Vikan


Vikan - 20.12.1995, Síða 16

Vikan - 20.12.1995, Síða 16
BRUÐKAUP ARABÍSK ÁHRIF Átjánda febrúar á þessu ári gekk rekstrarfræðingur- inn Þór Daníelsson að eiga hjúkrunarfræðinginn Önnu Hafberg. Athöfnin fór fram í Langholtskirkju en Anna hef- ur sungið með kór kirkjunnar í fjölda ára. Hún gengur mik- ið í sérsaumuðum fötum og fékk hún klæðskerann Petru Jónsdóttur tii að hanna og sauma draumakjólinn; í stíl við skóna sem hún byrjaði á að kaupa í skóversiuninni 38 þrepum; og er ullarmússulín- efnið keypt í Seymu. „Þar sem við giftum okkur um miðjan vetur fannst mér við hæfi að vera sæmilega klædd.“ Anna sýndi Petru mynd af samskonar pilsi og síðan fékk hún að spila af fingrum fram. Kjólinn er hægt að taka af sér í áföngum og saman- stendur hann af síðu, þröngu pilsi og klauf að aftan, toppi sem á eru saumaðar blúndur og perlur, slóða og siffon- slæðu. Höfuðbúnaðurinn, sem er hvítur siffonklútur, er í arabískum stíl. Nokkrum vinkonum Önnu fannst hann þó vera í stíl Grace Kelly. Anna vildi ekki að kjóllinn væri skjannahvítur þannig að hún valdi beinhvítt efni. „Fjöldi hnappa eru á kjólnum og fékk brúðguminn heklu- nál til að koma mér úr hon- um. Það tók hann hálftíma og var það mjög skemmtileg stund.“ Mágkona Önnu, Sólveig Guðjónsdóttir snyrtifræðing- ur, málaði hana fyrir brúð- Höfuöbúnaöurinn viö brúöarkjól Önnu er í arabískum stíl en nokkrum vinkonum hennar fannst hann þó vera í stíl Grace Kelly. kaupið. Petra greiddi henni og svilkona hennar, sem er blómaskreytingakonan Arna Sigga Sæm, sá um blóm- vöndinn. í honum voru rósir, sírenur, amarantus, ástar- sóllilja, leðurlauf og butterfly- blöð. Anna kom með þá ósk að brúðarvöndurinn mundi ekki falla niður með pilsinu þannig að fellingarnar gætu notið sín. 16 VIKAN 12. TBL 1995 BLÁI ÚTSKRIFTARKJÓLLINN Hjónin Ásdís Jónsdóttir og Sebastien Gravier giftu sig hjá sýslumanninum í Reykjavík sautjánda júlf 1993. Þau kynntust í Frakk- landi sex mánuðum áður þar sem Ásdís var au pair en Sebastien er franskur. Hún stundar nám í mannfræði við Háskóla íslands og hann nemur rússnesku auk þess að kenna hjá Alliance Fran- caise. „Við giftum okkur hjá sýslumanninum vegna þess að við erum ekki trúuð.“ Þau ákváðu að gift sig með tveggja vikna fyrirvara en þeim þótti hentugra að ganga í hjónaband til að hagræða ýmsum praktískum hlutum bæði hans og hennar vegna, eins og Ásdís segir, svo sem atvinnuleyfi og dvalarleyfi, en veturinn eftir brúðkaupið bjuggu þau í Frakklandi. „Eg fékk strax Ásdís í útskriftar- og brúóar- kjólnum sem frænka hennar og móöir saumuðu. vinnu í Frakklandi sem ég hefði kannski ekki fengið hefði ég ekki verið búin að gifta mig.“ Þótt þau hefðu gift sig með meira tilstandi og með meiri fyrirvara hefði Ásdís ekki verið í hvítum kjól. „Ég geng aldrei í hvítu og mundi því ekki heldur gera það á brúðkaupsdaginn minn. Hvíti kjóllinn er hlaðinn táknum úr vestrænu samfélagi en er í dag orðinn mikið tískufyrir- brigði út um allan heim.“ í bláa kjólnum var Ásdís þeg- ar hún útskrifaðist sem stúd- ent og hann saumaði frænka hennar og móðir. „Þær fengu að setja á hann þessi litlu hvítu blóm og slauf- una sem er úr hvítu satínefni. Hins vegar ætlaði ég að hafa svartar slaufur. Þeim fannst það ekki við- eigandi og ég leyfði þeim að ráða." Vin- kona Ásdísar útbjó brúðarvöndinn og var einni rós og blómum, sem tínd voru úti í garði, stungið í hár brúðar- innar. UÓSMYNDIR RUTAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.