Vikan


Vikan - 20.12.1995, Page 8

Vikan - 20.12.1995, Page 8
VAXTARRÆKT Líkams- rækt er hluti af Iffi fjöl- skyldunnar. Báröur keppti líka í fyrsta skipti á vaxtarrækt- armótinu og lenti í þriöja sæti í sínum flokki. Gréta Stína og Rakel æfa báöar fimleika. NÝ VAXTARRÆKIARSTJAiRNA 8 VIKAN 12.TBL. Nína meö verölauna- bikarinn eftir sigur á (s- landsmótinu. lún kom, sá og sigr- aði í kvennaflokki á I íslandsmeistaramót- inu í vaxtarrækt í nóvember, í fyrsta sinn sem hún tók þátt í slíkri keppni. Sjálf seg- ist hún alls ekki hafa átt von á þessu þó að hún hafi verið ákveðin ( að gera sitt besta í viðureign- inni við Margréti Sigurðardóttur sem hefur verið ís landsmeistari í sex ár. Dómurinn var ótví- ræður. Sex af sjö dóm- urum mótsins dæmdu Nínu Óskarsdóttur fyrsta sæti og áhorfendur í troðfullum salnum fögnuðu henni ákaft. Þegar Nína situr á kaffi- húsi í gallabuxum og síðri skyrtu dettur varla nokkrum í hug að sitji ein sterkasta kona íslands. Hún er vel tilhöfð, enda hefur hún unnið sem snyrtir og er nemi ( hár- greiðslu. Hún vill ekki tapa kvenlegu útliti sínu en það var einmitt ein helsta ástæða þess að hún hætti að æfa kraftlyftingar. „Ég var orðin svo kubbs- leg í vexti og fannst ekkert NÍNA ÓSKARSDÓTTIR VARÐ ÍSLANDSMEISTARI í KVENNA- FLOKKI gaman að klæða mig ( pils og kjóla lengur," segir hún þegar talið berst að því hvernig það fari með kven- líkama að stunda lyftingar. Flestir telja hins vegar að það gefi Nínu mikilvægan grunn í vaxtarræktinni að hafa stundað kraftlyftingar. En hvenær hófst kraftadell- an hjá Nínu? „Þegar ég flutti til Reykjavíkur 1984 var ég hvött til þess að fara að æfa lyftingar. Ég er systir Skúla Óskars- sonar lyftinga- kappa og yngri bróðir okkar, Már, æfir líka. Ég hugsa að það hafi nú skipt miklu þegar verið var að hvetja mig,“ segir hún og bætir við að stundum hafi henni þótt slæmt að hafa ekkert nafn, vera bara litla systir hans Skúla, þó að auðvitað hafi hún haft lúmskt gaman að því og verið stolt af bróður sínum. ÆFINGASTÖÐIN Í ENGIHJALLA Nína ólst upp á Fáskrúðs- firði en þurfti að fara til Hornafjarðar í 10. bekk og þar eignaðist hún eldri dóttur sína, Grétu Stínu, þegar hún var 20 ára. Sem unglingur á Fáskrúðsfirði æfði hún frjáls- ar íþróttir og handbolta og vann Austurlandskeppni í hástökki og langstökki þegar hún var 14 ára. „Ég var lítið í íþróttum á Hornafirði, gerðist heima- vinnandi húsmóðir og fannst það skemmtilegt. En í febrú- ar 1984 skildi ég og flutti suður og byrjaði á því að gerast dagmóðir í Breiðholt- inu. Mér fannst það nú frekar einmanaleg tilvera og fékk mér vinnu f Bílanaust þar sem ég vann í fjögur ár.“ Þegar Nína fór að venja komur sínar í Æfingastöðina í Engihjalla kynntist hún manni sínum, Bárði Olsen, sem hefur keppt í lyftingum ( mörg ár og hefur nokkrum sinnum orðið íslandsmeist- ari. Þau byrjuðu að búa saman 1985 og skömmu seinna fór Nína að keppa í lyftingum. „Það var skemmtilegur fé- lagsskapur í Engihjallanum og ég var hvött til dáða. Jón VIÐTAL: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON / GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON O.FL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.