Vikan


Vikan - 20.12.1995, Page 54

Vikan - 20.12.1995, Page 54
BLÓMARÓSIR þetta með tvær hendur tóm- ar en full löngunar til að bjarga okkur sjálf. Við opn- uðum 10. nóvember I962 að Strandgötu 35 (í gamla póst- húsinu). Fyrstu árin voru vægast sagt mjög erfið. Börnin þrjú á aldrinum 4-10 ára. Ég keyrði ekki bíl og þær voru margar ferðirnar á milli búðarinnar og heimilis- ins. Við sóttum blómin til Reykjavíkur eftir lokun á kvöldin. Þá sáum við hversu mikið við gátum keypt. Við áttum ekki nema þá peninga sem komu inn dag hvern. Og vinnan var endalaus. Ég var ein í afgreiðslu all- an daginn. Þá var opið til kl. sex og þá var hlaupið heim og eitthvað eldað fyrir fjöl- skylduna og krökkunum komið í rúmið. Síðan var aft- morgni og var við afgreiðslu þann daginn til kl. sex. Síðan tók við undirbúningur fyrir kransana. Ég lauk því um nóttina og opnaði verslunina á föstudagsmorgni og var við afgreiðslu allan daginn. Þá tók við skreytingin á krönsunum. Þegar henni var lokið um nóttina lagði ég af stað með kransana og blóm- in á kisturnar, klippur og allt tilheyrandi fótgangandi að Hafnarfjarðarkirkju. Ég hafði fengið lánaðan lykil að kirkj- unni og hófst nú handa við að búa til púðann undir eina kistuskreytinguna. Þegar ég var að negla púðann á kist- una var barið að kirkjudyr- um. Ég hrökk í kút því klukk- an var fjögur að nóttu og vont veður úti. Ég var hrædd við að opna, hélt þetta væri ■ „Þegar ég var að negla púðann á kistuna var barið að kirkjudyrum. Eg hrökk í kút því klukk- an var Ijögur að nóttu og vont veður úti." ■ „Minningarnar eru margar og skemmtilegar. Jólin eru eftirminnilegust eins og hjó dætrunum og barnabörnunum." ur farið niður í búð og unnið fram á nótt. Það var margt öðruvísi og erfiðara á þessum fyrstu ár- um. Svokallað „oassis“ sem nú er ómissandi í skreytingar þekktist ekki. Ég hef alltaf gert mikið af því að skreyta líkkistur og í mörg ár bjó ég til púða úr mosa sem ég svo negldi á kisturnar sem undir- stöðu fyrir skreytingarnar. Það var mikil vinna og erfitt að fá gott hald fyrir skreyt- ingarnar svo þær héldu í hvaða veðri sem var. Það tók langan tíma að skreyta hverja kistu. í dag er þetta svo miklu auðveldara. Það var eins með kransana. Ég þurfti að búa þá til frá grunni. Maðurinn minn beygði og krækti saman hring úr steypustyrktarjárni sem ég svo vafði með hálmi sem ég fékk að hirða í Kaupfélaginu. Síðan fór ég út og klippti lyng til að klæða hringinn með. Þá var ekkert grænt til eins og notað er í dag. í þá daga var jarðsett á laugardögum og í flestum til- fellum var húskveðja áður. Fólk var kvatt á heimilum sínum. Einn laugardag fóru fram þrjár jarðarfarir. Ég þurfti að skreyta þrjár kistur og útbúa marga kransa. Ég fór að heiman á fimmtudags- drukkinn maður. Ég fór fram að dyrum og spurt var hver þar væri? Ég spurði á móti hver væri úti? Þetta reyndist vera lögreglan sem hafði haldið að verið væri að brjót- ast inn í kirkjuna er hún heyrði hamarshöggin frá mér. „Ertu hérna ein um miðja nótt?“ spurði lögreglu- maðurinn og leit skelfdur inn f kirkjuna. Þegar ég hafði lokið við að skreyta kistuna hélt ég af stað fótgangandi með allt mitt hafurtask í næstu kistuskreytingu í heimahúsi úti í bæ. Þar var ég mætt kl. sjö um morgun- inn. Tekið var á móti mér með kaffi og meðlæti og þeirri skreytingu lauk ég kl. tíu. Síðan hélt ég niður í búð og náði í blóm á þriðju kist- una. Gísli Jón, maðurinn minn, keyrði mig að „kassa- húsinu“ við Lækjargötu. Þar var tekið á móti mér með kaffi og meðlæti af hús- móðurinni og síðan lauk ég við að skreyta kistu hús- bóndans kl. tvö. Þaðan hélt ég svo niður í búð. Gunnþór- unn, mágkona mín, afgreiddi í búðinni þann daginn því ég átti eftir að útbúa nokkra brúðarvendi. Þá var alltaf gift kl. sex á laugardögum. Ég hélt síðan heim og allt hafðist þetta. Ég var hins vegar orðin gjörsamlega uppgefin og svaf langt fram- eftir á sunnudag. „En gleðin yfir því hvað fólk tók okkur vel og var vin- samlegt og gott var það sem sem dreif okkur áfram. Við fengum að kynnast því í öllu púlinu hve miklu góður hug- ur og velvilji áorkar. Hafnfirð- ingar tóku okkur mjög vel og studdu okkur með því að versla við okkur. I969 réð- umst við í að kaupa hús- næðið, sem við erum í í dag, að Linnetstíg 3. Það voru mikil viðbrigði eftir þrengslin í gömlu búðinni. Maðurinn minn setti þetta í stand. Það þurfti ýmislegt að gera, mála, setja upp innréttingu, búðarborð og kaupa mikið af vörum í þetta stóra pláss sem við héldum að við gæt- um aldrei fyllt.“ Minningarnar eru margar og skemmtilegar. Jólin eru eftirminnilegust eins og hjá dætrunum og barnabörnun- um. „Þegar lokað var að kvöldi Þorláksmessu og við vorum svo þreytt að við viss- um varla hvað við hétum tók gleðin völdin og það var hlegið og glaðst yfir góðum degi. Allar hillur hálftómar. Þetta góða fólk, sem ég hafði í vinnu, var svo ánægt. Við vorum eins og ein stór fjölskylda. Allir sem einn.“ Nú í nóvember er verslun- in 33 ára. Hvað er þér efst í huga við þau tímamót? „Reynslan hefur kennt mér margt. Ég er gætnari og treysti ekki öllum eins og ég gerði áður. Margt mundi ég líka gera öðruvísi nú en áð- ur, að fenginni reynslu. Mjög mikilvægt er að vera heiðar- legur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Þetta hefur verið vinna og aftur vinna og miklu lengri vinnudagur en hjá þeim, sem vinna hjá öðrum, og oft kauplaust. En efst í huga mér er þakklæti til Hafnfirðinga fyrir áralanga tryggð og viðskipti. Börnin mín fóru margs á mis vegna búðarinnar. Hún hafði for- gang. Dætur mínar eru nú eldri en ég var þegar við opnuðum verslunina og þær hafa svo mikla reynslu. Þær ólust upp við blóm og skreyt- ingar og voru ekki háar í loft- inu þegar þær byrjuðu að pota einhverju saman. Okk- ur þykir öllum svo vænt um búðina okkar og það breytist ekkert.“ Dætur Dúnu, þær Gyða og Sigríður, hafa báðar sótt námskeið í blómaskreyting- um hér heima og erlendis. Þær hafa meðal annars ver- ið í skóla í Vínarborg. Gyða stundaði þar nám í Schön- brunn í þrjú ár. „Þar lærði ég auðvitað margt en lengi býr að fyrstu gerð. Ég fékk mína fyrstu kennslu hjá mömmu áður en ég fór á nokkurt námskeið. Hún hefur aldrei lært neitt í sambandi við skreytingar en hefur þurft að bjarga sér og hefur það í sér sem þurfti til. Var ófeimin við að prófa nýtt þannig að reynsla hennar og áræði hefur kennt okkur Siggu mest.“ Sigrfður stundar nú nám í blómaskreytingum í Dan- mörku. „Ég fór aðallega til að víkka sjóndeildarhringinn og verða víðsýnni. Ég hef líka alltaf verið hrifin af því sem Danir gera í blómaskreyting- um. Ég reyni að gleypa allt í mig, sem mér finnst sniðugt, og síðan fór ég á þau nám- skeið sem eru í boði. Fyrir mér er dvölin úti nokkurs konar vítamínsprauta. Við Gyða störfuðum um tíma í blómabúð í Austurríki, síðan fórum við til Frakklands á námskeið. í blómaskreyting- unum er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. En hvað er í tísku f dag? Það er allt í tísku sem er gamaldags. Blómaskreytingar fylgja alltaf húsgagna- og fatatískunni. Þetta verður allt að passa saman og nú er rómantíkin allsráðandi. Konurnar eru dömulegar og vilja fá blóm og skreytingar í stíl. Um jólin verða skreytingarnar loga- gylltar með vínrauðu, grænu og koniakslitu. Gamaldags og rómantískar." □ Lausn á krossqátu í slðasta blaði + + + + + + + k S S T + K Ö + G + S + + + + + + A L L T 1 V 0 L L I + N + + + + + + + F A U T I N N + G H I + + + + + + + K U Ð U N G + K A J L B A S + Ö R F 0 K A + D Ó L A + A L + R 0 R R A + N U R T A + J K L + D p E N I S + F A R + J + L Ú K A s + s K A K K A R + + J Ó L A F A S T A + S + K A R E N + Ó N Ý T T + A R M s T R A M M I + S A K K A + V + A L + K Ó + M A S S A + A U R + 0 R K A + A G A T + T + D E R R I N G + P + ö R + L E K A N D 1 + + + K U L Ö S + + F I R N + Æ R N A R + + N Ý T A Þ 0 R N + ö F G A N N A + A + S T U + G A + S T A U R + D U L + M A U R + + V E L T U R + 1 + S ú M I + N + N ó I N A U T + S K A P M I L D U R + S K 0 R R I + K 0 L L + K L A M I 0 K + K K + + H A R L A A L I R + F + A K + + A T A R N A T + A + I N A + B k S + M E R K I R + k S T A A H + A R + K A R P A + + A T T I R + J 0 R N A + S T A L L U R + + M 0 T A N A V s T A N I + V I Ð K 0 M U R s T U N D A R F R I Ð U Rl + R A G N Lausnarorð: S T U N D A R F R I Ð U 54 VIKAN 12. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.