Vikan


Vikan - 20.12.1995, Page 19

Vikan - 20.12.1995, Page 19
FRH. AF BLS. 10 heyra hvatningarorðin. Um kvöldið var salurinn orðinn fullsetinn, þ.e. um 500 manns, og mikil stemning. Þá eru stöðurnar endurtekn- ar og mér fannst það auð- veldara en um morguninn. Mér fannst líka eins og eitt- hvað gerðist f líkamanum yfir daginn og það er einmitt galdurinn við vaxtarræktar- mótin. Með því að drekka nánast ekkert vatn og taka inn kalíumtöflur hverfur allur vökvi undan húðinni og fer inn í vöðvana þannig að þeir tútna betur út. Mörgum finnst vaxtarræktarfólk hálf óhugn- anlegt að sjá en ég get huggað það með því að við lítum ekki svona út nema rétt í kringum keppnirnar. Um leið og maður slakar á mat- aræðinu aftur breytist útlitið. Ég bætti t.d. á mig þremur kílóum vikuna eftir mótið. Þar munar mikið um vökv- ann, þegar hann verður aftur eðlilegur. Við Bárður fórum í nokkurra daga ferð til New- castle og leyfðum okkur munað í mataræði eftir allt erfiðið. Hann var líka að keppa í fyrsta sinn í vaxtar- rækt og lenti í þriðja sæti í mínus 80 kílóa flokki." -Keppendur í vaxtarrækt eru mjög brúnir á hörund. Fórstu í Ijós? „Já, ég gerði það nokkrum sinnum en tveimur dögum fyrir mótið bar ég á mig brúnkukrem. Ég er Ijós á hörund og þurfti að setja á mig fimm umferðir af krem- inu. f byrjun keppnisdagsins bera allir á sig sérstakt krem, sem er eins og meik með glansáferð, og sumir setja líka á sig olíu til að ná fram meiri glans. Ég gerði það ekki,“ segir Nína og dregur upp skyrtuna til að sýna mér hvernig brúni liturinn er að hverfa af hörundinu. -Það vakti athygli hvað þú hefur stór brjóst. Eru þau ekta? „Já, ég hef alltaf haft stór brjóst og leið fyrir það sem unglingur," segir Nína og hlær en augsýnilegt er að hún er ekki óvön spurning- unni. „Fólk hefði átt að sjá brjóstin á mér áður en ég byrjaði að undirbúa vaxtar- ræktarmótið. Þau minnkuðu talsvert við undirbúninginn því hluti af brjóstum er fita. Ég vona að ég haldi líkam- legri samsvörun þó að ég haldi áfram í vaxtarrækt. Mér finnst mikilvægt að vaxtar- ræktarkonur glati ekki kven- legum línum." -Ætlarðu að taka þátt í mótinu næsta ár? „Já, óg stefni að því. Ég ætla að reyna að halda mér f 63 til 65 kílóum þangað til ég byrja að skera niður næst. Þá næ ég vonandi betri skurði, það verður auðveld- ara eftir því sem maður gerir það oftar. Fitan situr þá ekki eins fast á manni. Ég vona að fleiri konur taki þátt í næsta móti. Þær ættu bara að prófa. Þetta er meiriháttar skemmtilegt, manni líður líka svo vel þegar maður losnar við fituna af líkamanum," segir Nína hressilega með hvatningartóni í röddinni. Fyrir tveimur árum var Nína atvinnulaus og ákvað að láta drauminn um að læra hárgreiðslu rætast. Hún sett- ist í Iðnskóla Hafnarfjarðar og sl. haust komst hún á samning á hárgreiðslustof- unni Bylgjunni í Kópavogi. Þar vinnur hún frá kl. tíu á morgnana til sex á kvöldin og fer síðan beint í Lækjar- þrek þar sem hún æfir í einn til tvo tíma. „Gréta Stína nær í Rakel á leikskólann og fer með hana heim. Ég gæti ekki stundað æfingarnar ef hún væri ekki svona hjálpleg. í rauninni líta dætur mínar á æfingarnar sem hluta af vinnu minni. Sjálfar æfa þær fimleika og Gréta Stfna stundar hesta- mennsku. Hún var svo spennt meðan á mótinu stóð og ætlaði að rifna af stolti þegar úrslitin í mótinu lágu fyrir,“ segir Nína og er ekki minna stolt af dóttur sinni. □ VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: MMRA- V- HfcG&mmofA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVÍK ANDLITSBÖÐ, HÚÐHREINSUN, LITUN, FÓTSNYRTING, HANDSNYRTING, DAG- OG KVÖLDSNYRTING, VAXMEÐFERÐ (NÁTTÚRULEGT VAX) Varanleg eyðing hára og háræðaslits með Sylvia Lewis rafmagnsmeðferðinni Snyrtistofan Sírnnd snyrting • versíun • íjós Qrænatúni 1 • 200 2(ópavogur • Sími 554 4025 HÁR-\\ TÍSKANW Dalshrauni 13 - 220 Hafnarfirði - Sími 555 0507 C/Óós^ Snyrtistofa & snyrtivöruverslun Engihjalla 8 (hús Kaupgarðs) Andlitsbab kr. 2.500,- 200 Kópavogi Hand- og fótsnyrting kr. 3.000,- Sími 554 0744 Litun og plokkun kr. 990,- Katrín Karlsdóttir fótaabgerða- og snyrtifræbingur HÁRSNYRTISTOFAN Opib: mán.-fös. kl. 10.00-18.30 Laugardaga: kl. 10.00-16.00 Hausttilbob: GRANDAVEGI 47 <þ 562 6162 12. TBL. 1995 VIKAN 19 VIÐSKIPTAKORT

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.