Vikan


Vikan - 20.12.1995, Side 25

Vikan - 20.12.1995, Side 25
MAFÍAN í SVIDSUÓSINU Nokkur ár eru liöin síöan Kjartan hætti aö leika og sneri sér alfarið aö handritagerö og leikstjórn. Hann saknar þess ekki aö stíga sjálfur á sviðið og túlka aörar persónur. „Mér finnst leikstjórnin fela í sér þaö sem mér finnst vera mest spennandi í leikhúsi," segir hann þar sem situr í fundarherbergi Borgarleik- hússins. Handritið aö ís- lensku mafíunni er á borðinu fyrir framan hann. „Maður getur ekki gert allt,“ segir hann svo. LEIDDU SAMAN HESTA SÍNA Tiluröin að samstarfi þeirra Einars og Kjartans hvaö varðar þetta verkefni er sú aö Einar skrifaöi bækurn- ar Heimskra manna ráö og Kvikasilfur, sem fjalla um fjölskyldumeölimi Killianfjöl- skyldunnar, og í fyrrahaust haföi hann samband viö Kjartan og spurði hvort hann heföi áhuga á aö vinna meö sér aö leikgerð þeirra. „Þótt viö værum málkunnugir var ■ ég svolítiö kvíðinn og vissi ekki hvernig viö mundum vinna saman/ En sumsé,“ segir hann og leggur áherslu á orö sín, „ viö ákváöum aö reyna en í byrjun lá þaö ekki Ijóst fyrir hvernig við mund- um vinna aö leikgerðinni. En nógu voru bækurnar skemmtilegar. í byrjun þessa árs hittumst viö svo daglega á milli klukkan tíu og þrjú, veltum efninu fyrir okkur fram og til baka og komumst aö þeirri niöurstööu aö viö mundum ekki beinlínis leik- gera bækurnar heldur skrifa efniö aö töluverðu leyti upp á nýtt. Viö notum samt sömu persónurnar og leggjum áherslu á sýn Einars á líf þeirra. Viö skrifuðum sem sagt nýtt leikrit sem viö köll- um íslenska mafían.“ Þótt undirtónninn í leikrit- inu einkennist af þeim gáskafulla húmor sem Einar er þekktur fyrir eiga alvarleg- ir hlutir sér staö í lífi Killian- fjölskyldunnar. „En það eru náttúrlega hallærislegir ís- lendingar sem lenda í þeim uppákomum,“ segir Kjartan. „Þaö eru ekki grískir forn- konungar eöa danskir prins- TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR UOSM.: BRAGI ÞOR JOSEFSSON Tuttugasta og áttunda desember næstkomandi trumsýnir Leikfélag Reykjavíkur leik- ritiö íslenska mafían á stóra sviöi Borgarleikhússins. Handritshöfundar eru Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem jafnframt er leikstjóri. ar. En þrátt fyrir þaö er þaö alveg jafn harmsögulegt sem kemur fyrir þetta fólk.“ Leikritiö á aö gerast aö mestu leyti á árunum 1970- 1975 þótt leikin séu minning- arbrot úr æsku elstu fjöl- skyldumeölimanna. Enginn af þeim fimmtán leikurum sem taka þátt í sýningunni leika eiginlegt aöalhlutverk en Kjartan segir þó aö grundvallarátökin séu á milli bræðranna Bárðar Kiljan, sem Þröstur Leó Gunnars- son leikur, og Vilhjálms Kilj- an, sem Arni Pétur Guöjóns- son leikur. Konur þeirra leika Helga Braga Jónsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Eggert Þorleifsson er í stóru hlutverki en hann leikur besta vin Báröar, dægur- lagasöngvarann og lífslista- manninn Kobba Kalypso. Leikstjórastarfiö bæöi gef- ur og tekur. Þaö er krefjandi og nauösynlegt er aö leggja sig allan fram. „Ég verö al- tekinn af verkefnunum sem ég tek aö mér,“ segir Kjart- an, „en þaö gerir svo ein- kennilegur tómleiki vart viö sig þegar verkefni lýkur þvi maöur er haldinn þeirri rang- hugmynd aö þaö sé þaö eina sem skiptir máli i lífinu. Hvert verkefni er eins og lítill heimur. Þetta er skemmtilegt starf, þaö er lifandi, þaö fylg- ir því ákveöin áhætta, manni getur veriö klappaö á öxlina en maöur getur lika fengið lítinn löörung á kinnina. Þetta gengur svona upp og niður en þetta starf er aldrei leiöinlegt." □ 12 TBL 1995 VIKAN 25 LEIKLIST

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.