Vikan


Vikan - 20.12.1995, Page 58

Vikan - 20.12.1995, Page 58
TEXTI: FRIÐA BJORNSDOTTIR Þetta Ijón er safnarastykki Swarovskis í ár. staður og þar tok hann a leigu ónotaða verksmiðju með vatnsaflsstöð sem var einmitt það sem þurfti fyrir glerskurðinn. Nú starfa 9000 manns á SWAROVSKI I 100 AR Robert W. Dell markaós- stjóri Swarovski fyrir utan aóalstöövarnar í Feldmeilen í Sviss. Af skattalegum ástæöum eru þær þar þótt fyrirtækið sé austurrískt. vegum Swarovski fyrirtækis- ins og á hverjum degi eru skornir og siípaðir 30-40 milljón glersteinar í verk- smiðjunni sem auðvitað er töluvert stærri en fyrir 100 ár- um. Þessir kristalsteinar eru notaðir í allt frá skartgripum til kristallistaverka sem sum hver eru límd saman úr ótal Svanurinn er tákn Swarovskis. SAFNARAKLUBBUR A fSLANM NÆSEA ÁR? Fyrir hundarð árum sett- ist tékkneska Swar- ovski-fjölskyldan að í Wattens í Austurríki. Fjöl- skyldan kom frá Georgen- thal í Bæheimi. Daniel Swar- ovski var glerskeri og hafði fundið upp aðferð til þess að vélskera gler. Uppfinningu sína vildi hann hafa fyrir sjálfan sig og þess vegna reyndi hann að komast eins langt frá öðrum bæheimsk- um glerskerum og hann gat. Wattens var fyrirmyndar smásteinum. í einu háls- meni, sem skreytt er Swarovskisteinum, geta til dæmis verið allt að eitt þús- und steinar. Það, sem við þekkjum þó ef til vill best frá Swarvoski, er silfurkristallinn - alls konar litlar fígúrur og smáhlutir sem glampar á eins og demanta þegar Ijós fellur á þá. Framleiðsla silf- urkristals hófst fyrir tæpum 20 árum. Það er Tékk KRISTALL sem flytur inn Swarovski gripina og til gamans má geta þess að fyrirtækið var fyrst fyrirtækja á Norðurlönd- um til þess að fá að selja þessa fallegu hluti. Silfur- kristallinn frá Swarovski er að því leyti öðruvísi en venjulegur kristall að blýhlut- fallið í honum er 33% en minnst eru 10% blýs í kristal og verður hann þá hvorki jafn tær né litbrigðin jafnmikil og í Swarovski-kristalnum. En þar sem finnast undur- fagrir smáhlutir finnast yfir- leitt líka áhugasamir safnar- ar. í heiminum eru nú hátt í 200 þúsund manns, þar af 90% konur, í safnaraklúbbi Swarovski þótt áreiðanlega safni fleiri kristalnum svona einir og sér. Klúbburinn var stofnaður 1987. Iðulega eru haldin mót og sýningar í löndum þar sem Swar- ovskiklúbbar starfa og sem dæmi um vinsældirnar má nefna að á eitt slíkt mót í Hollandi komu 8000 manns og ræddu um fátt annað en áhugamál sitt - kristalinn. Klúbbfélagar verða sjálfkrafa áskrifendur að einum hlut sem er sérstaklega fram- leiddur fyrir klúbbinn ár hvert. Venjulega geta ein- ungis verið Swarovskiklúbb- ar í löndum þar sem eru sér- stakar söluskrifstofur en nú er von til þess að Tékk KRISTALL geti á næsta ári boðið íslenskum söfnurum að ganga í sérstaka íslands- deild þótt hér sé ekki slík skrifstofa. í tilefni af aldarafmælinu framleiddi Swarovski fálka úr silfurkristal, sem kostuðu um 100 þúsund krónur stykkið. En margir urðu óhressir og ástæðan var sú að fálkarnir urðu ekki nema 10 þúsund og ekki fengu allir sem vildu. Til dæmis fóru ekki nema 1500 fálkar til Englands og þótti mörgum lítið. Nú þegar hefur verð fálkanna í endur- sölu margfaldast. □ 58 VIKAN 12. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.