Vikan


Vikan - 20.12.1995, Side 61

Vikan - 20.12.1995, Side 61
KYNÞOt „nAtttt llt 21U3 ZZQLt Qiilrrlíil 'JiA ^iJí^i'JJO ii^íJLlZiiAZ Antonio Banderas er ein skærasta stjarn- an í bandaríska kvik- myndaheiminum um þessar mundir. Hann þykir ekki bara fallegur maöur meö engils- ásjónu heldur líka kynþokka- fyllri en flestir aörir menn. Hann sló fyrst í gegn í mynd- inni Mambo Kings fyrir rúm- um þremur árum og síðan hefur ferill hans veriö upp á viö. Á þessum stutta tíma hefur hann leikið á mótir stórleikurum eins og Meryl Streep í Húsi andanna, Brad Pitt og Tom Cruise í Inter- view with a Vampire og Miu Farrow og Söru Jessicu Parker í Miami Rhapsody. Nú koma myndirnar hver á fætur annarri og ein þeirra, Desperado, veröur frumsýnd í Stjörnubíói í nóvember. Þar leikur hann mexíkóskan ein- fara og farandsöngvara í miklum hefndarhug. Önnur mynd „Two much“ verður einnig sýnd í Stjörnubíói inn- an tíðar en þar leikur Band- eras á móti núverandi kær- ustu sinni Melanie Griffith. Antonio Banderas er Spánverji og ólst upp í borg- inni Malaga á suður Spáni, heimabæ Picasso. Faðir hans var lögreglumaöur og móðirin kennari og hvorugt þeirra skildi hvað Antonio var að fara þegar hann til- kynnti þeim fjórtán ára gam- all að hann ætlaði að verða leikari. Allt frá því hann fór í fyrsta sinn í leikhús vissi hann að hann vildi helga líf sitt leiklistinni. „Þetta varð næstum eins og trúaratriði hjá mér,“ segir Banderas. „Ég get enn fundið lyktina sem var í gamla leikhúsinu þar sem ég sá mitt fyrsta leikrit. Það var gömul, forn- eskjuleg og djúp lykt sem greypti sig inn í hugarskot rnitt." Foreldrar hans leyfðu hon- um með semingi að innritast í leiklistarskóla með því skil- yrði að hann lærði líka að verða kennari. Það nám fór út um þúfur því leiklistin átti hug hans allan. Hann tók þátt í söngleikj- um, Shakespeare leikritum, grískum harmleikjum og spænskum försum. Á sumrin setti hann upp leikrit sjálfur með styrk frá greifynju í grenndinni („ég daðraði svolitið við hana" segir Banderas) og ferðaðist um nágrannahér- uðin með leikflokkinn. Banderas flutti til Madrid þegar hann var átján ára gamall. Hann hafði framan af svolitla ímugust á kvik- myndum en fannst leikhúsin vera alvöru leiklist. En eftir þriggja ára púl við að þjóna til borðs á veitingahúsum, af- greiða í súpermörkuðum og leika í tilraunaleikhúsum sem gáfu engan pening í aðra hönd hafði andúð hans á kvikmyndum minnkað. Hann lék í sinni fyrstu mynd undir stjórn Almodóvar, La- byrinth of Passion, árið 1982 og það samstarf entist í tíu ár. Að þeim tíma liðnum var Banderas orðinn fremsti kvikmyndaleikari Spánverja. Og þar með kveikti Holly- wood á perunni. En það er ekki einungis frami Antonios Banderas sem allra augu beinast að um þessar mundir heldur er einkalíf hans undir smásjá hjá þeim sem fylgjast á annað borð með kvikmynda- heiminum. Hann er ekki enn skilinn við eiginkonu sína, spænsku leikkon- una Ana Leza, en þegar hann er spurður að því hvort ekki væri við hæfi að vera ekki mikið í KVIKMYNDIR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.