- bolta eins og afi. Blm. Vikunnar fékk að ræða við þau hjónin, daginn áður en þau flugu vestur um haf, þar sem þau munu búa og byrja nýtt líf saman, en Helena og Sveinjón voru ung gefin hvort öðru, leiðir höfðu skilið, en nú liggja þær saman á ný. „Pabbi sagði alltaf að þetta færi svona hjá okkur, að við myndum enda saman aftur og hann hafði rétt fyrir sér í þessu, eins og svo mörgu öðru,“ segir Helena og brosir er hún minnist föð- ur síns, Alberts Guðmunds- sonar, og orða hans. „Viðstaddir brúðkauþið voru aðeins brúðhjónin og börn þeirra tvö, Jóhanna og Albert. „Þetta var helgistund. Ég var í gamla brúðarkjólnum mínum sem ég hafði varð- veitt allan þennan tíma. Á eftir athöfninni í kirkjunní fór- um við á Hótel Holt og síðan eyddum við hveitibrauðs- dögunum á gistiheimilinu „Hjá Dóru“ og höfum notið besta atlætis og gestrisni. Þegar hér er komið sögu er farið að fjölga í gestastof- unni hjá Dóru. Valentínus, bróðir Alberts heitins, kemur með upptöku af jarðarför Al- berts og fallega uppsettar minningargreinar, sem um hann birtust, og umvefur frænku sína af kærleika. Ljósmyndarinn mætir á stað- inn, Dóra færir öllum kaffi og Jóhanna, dóttir Helenu og Sveinjóns, bætist í hópinn. Það er gleði í fjölskyldunni þrátt fyrir þann mikla missi sem hún hefur orðið fyrir. „Við vorum svo óviðbúin að svona færi og sitjum uppi með mikinn sársauka og tómleika. Pabbi var mér svo nákominn alla tíð og lét sig varða allt sem ég tók mér fyrir hendur. Þessi tólf ár sem ég hef búið í Bandaríkj- unum töluðum við saman í síma í hverri viku og á síð- asta ári dvaldist ég í París í tvær vikur með yngri börnin mín. Var það ómetanlegur tími fyrir okkur öll, ekki síst börnin, að fá að dveljast hjá afa og ömmu þetta lengi og fá að njóta samvista við þau.“ Yngri börnin eru Harrý 17 ára, Nína 15 ára og Daníel 13 ára. Þau hafa aðlagast mjög vel úti, ganga í góða skóla og auk þess taka þau þátt í fjölbreyttu félagslífi. „Harrý er orðinn stúdent, vinnur á veitingastað og stundar fyrirsætustörf. Nína er í menntaskóla og leikur fótbolta með skólanum og félagsliði fylkisins. Daníel er einnig í fótbolta og er að auki skátaforingi í ungskáta- hreyfingu. Ég valdi að búa í góðu skólahverfi og hluti fasteignagjalda fer í að reka skólana í hverfinu. Það er gott að búa þarna. Meginmunurinn á lífinu þar og á íslandi er að þar er meiri nægjusemi ríkjandi. Fólk er mjög vinsamlegt og jákvætt og einnig tel ég mun ódýrara að framfæra fjöl- skyldu hér ytra. Fjölskyldur leggja mikla áherslu á að vera saman og lífsstíll fólks tengist útiveru og samheldni. Þarna hef ég getað helgað mig fjölskyld- unni minni, börnunum mín- um og unað hag mínum vel. Ég hef tekið þátt í stjórnmál- um, var varaformaður kvennahreyfingar„Lynn Lane Womens Republican" og þar hef ég kynnst mörgu góðu fólki sem reynst hefur mér tryggir vinir." Sveinjón er húsasmiður og segir glettinn að eftir lendingu muni hann taka til við sitt fag og munu þau hjón stofna fyrirtæki og líkast til byggja sér hús, eftir eigin höfði. Allir, sem til þekkja, gleðj- ast einlæglega með „ungu hjónunum". Allir í fjölskyldum þeirra eru mjög ánægðir með gang mála. Þau eiga orðið þrjú þarnabörn, þrjá litla drengi Harald, Kristján Hinrik og Sigvalda Hjálmar, sem eiga eftir að heimsækja afa og ömmu yfir hafið þar sem veðrið er ögn blíðara en á landinu þeirra. Helena starfar sem fjár- málastjóri Altsheimerstofn- unarinnar í Tulsa. Það á að fara að byggja vistunarheim- ili fyrir sjúklinga og mikið starf er framundan. Tulsa er í Oklahoma fylki og er fjögurra og hálfs tíma flug frá New York til Tulsa. Oft koma íslendingar í heim- sókn og veit blm. að Helena greiðir oft götu fólks, líkist að því leyti föður sínum, en vill sem minnst um það tala. „Það er ekki langt síðan pabbi fékk heiðursorðu vegna starfa sinna í Nice er tengdust unglingastarfi. Það lýsir honum ef till best að hann leitaði ekki langt yfir skammt þegar um unglinga var að ræða. Ég er elsta barnið hans og eina dóttirin. Hann tók föðurhlutverkið al- varlega eins og þetta litla dæmi, sem hér fer á eftir, sannar. Þegar ég var sextán ára, fór ég á dansleik í Skáta- heimilinu á gamlárskvöld. Ég mátti aðeins vera úti til klukkan tólf en ætlaði að leyfa mér aðeins rýmri tíma, í tilefni áramótanna. En viti menn. Pabbi kom á eftir mér, þurfti að leita að mér en fann mig loks og fór með mig heim eftir að hafa látið loka húsinu og Ijúka dans- leiknum þar sem hann taldi að ekki hefði verið farið eftir settum reglum þetta kvöld, varðandi áfengi og útivistar- tíma unglinganna. Þessi saga hefur fylgt mér og muna hana margir og brosa i kampinn. Svona var pabbi. Afgerandi en alltaf fullur af væntumþykju. Um- hyggjan, sem hann sýndi mér alla tíð, hefur fylgt mér og mótað mig. Hann var ekki aðeins góður stjórnmála- maður. Hann var líka góður og umhyggjusamur maður." Þessi orð tekur Jóhanna heilshugar undir og minnist afa síns með söknuði. Albert, sonur Helenu og Sveinjóns, orti saknaðarljóð í minningu afa síns og var það lesið í jarðarförinni. Al- bert á ekki langt að sækja skáldagáfuna því amma hans, Brynhildur, er vel skáldmælt og ganga slíkir eiginleikar oft í erfðir. Þegar Helena er spurð um Hulduherinn segir hún að hann sé enn við lýði, tengsl- in við hann séu órofin, bæði pólitísk tengsl og ekki síður sterk vinatengsl. Hún fylgist vel með því sem er að ger- ast í íslenskum stjórnmálum, enda áhuginn mikill. „Þarna er sterkur kjarni sem ómetanlegt er að finna fyrir á stundum gleði og sorgar.“ En nú er það gleðin, sem ræður ríkjum hjá Helenu Al- bertsdóttur og manni henn- ar, Sveinjóni. Hringurinn þeirra hefur lokast og gefur fyrirheit um birtu og yl - í vesturvegi. □ 58 VIKAN 5. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.