Vikan


Vikan - 20.12.1995, Page 21

Vikan - 20.12.1995, Page 21
FÓLK SENT Í ÆFINGABÚÐIR Að sögn Teits var mikið um að fólk væri sent í endur- hæfingabúðir, jafnvel út af smáatriðum. Hermenn höfðu fundið gamalt hermerki í verslun frænda Teits. Sökum þess ienti hann í endurhæf- ingabúðum. Lífið var mjög erfitt þar og dóu margir í vist- inni, m.a. margir af kunningj- um Teits. Þeir, sem sluppu úr prísundinni, voru oftast nær dauða en lífi. Teitur segir að yfirvöld hafi gefið fjölskyldunni hans landskika sem þau áttu að rækta. Þessi landskiki var ekkert nema þéttur frum- skógur. Engin í fjölskyldunni hafði áður unnið við land- búnað svo þau vissu lítið hvað þau voru að fara út í. En þau gerðu það sem þeim var sagt. VORUM 526 MANNS UM BORÐ í LITLUM BÁTI Teitur heidur áfram. „Við hugsuðum oft um að flýja land. Það fyllti svo mælinn þegar átti að senda mig í herinn. Ég, tveir bræður mín- ir og ein systir komumst á bát sem sigldi til Malasíu. Báturinn var um 25 metrar á lengd, 5 metrar á breidd og var upp á þrjár hæðir. Við þurftum svo að dúsa um borð í bátnum í fimm daga ásamt 522 öðrum flótta- mönnum. Flestir bátanna, sem notaðir voru til að flýja á, voru alger ræksni og margir sukku. Nokkrir vinir mínir, sem höfðu flúið á und- an mér, drukknuðu. Það hafði verið ákveðið að ég færi með öðrum báti en það var hætt við það á síðustu stundu. Sá bátur sökk og all- ir um borð drukknuðu. Ég var heppinn," segir Teitur. LAMINN OG HÓTAÐ LÍFLÁTI Það blés ekki byrlega þeg- ar komið var til Malasíu. Það átti að senda þau til baka. Eða öllu heldur að senda þau á haf út og trúlegast láta þau deyja drottni sínum þar. Þessu mótmælti allur hópur- inn og neitaði að fara. Þá var Davor Pur- isic starf- aði sem lögreglu- maður í Sarajevo en vinnur nú fyrir Securitas i Reykjavík. „Ástandiö er hræöi- legt heima og fólk er hrjáð bæði á sál og lík- ama.“ þeim hótað lífláti og þau lamin með reyrprikum þang- að til þau gáfust upp og létu tilleiðast. Báturinn þeirra var dreg- inn út af herskipi frá Malasíu í áttina til Víetnam. Þetta var um miðja nótt og veðrið mjög vont. Stýrið hafði verið tekið af þannig að báturinn var stjórnlaus. En þau vildu frekar taka áhættuna á hafi úti en fara aftur til Víetnam og klipptu á kaðlana. Her- skipið hringsólaði um skeið f kringum bátinn en lét hann svo eiga sig og sigldi burt. NOTUÐU RÖRTÖNG FYRIR STÝRI „Við notuðum rörtöng fyrir stýri,“ segir Teitur. „Þetta var erfið nótt en einhvern veginn björguðumst við og kom- umst í land á lítilli eyju í Malasíu. Við létum fyrirber- ast í borg einni á eyjunni og fórum huldu höfði í þrjár vik- ur. Þá voru boð látin út ganga um að allir flóttamenn þarna yrðu sendir til eyjar í nágrenninu þar sem flótta- mannabúðir voru starfrækt- ar. Þeir, sem kæmu of seint, fengju ekki að fara með og yrðu sendir á haf út. Ég og systkini mín fórum niður að skipinu og biðum. En þegar röðin var að koma aö okkur var sagt að skipið væri fullt og tæki ekki fleiri. Sem betur fer þekktum við stelpu, sem vann þarna, og hún bað hermennina um að hjálpa okkur. Þeir létu tilleið- ast og við komust um borð. Þar skall hurð nærri hælum. Það voru margir sem komust ekki með skipinu. Þeir voru sendir í bátana sína og dregnir á haf út. Flestir drukknuðu." ÍSLENSKAN ERFIÐUST Þremur mánuðum seinna og fimm mánuðum eftir flótt- ann frá Víetnam voru syst- kinin komin til íslands. „Mér 12. TBL. 1995 VIKAN 21 LIFSREYNSLA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.