Vikan


Vikan - 11.06.1998, Side 47

Vikan - 11.06.1998, Side 47
Hverju svarar Spurningar má senda til “Hverju svarar læknirinn?” Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykja- vík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál. Vinsamlegast látið nafn og heimilisfang fylgja með en bréf eru birt undir dulnefn- um. Herramaður með brjóstverk Eg er 57 ára og hef upp á síðkastiö haft óþægilegan sting fyrir brjóstinu. Hann kemur aðallega seinni hluta dags, eftir að ég kem heim úr vinnunni. Venjulega lagast verkurinn ef ég fer út að ganga. Ég hef miklar áhyggj- ur af því hvort þetta geti bent til þess að eitthvað sé að hjartanu, en þori ekki til læknis. Hvað heldur þú, er ég hjartveikur? M.P. Heyrðu M.P., minn kæri, nú ferð þú til læknis og lætur at- huga hjartað þitt. Hjarta- sjúkdóma er aldrei auðvelt að greina með fullkominni vissu, eins og þú hugsanlega veist. Verkir fyrir brjósti geta táknað marga misalvarlega hluti eins og vöðvabólgur, bakflæði í maga, magasár og gallverki, svo fátt eitt sé nefnt. En aldur þinn og jafn- vel þetta með gönguna segir mér að þú eigir að fara til læknis í skoðun. Vonandi er þetta ekki neitt, en í skoðun skaltu fara. Þorsteinn Ristilverkir og mataræði Frá 11 ára aldri hef ég haft slæma verki í ristlinum. Auk þess þjáist ég af hægða- tregðu. Ég hef oft farið til læknis út af þessu vanda- máli, en hann þreifar bara á maganum á mér, segir mér að vera róleg og sjá til hvort þetta lagist ekki. Ég veit að hluti skýringarinnar er út af lélegu mataræði og stressi, auk þess sem ég er aðstand- andi alkóhólista, svo senni- lega er þetta líka eitthvað andlegt. Ég heiti því oft á sjálfa mig að breyta matar- æðinu, en ég er svo mikill trassi. Ég veit svo sem alveg hvað ég á að gera, en geri það samt ekki. Læknirinn minn segir mér að það sé engin ástæða fyrir mig að leita til sérfræðings. Hvað fínnst þér að ég ætti að gera? Erfið Erfitt er það, kæra Erfið, að hugsa vel um sjálfan sig. Ef þú tekur eftir því að ein- kenni séu tengd andlegu ástandi þínu, eða einhverju sem þú hefur borðað, þá er ég alveg sammála lækninum þínum og engin ástæða sé til að fara til sérfræðings. Þá er skynsamlegast að fara að gera upp við sjálfan sig hvort ástandið sé viðsættanlegt eða ekki. Ef þú vilt breytingu þá verður þú að taka þig á, ég get ekki læknað þig, frekar en e.t.v. heimilislæknir þinn. Það ert þú sem þarft að gera eitthvað í málinu, það ert þú sem þarft að fylgja ráðum okkar og sjá hvað gagnast þér. Það er aldrei nein algild regla um meðferð því hún er einstaklingsbundin. Það, sem þú skalt reyna, er að hætta með kaffi, te og kólagos- drykki, draga úr sterkkrydd- uðum mat, minnka mjólkur- notkun, forðast allan þann mat sem þú finnur að fer illa í þig. Farðu svo og lærðu jóga og farðu að slaka aðeins betur á. Veistu að ef þú hefur alltaf áhyggjur deyrðu úr áhyggjum og ef þú ert áhyggjulaus deyrðu samt. Hvers vegna þá að hafa áhyggjur? Þorsteinn Yfirlið og dofi Ég er 19 ára og mig langar að leita ráða hjá þér. Oft, þegar ég hef setið lengi, stend upp og teygi úr mér fínnst mér ég vera að missa jafnvægið, sé allt svart og verð dofín í andlitinu (líkt og ég sé með náladofa). Stund- um ranka ég við mér á gólf- inu. Þessu fylgja stundum væg krampaköst, sem standa í nokkrar sekúndur. Ég er ekki blóðlaus og blóðþrýst- ingurinn er eðlilegur. Þetta gerir mig dauðhrædda. Get- ur þú gefíð mér skýringu hvers vegna þetta gerist? Ein hrœdd Hættu að vera hrædd, og lærðu nú hvernig á að fást við þetta. Ungar konur eru oft með lágan blóðþrýsting og þegar þær hafa setið lengi eða legið verður blóðþrýst- ingurinn enn lægri. Þegar þú stendur upp við þessar að- stæður er blóðþrýstingurinn svo lágur að blóðið nær ekki að streyma upp í höfuð; þú færð svima, sérð svart og það getur liðið yfir þig. Þú verður að læra að standa hægt upp. Hafir þú legið, er best að setjast fyrst upp stutta stund og standa síðan upp. Hafir þú setið stattu þá hægt upp og styddu þig við. Öll hreyf- ing er af hinu góða, hollt mataræði og reglulegur svefn. Ef fylgja þessu ein- hverjir krampar væri ráðlagt að leita til læknis og fá tekið heilalínurit. Þorsteinn Kæri Þorsteinn, Ég er 67 ára og hætti að vinna úti á síðasta ári eftir áratugi á vinnumarkaðnum. Ég hef aldrei haft meira að gera en eftir að ég hætti að vinna, ég hitti vini, börn og barnabörn og er aldrei ein- mana. Ég sakna vinnunnar aldrei. Ég geng mjög mikið og tek aldrei lyf, að undan- skildu Thyroxin og Milizide mite. Þrátt fyrir miklar göng- ur og hreysti er ég óvenju- lega máttlaus. Aðallega fínn ég fyrir miklu máttleysi í handleggjunum. Ég held stundum að þetta geti verið þunglyndi, án þess mér fínn- ist ég nokkuð þunglynd; reyndar hefur mér aldrei þótt eins gaman að lifa! Þessi slappleiki og þetta máttleysi er alveg nýtt og mig langar að biðja þig um ráð. Kærar kveðjur Ellilífeyrisþeginn. Kæri ellilífeyrisþegi, Ég ráðlegg þér að leita læknis og fá skoðun og blóð- rannsókn. Skoða verður ástand skjaldkirtilshormóna, enda ert þú að taka skjald- kirtilslyf. Þá ert þú á vatns- losandi blóðþrýstingslækk- andi lyfi (milizide), sem get- ur truflað söltin í líkaman- um, sem þarf því að mæla. Enn sjaldgæfara er að vera með vöðvagigtarsjúkdóm sem kallaður er polymyalgia rheumatica og oft er hægt að greina með blóðprufu. Nei, þú ert ekki þunglynd. Gangi þér vel. Þorsteinn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.